8.8.2011 | 18:34
Ísland veitir Grikklandi fjárhagsaðstoð
Hvort sem menn trúa því eða ekki, þá ber Íslandi skylda til að veita ríkjum innan ESB fjárhagsaðstoð ef og þegar þau lenda í efnahagsþrengingum.
Þetta er ekkert sem Íslendingar gera af manngæsku sinni einni saman, heldur er þetta ein af þeim kvöðum sem á landinu hvíla samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið, eða eins og segir í fréttinni: "Löndin eru ekki í Evrópusambandinu en eru aðilar að EES-samningnum. Í því ljósi ber þeim löndum að veita löndum í Evrópusambandinu fjárhagsaðstoð til að stuðla að jafnvægi innan landa Evrópusambandsins."
Ísland lenti í gífurlegum efnahagsþrengingum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 og enginn hefur heyrt minnst á að þessi kvöð um gagnkvæma fjárhagsaðstoð EESríkja hafi orðið til þess að eitt einasta land innan ESB, né Noregur og Lichtenstein sem eru innan EES, hafi boðist til að styrkja landið um eina einustu krónu vegna þeirra erfiðleika.
Hins vegar þurftu Íslendingar nánast að heyja efnahagslega styrjöld við Breta og Hollendinga í kjölfar þessara efnahagshamfara og ESB studdi dyggilega við bakið á árásarþjóðunum og Noregur stillti sér jafnframt upp með þeim gegn Íslendingum.
Ætli Ísland sé eina landið innan EES sem undanþegið er allri aðstoð, lendi það í efnahagsþrengingum?
Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir.
Þetta eru mjög góðir punktar hjá þér Axel og ég er sammála. Hvernig stendur á því að allir gáfu skít í okkur á sínum tíma og svo eigum við að bjarga öðrum, meðan við eigum nóg með okkar á þessum tímum.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 8.8.2011 kl. 18:46
Sammála.
Grikkir eiga að byrja á að líta í eigin barm, vinda ofan af gríðarlegri spillingu og haga sér betur hvað fjárhagsmál varðar.
Rúmir 10 milljarðar er engin smáfjárhæð: fyrir hvern Íslending eru það 10.000.000.000 deilt með 300.00 hub 33 þús. krónur.
Ef við eigum að borga fyrir öll skakkaföll heims þá blasir framtíðin ekki vel fyrir okkur.
Hvernig væri að Grikkir spýti sjálfir í lófana og leysi sín mál sjálfir?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.8.2011 kl. 18:56
Þú mátt ekki gleyma Póllandi. Þeir eru innan ESB og voru fljótir að bjóða fram aðstoð. Annað má segja um hina.
Eggert Guðmundsson, 8.8.2011 kl. 18:58
Pólland bauðst til að veita Íslendingum lán, en ekki fjárhagsaðstoð. Það lán var að mig minnir ekki greitt út, frekar en önnur, fyrr en AGS afgreiddi sín lán, en það töfðu Bretar og Hollendingar lengi vel, eins og allir ættu að muna.
Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2011 kl. 19:05
Sæll Axel,
Þetta er raun rétt hjá Jónas Gahr Støre og raunar er það dæmigert fyrir umræðuna að menn eru fyrst núna að gera sér grein fyrir þessu. Raunar eru það frændur okkar Norðmenn sem í raun greiða þetta að mestu leiti. Raunar er þetta samkomulag frá 2003 með viðaukum.
Það að kenna öðrum en okkur sjálfum um efnahagslega ógæfu okkar og nær búin að tapa okkar efnahagslega sjálfstæði og raunar klúðra niður sjálfræðinu. Það að gera sér ekki grein fyrir þessari hörmulegu stöðu er er augljóslega merki um afneitun.
Það að útgjöld ríkisins jukust að raunvirði um 1/3 á einstakling á tæpu 10 ára tímabili frá 2000 fram að hruni undir gunfána frjálshyggju og einkaframtaks er eins og lélegur brandari. Augljóslega hefði fyrir löngu átt að skera niður starfsemi ríkis- og sveitarfélaga. Ástand efnahagsmála heimsins er ákaflega alvarlegt og að skuldug þjóð heldur áfram að vefja sér í skuldir sem stækka eins og snjóbolti er krítiskt, þar að auki með verðlausan gjalmiðil sem haldið er uppi með gjaldeyrishöftum verður hreint gríðarlega erfitt. Við erum löngu komin fram úr smáskitslegu pólitísku karpi við getum efnahagslega sokkið miklu, miklu dýpra.
Gunnr (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 19:29
Vægt til orða tekið er vandséð hvað þetta ruglingslega þvaður Gunnrs, í athugasemd nr. 5, kemur við þeirri spurningu hvers vegna Ísland sé skyldugt til að veita öðrum EESþjóðum efnahagsaðstoð, lendi þau í þrengingum, en njóti engrar sambærilegrar meðhöndlunar sjálft af hendi "vinaþjóðanna" í EES.
Gunnr hefur reyndar sýnt áður að honum hlýtur að veitast eitthvað annað auðveldara í lífinu, en að taka þátt í skoðanaskiptum og tjá hugsanir sínar á skiljanlegan hátt.
Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2011 kl. 19:40
Þetta er rétt hjá þér Axel. En þeir sýndu strax viljann, annað má segja um hina.
Það að tala um verðlausan gjaldmiðil er umræða á villigötum. Gildmiðill okkar endurspeglar okkar efnahagslíf, og þetta efnahagslíf hefur fleytt okkur fram til að vera í fremstu röð á meðal þjóða.
Að tala um óstjórn á efnahagslífi er allt önnur umræða, og er þörf, þó sérstaklega í núverandi ástandi.
Eggert Guðmundsson, 8.8.2011 kl. 19:42
Axel
Það er augljóst að fólk, blaðamenn og sumir ráðamenn hafa greinilega ekki lesið þann samning sem ríkið skrifaði undir árið 2003, en segir kanski meira um umræðuna.
Sumir vilja búa til einhverja heimabúnna skýringu á óförum okkar sem var hagkerfi sem var brætt úr. Heimska, græðgi, spilling, fáfræði undir gunfána þjórembings. Það var "gefið í" og "ofurkrónan" varð til afleiðingarnar eru rétt að renna upp fyrir fólki. Niðurskurðurinn á lífeyrisgreiðslunum sem mun vara í áratugi og hinn blóðugi niðurskurður á velferðarkerfinu er eftir.
Það voru 8000 miljarðar afskrifaðir í þessari íslensku bankabólu/svikamillu sem íslenskir stjórnmálamen og nánast öll þjóðin var á einhvern hátt flækt inn í. Yfir 400 miljarðar af erlendu fé er læst inn í íslenska hagkerfinu. Það er ennþá verið að vefja þjóðinni inn í skuldir það verður ekki hægt að skapa velsæld í gegnum skuldasöfnun og skattheimtu. Það vill enginn leggja okkur til meiri spilapeninga.
Við verðum að nýta auðlindir á skynsaman hátt en þetta mun kosta áratuga fórnir og erfiði.
Gunnr (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 20:08
Þetta veltir enn og aftur upp þeirri spurningu hvort EES samningurinn standist stjórnarskrá okkar. Ef ákvörðun sem tekin er í Brussel um fjárskuldbindingu Íslenska ríkisins, án þess að Alþingi komi þar að, er klárlega um brot á 41. grein stjórnarskrárinnar að ræða. Ef EES samningurinn leggur þessa skyldu á Ísland, er ljóst að hann stenst ekki stjórnarskrá og því marklaus!!
Gunnar Heiðarsson, 8.8.2011 kl. 21:40
Sælir þið allir.
Ég tel það ekki rétt sem Gunnr er að segja hér ofar að okkar gjaldmiðill sé ónýtur. Áttum okkur á því að Kínverjar hafa skrifað undir stóran gjalmiðlaskiptasamning við Seðlabankann og við vitum að Kínverjar gera ekki slíkt í öðru skyni en að hjálpa þeim sjálfum. Það er rétt að íslenska krónan endurspeglar íslenskt efnahagslíf og hefur orðið okkur til bjargar á erfiðum tímum skulda og kreppu, meðan aðrar þjóðir á borð við Íra og Grikki hafa þurft að finna til meiri sársauka vegna Evrunnar. Að hafa tekið upp Evru eða annan gjaldmiðil á sínum tíma hefði verið óráð. Að taka upp þá gjaldmiðla í dag væri enn verra.
Þetta kemur allt hjá okkur, en við þurfum bara að vera þolinmóð og láta ekki blinda okkur með gylliboðum ESB.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 8.8.2011 kl. 23:16
Ég gleymdi að minnast á að EES-samningurinn er líklega andstæður stjórnarskrá og mikið vona ég að Alþingi hafni tillögum stjórnlaganefndar. Alla vega mörgum þeirra...
Sigurjón, 8.8.2011 kl. 23:17
Sigurjón, ég er ekkert að segja að við eigum eða fáum nokkuð eitthvað betra skjól en krónu og óháð því hvort um semst við ESB, hvort meirihluti þjóðarinnar vilji þarna inn, eða hvort Evran verði áfram eða afkomandi hennar, kannski norður Evrópu Evra eða þýska markið endurreist eða hvort yfir höfuð sé nokkur vilji að fá okkur þarna inn. Ekki er ástandið betra í Bandaríkjunum enda er hagkerfi ríkja Bandaríkjanna ákaflega mismunandi en þar flyst fólk á milli ríkja og auk þess fé er flutt inn á mism. svæði en það vilja menn ekki í Evrópu. Hnignunarskeið Bandaríkjanna er rétt hafið, Þar er hreint gríðarleg seðlaprenntun á dollurum sem þeir geta ennþá gert í skjóli þess að dollarinn er alþjóðlegur gjaldmiðill.
Raunar erum við eins og bent hefur verið á með þrjár íslenskar krónur. Haftakrónu með gengi mót Evru sem hefur sigið upp til 165 Íkr per €, aflandskrónu (þar sem gengið ræðst af eftirspurn) þar liggur Evran stöðugt í kringum 260 Íkr per € og síðan verðtryggða krónan sem byggist á útreiknuðum vísitölum. Við erum með grískan halla á ríkisreikningum og erum að vefja okkur í skuldir á hverjum einasta degi. Við erum með agnarsmátt hagkerfi sem er 2-3% af hagstærð Noregs, hrunin hlutabréfamarkað og hrunið fjármálakerfi sem ennþá er ekki búið að endurreisa eða sníða að stærð og þörf samfélagsins og er í raun einungis innheimtustofnanir og mikið af fyrirtækjum landsins er rekið í gegnum þetta.
Mér finnst fólk ver of upptekið af vandamálum annarra og gleyma gríðarlegum vandræðum okkar sjálfra sem við erum varla að mæta. Það er búið að taka gríðarlegan gjaldeyrisvarasjóð að láni þanning að við siglum lygnari sjó en margir núna og fram til 2014
Ekkert þessara atriða breytir þeirri staðreynd að við eigum nær allt sársaukafullt niðurskurðarferlið eftir, við eigum eftir að koma krónunni á flot sem mun þýða hátt vaxtastig, langtum hærra en í nágrannalöndum okkar, þar sem áhættan á að flytja fé yfir í íslenskar krónur er stór og áhætta að lána í íslenskum krónum er mikil. Tími "ofurkrónunnar" er endanlega liðin og sú króna sem tekur við mun verða sveiflukennd og lág enda þurfum við gríðarlegan jákvæðan viðskiptajöfnuð til að endurgreiða lán. Skuldasöfnun íslenska ríkisins hefur verið gríðarlega hröð og skuldirnar óhagstæðar þanning að íslenska ríkið greiðir næstum 1 krónu af hverri 5 í vexti og það hlutfall getur augljóslega hækkað. IMF kom hingað að boði þáverandi íslenskra stjórnvalda en niðurskurðurinn á ríkisútgjöldunum hefur verið á ábyrgð íslenskra stjórnvalda.
Finnarnir neituðu allri aðstoð, þeir vildu ekki Marshall aðstoð eftir stíðið og komust út úr kreppunni sem varð við hrun Sovétríkjanna 1990 að eigin rammleik en þeir glíma ennþá við hátt atvinnuleysi. Uppgangur í efnahagslífi Vesturlanda hjálpaði Finnum á þeim tíma en kostaði gríðarlegar fórnir. Þetta lítur því miður miklu verr fyrir okkur enda dettum við úr hærri söðli. Á að leggja niður styrki til landbúnaðarins, Búnaðarþings?, byggðastefnan áður fyrr var markalínan við útjaðar höfuðborgarsvæðisins núna er víglínan Leifsstöð og flutningur fólks frá landinu.
Augljóslega rýrir það okkur trausti, sem getur í framtíðinni birst í ýmsum myndum, ef við viljum sjálfir ekki standa við gerða samninga sem stjórnvöld hér skrifuðu undir, eins og þáverandi stjórnvöld gerðu fyrir 8 árum við endurskoðunina á EES samningnum 2003. Það er varla hægt að kenna Össuri eða Steingrími fyrir það?
Gunnr (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 06:33
Gunnr, viltu ekki bara sleppa öllum þessum langhundum um óskyld mál og segja okkur í stuttu máli hvort Ísland hafi afsalað sér allri aðstoð annarra EESríkja, en samþykkt að styðja þau efnahagslega í erfiðleikum sem þau kynnu að lenda í, þegar samningurinn um EES var endurskoðaður af fyrrverandi stjórnvöldum árið 2003?
Ef þú svarar þessu, skal ítrekað að óskað er eftir svari við spurningunni sjálfri og að langlokum um óskyld efni verði sleppt.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2011 kl. 08:08
Já það er staðreynd að stjórnvöld skrifuðu undir endurssamning fyrir 8 árum síðan þegar endurskoðunin var til staðar og hann gengur að því ég best veit einungis í eina átt. Það er þá eftir öllu að það sé að renna upp fyrir mönnum núna. Raunar er Ísland ennþá í hópi betri stæðu landanna en er dottið úr fyrsta ofan í annað farrými en hagar sér eins og við séum í fyrsta farrými. Það eru lönd í ESB sem eru í raun bláfátæk sem Búlgaría ofl. Raunar eru það Norðmenn sem fjármagna mest af þessu og hafa komist til áhrifa í skjóli þessarar aðstoðar.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 12:23
Það er í raun dæmigert að menn séu ekki ennþá búnir að sjá hversu í raun við erum vafin inn í ESB án þess að hafa um það nokkuð að segja í gegnum EES.
Það var raunar ríkisstjórn Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar sem skrifaði undir þennan samning á sínum tíma.
Kanski menn vilji fara með þetta fyrir dómstóla líka? Að gera okkur að algjöru athlægi meðal þjóða, tækjum við hlutskipti dönsku Molbúanna.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 12:33
Það var reyndar ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, Viðeyjarstjórnin, sem samþykkti EESsamninginn endanlega.
Jón Baldvin vildi ekki mynda nýja ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki, þar sem ríkisstjórn þessara flokka tapaði miklu í kosningum og meirihluti yrði afar tæpur á þinginu, þó flestir Alþýðubandalags- og Framsóknarmenn styddu inngönguna í EES.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2011 kl. 14:24
Ekki þarf neina "stórspekinga" til að finna það út að EES-samningurinn var brot á stjórnarskránni og alveg furðulegt að "lögspekingar" og aðrir skuli ekkert hafa fjallað um það mál. T.d er afskaplega furðulegt að maður eins og Sigurður Líndal skyldi EKKERT hafa fjallað um málið á sínum tíma. Getur verið að einhver pólitík komi þar við sögu??? Skyldi vera að það mál sé fyrnt??????????????
Jóhann Elíasson, 9.8.2011 kl. 14:56
Þetta er að sjálfsögðu rétt hjá Axel.
Munum það að fyrsti EES samningurinn innihélt til viðbótar Íslandi, Lichtenstein og Noreg, þrjú lönd sem núna eru ESB aðildarlönd, Svíþjóð, Finnland og Austurríki en Sviss hætti við sem kunnugt er. Þetta var í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins og þegar gamli Alþýðuflokkurinn var í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Ég þekki hvorki innviði Samfylkingar eða gamla Alþýðuflokksins en þegar Jón Baldvin hætti sem utanríkisráðherra 1995 og varð sendiherra var hann vita áhrifalaus í Samfylkingunni sem var vita áhrifalaus stjórnarandstöðuflokkur þangað til Sjálfstæðisflokkurinn hleypti þeim í bólið til sín um mitt ár 2007, þegar í raun efnahagshrunið var staðreynd enda byrjaði fall krónunnar þegar í árbyrjun 2008 við fjórðungsuppgjör bankanna enda íslenskt efnahagslíf ekkert annað en risastórt ENRON svindl og landlægt siðleysi og klíkuskapur í viðskiptum. Raunar var það fellt í stjórnarsáttmála stjórna Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks að eftirlitsaðilar skyldu ekki flækjast fyrir og Þjóðhagsstofnun var í raun lögð niður 2002 þegar spár samrýmdust ekki vilja stjórnvalda.
Það að kenna Jón Baldvin um samning sem gerður var 2003 þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks höfðu setið í stjórn í 2 kjörtímabil er nátturlega fáránlegt. Það væri eftir öllu að þeir hafi ekki lesið samninginn.
Raunar settu Norðmenn inn ákvæði fyrir sinn endurtryggingarsjóð 1998 til að hindra "NorSave" en þetta höfðu íslenskir ráðamenn ekki vit á að gera fyrr en of seint. Raunar segir sagan að þau gleymdu endurtrygginarsjóðnum sem innihélt álíka mikið og nægði til að greiða innistæður í þáverandi Sparisjóð Mýrarsýslu en það er önnur saga.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 17:45
Gunnr, það er ekkert í þessum skrifum þínum sem bendir til þess að þú skiljir um hvað er verið að fjalla. Það er enginn að tala um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og sá sjóður kemur efnahagsaðstoð við Grikkland ekkert við.
Ef þú getur ekki svarað spurningunni sem beint var til þín, vinsamlegast hlífðu okkur við enn einum langhundinum um óskyld mál.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2011 kl. 18:31
Já þetta er fáránleg umræða. Það að kenna Jón Baldvin um samning sem gerður var 2003, 9 árum eftir upprunalega EES samningin sem hann og fleirri stóðu að. Eða það að grafa upp að EES samningurinn hafi verið ólöglegur sem raunar sum gengistryggðu lánin. Þetta og annað lýsir kanski best okkur Íslendingum.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 18:46
Þetta síðasta frá þér, Gunnr, sýnir betur en nokkuð annað að þú ert hreinlega ekki í sambandi við þessa umræðu og ert þú vinsamlegast beðinn um að blanda þér ekki í hana frekar.
Þar sem þetta er hreint ekki í fyrsta skipti sem svo háttar til með aðkomu þína að málum sem eru til umræðu, þá mun þín alls ekki verða saknað, þó þú látir vera að blanda þér í málin í framtíðinni.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2011 kl. 19:18
Bless Axel minn, þú vilt ekki halda uppi skoðanaskiptum en vera í hópi jábræðra og verði þér að góðu.
Spurningin sem þú setur upp er í raun engin spurning heldur fullyrðing:
"Hins vegar þurftu Íslendingar nánast að heyja efnahagslega styrjöld við Breta og Hollendinga í kjölfar þessara efnahagshamfara og ESB studdi dyggilega við bakið á árásarþjóðunum og Noregur stillti sér jafnframt upp með þeim gegn Íslendingum.
Ætli Ísland sé eina landið innan EES sem undanþegið er allri aðstoð, lendi það í efnahagsþrengingum?"
1. Þetta tengist í raun kjarna málsins hvers vegna varð til Icesave en ekki "Norsave", hvers vegna sáu norsk stjórnvöld þetta fyrir en ekki íslensk þegar 1998 fyrir tilkomu Evrunar? Það er í raun engin útúrdúr kemur að kjarna málsins. Léleg íslensk stjórnsýsla og amatörismi er hér lykilorðið, við höfum valið vitlaust fólk hér til forystu síðusta áratugin ef ekki lengur.
2. Hvers vegna erum við komin í þessa aðstöðu er í raun spurningin sem við ættum að spyrja?
3. Þetta liggur í augum uppi, það er enginn skuldbundin til að hjálpa Íslendingum og það verður engin meiri hjálp að vænta en það sem við þegar fáum. Það verða engar fégjafir til okkar enda eigum við þær ekki skilið og það skuldar enginn okkur eitt eða neitt en við skuldum öðrum stórfé.
4. Raunar virðist fólk núna vera að átta sig á þvi hvað það innibar að skrifa undir endurnýjað EES samkomulag 2003, með aðstoð við Grikki nú meðal annars.
5. Við getum endalaust velt okkur upp úr sjálfsvorkun en hrunið það er íslenskri "viðskiptasnilld", íslensku viðskiptasiðferði (eða skorti á því) og íslenskri stjórnsýslu að þakka og þann bagga munu þegnar landsins þurfa að bera um langan tíma og raunar kaus meginhluti kjósenda þessi stjórnvöld sem þá sátu og raunar þau sem nú sitja, hversu lengi sem það verður. Þetta ástand var okkur sjálfum mestu að þakka/kenna og munum það. Ásakanir út í aðrar þjóðir er hreinlega út í hött og aumkunnarverðar.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 20:07
Gunnr, þetta síendurtekna stagl um sömu atriðin (sem þó koma málinu ekkert við) minnir einna helst á jórtur klaufdýra.
Blessaðar skepnurnar ná þó næringu út úr sínu jórtri.
Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2011 kl. 08:19
Við þurfum ekkert að vera asnar þó aðrir séu það.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.