Böðull ríkisstjórnarinnar

Strax, þegar "villikettirnir" yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna og lýstu því yfir að þeir væru hættir að styðja ríkisstjórnina, var augljóst að stjórnin myndi einungis lifa þangað til að Þráinn Bertelsson myndi hefja böðulsöxina á loft.

Nú hefur það gerst, sem fyrirséð var, að Þráinn er farinn að hóta ríkisstjórninni að láta axarhöggið ríða, verði ekki farið að vilja hans varðandi fjárveitingar til gæluverkefna sem honum hugnast.

Það er aumt fyrir ríkisstjórnina að eiga líf sitt undir einum misheppnaðasta og duttlungafyllsta stjórnmálamanni þingsögunnar.


mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Axel...Ekki kalla þráinn Stjórmálamann,þráinn er viðrinni....

Vilhjálmur Stefánsson, 9.8.2011 kl. 20:15

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Ekki veit ég hvaða orð þetta er "viðrinni" en allavega þá er ástæðulaust að útmála alla sem fífl og fávita sem maður er ekki sammála :)

Einu framkvæmdir þessarar ríkisstjórnar hafa verið að koma "gæluverkefnum" einstakra þingmanna og ráðherra þessara tveggja flokka í gegn.  Allt annað hefur mátt sitja á hakanum og flest sem gert er byggist á vanhugsuðum ákvörðunum og á pólitík en ekki raunveruleika, hagkvæmni, fyrirhyggju og framtíðarsýn.   Þráinn sker sig ekkert þarna úr og ljóst að Steingrímur og Co eiga ekki sjö dagana sæla með hann innanborðs.  

Það gæti þó aldrei farið svo að vera Þráins í þingflokki VG gæti orðið þjóðinni til góðs og kæmi þessari ríkisstjórn frá ? :)

Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 20:36

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Haldið þið að Steingrímur horfi í einhverjar 70 milljónir, til þess að sitja lengur í sínum stól og þykjast vera vinna þjóðinni mikið gagn.

Eggert Guðmundsson, 9.8.2011 kl. 21:07

4 identicon

Eggert, alls ekki, 70 milljónir er ekki einu sinni klink í huga SJS. Þótt þetta væru 700 milljónir þá mundi Steingrímur ekki horfa í þær til að halda völdum, ekki einu sinni þótt þetta væru 7.000 milljónir og ekki einu sinni þótt þetta væru 70.000 milljónir. Það skal ekkert stoppa SJS í að halda völdum hann hefur viðurkennt það opinberlega oftar en einu sinni.

Björn (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband