Eru ESBsinnar með lokuð skilningarvit?

Jacques Delors, fyrrverandi framkvæmdastjóri ESB, heldur því fram að ESB og evran séu á brún hengiflugs og eina leiðin til að koma í veg fyrir að hvorutveggja detti ofan í hyldýpið sé að ríkin framselji ennþá meira af fullveldi sínu til Brussel.

Ástæða er til að benda íslenskum ESBsinnum sérstaklega á þessa málsgrein fréttarinnar: ""Opnið augun ykkar, evran og ESB standa á brún hengiflugs," segir Delors í viðtalinu. Hann gefur ekkert fyrir nýlegar yfirlýsingar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, um samræmingu á stjórn efnahagsmála innan evrusvæðisins og segir að þær muni ekki róa markaðinn."

Delors er enn einn af núverandi og fyrrverandi framámönnum ESB sem viðurkenna þessa erfiðleika sambandsins og gjaldmiðilsins og eru sammála um að a.m.k. evran standist ekki til frambúðar, nema með einni fjárhagslegri yfirstjórn, sem að sjálfsögðu er í Brussel.  Á mannamáli þýðir þetta auðvitað að hvert ESBríki verði svipt fjárræði og fjárhaldsmenn þeirra verði kanslari Þýskalands og forseti Frakklands, hverjir svo sem gegni þeim embættum hverju sinni.

Hvað af röksemdum þessara forystumanna ESB skyldu það helst vera sem íslenskir ESBsinnar skilja ekki?

Getur það verið að þeir séu með augu, eyru og önnur skilningarvit algerlega lokuð? 


mbl.is Delors: ESB á barmi hengiflugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Axel Jóhann.

Þetta er hárrétt hjá þér, þetta Samfylkingarlið hér á Íslandi lætur sem ekkert sé og meira að segja tala sunir digurbakkalega um að allar þessar aðgerðir séu bara til þess að styrkja EVRUNA og allt samstarfið.

Enda hef ég áður líkt þeim Jóhönnu, Össuri og Árna Páli, við apana 3 sem sátu saman á bekk á þekktri ljósmynd.

Einn þeirra hélt fyrir augun, af því að hann vildi ekki sjá.

Annar hélt fyrir eyrun af því að hann vildi ekki heyra.

Sá þriðji hélt fyrir munninn, af því að hann vildi alls ekki segja frá því sem hann bæði sá og heyrði !

Þessu liði er ekki viðbjargandi !

Gunnlaugur I., 18.8.2011 kl. 13:56

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sammál ykkur báðum

Gunnlaugur snilldar samlíking og háréttt 

Magnús Ágústsson, 18.8.2011 kl. 14:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://nourishingobscurity.com/wp-content/uploads/2011/07/three-wise-monkeys1.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2011 kl. 16:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Frábær samlíking hjá Gunnlaugi og myndin frá Guðmundi snilldin tær.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2011 kl. 17:43

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi mynd hvorki sér, heyrir, né segir eitt einasta orð.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2011 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband