Stýrivextir Seðlabanka Íslands og alvöru seðlabanka

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur verið kallaður guðfaðir þeirrar peningamálastefnu sem fylgt hefur verið á Íslandi síðustu tuttugu ár, en grunnur að henni var lagður í tíð Más sem aðalhagfræðings bankans.

Már lét þau orð falla nýlega, að afar líklegt væri að stýrivextir seðlabankans yrðu hækkaðir við næstu vaxtaákvörðun, þ.e. nún í ágústmánuði.  Um slíka mögulega vaxtahækkun segir Greiningadeild Arionbanka m.a:  "Slík hækkun myndi hafa neikvæð áhrif á efnahagsuppbyggingu í landinu og þann brothætta bata sem framundan er. Þá yrði vaxtahækkun algjörlega á skjön við það sem er að gerast úti í heimi en biðstaða virðist vera á frekari vaxtahækkunum í Evrópu eftir hrun fjármálamarkaða síðustu daga."

Vaxtastefna Seðlabanka Íslands hefur reyndar verið algerlega á skjön við það sem þekkist í þróðuðum löndum og vextir á Íslandi hafa ekki getað flokkast undir neitt annað en okurstarfsemi.  Þar sem flest lán eru verðtryggð ættu vextir af þeim alls ekki að vera hærri en 1,5-2%, en varla finnast lægri vextir af slíkum lánum sem lægri eru en 4% og upp í 8%, eða jafnvel meira.  Slíkt vaxtaokur þekkist varla á byggðu bóli annarsstaðar en hér á landi.

Seðlabanki Bandaríkjanna lét þau boð út ganga í gær, að stýrivextir bankans yrðu í kringum 0% að minnsta kosti fram á árið 2013 og var sú yfirlýsing gefin til að örva bandaríska hagkerfið, auka fjárfestingu og minnka atvinnuleysi.

Seðlabanki Íslands og peningamálastjórnun Más Guðmundssonar gengur í þveröfuga átt, enda allar ráðstafanir bankans og ríkisstjórnarinnar til þess fallnar að draga úr hagvexti, minnka fjárfestingar og auka atvinnuleysi. 


mbl.is Spá óbreyttum vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband