1.8.2011 | 14:08
Allt gott að frétta - aðeins nokkrar líkamsárásir og nauðganir
Verslunarmannahelgin er að renna sitt skeið og samkvæmt fréttum hefur allt gengið vel á útihátíðum og öðrum mannamótum á landinu.
Eins og venjulega var mikið um fyllirí og þá sérstaklega unglingadrykkju, nokkrar nauðganir voru kærðar og einhverja þurfti að flytja á sjúkrahús vegna líkamsárása. All nokkuð var um að eiturlyf væru tekin af hátíðagestum og víðast hvar rigndi hressilega, þannig að mörg hátíðasvæðin voru eins og mýrarboltavellir og útgangur gesta eftir því.
Sem sagt, enn ein róleg Verslunarmannahelgi liðin og allt gekk eins og við var búist og allir glaðir og ánægðir með það.
Grunaður um nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Axel Jóhann !
Sér- íslenzkt fyrirbrigði, agaleysis og veruleikafirringar, hin svonefnda Verzlunarmannahelgi, sérílagi; í seinni tíð, síðuhafi góður.
Allt annað; væri upp á tening nokkrum, ríkti hér Herstjórn - með tilheyrandi að haldi, og skikkan.
Svo er eins; og það hlakki í tilteknum fjölmiðlum, þrungnum ákveðinni spennu fíkn, séu líkamsmeiðingar - ásamt ofneyzlu áfengis og eiturlyfja, í sem mestum mæli.
Á hvaða skala; mætti setja samfélag, sem okkar, Axel Jóhann, annarrs ?
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgaon
e.s. Tek fram; að viðhorf mín, kunna að mótast af því, að sjálfur er ég Stúku maður, reyndar.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 14:56
Tilgerðarorðbragð. Er þetta gert til að vekja athygli Óskar Helgi Óskarsson?
Trúir þú því að samfélagið hlusti á svona rugl, um herstjórn og skikkan samfélagsins með heraga?
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.8.2011 kl. 17:49
Komið þið sæl; að nýju !
Bergljót !
Haf þú; þína túlkun - fyrir þig. Ég skal; hafa mína, fyrir mig.
Svo sem ekkert; í fyrsta skipti, sem þú sendir mér, skeyti þín, ágæta frú.
Í hverju; skyldi mín tilgerð felast - umfram þína, og þinna líka, Bergljót ?
Með; eftir sem áður - þeim sömu kveðjum, sem fyrri / fremur þurrum þó, til Bergljótar Gunnarsdóttur /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 17:55
Þakka fyrir þurrar kveðjur Óskar Helgi Helgason, ekki veitir af eftir alla rigninguna.
Ég held, að ég sjálf og mínir líkar, séu yfirleitt tilgerðarlausir að eðlisfari.
Við tvö höfum bæði staðið okkur nokkuð vel í skeytasendingum, þinn ágæti herra.
Með kveðjum, hvorki þó þurrum né blautum, heldur nokkuð hlýjum.
Bergljót Gunnarsdóttir
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.8.2011 kl. 19:14
Komið þið sæl; sem fyrr !
Bergljót !
Móttekið !
Skal þá; kyrrt verða um hríð - okkar, í millum.
Með sömu kveðjum; sem fyrri - ögn mildari, til Bergljótar, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 19:27
Sæll Axel,
Ástandið sem skapast um helgar sem þessar, minnir helst á Inferno Dantes, fyrir utan að eldurinn hefur breyst í vatn. Það er með ólíkindum hvað fólk sækir í þetta í tugþúsundavís. Það hlýtur að vera orðið ansi lágt risið flestum þegar heim er komið, allir rennandi blautir og drulluskítugir.
Síðan eru allir þeir sem lenda meira og minna lemstraðir á sjúkrahúsum og ungu stúlkurnar sem oftast drekka sig augafullar, áður en þeim er nauðgað, þó ekki sé það algilt. Þessi viðurstyggilegu óminnislyf eru víst farin að spila stóran þátt í þeim glæpum.
Lágmenning af verstu sort, lögreglan ánægð og svo sem allt "tíðindalaust af vesrturvígstöðvunum".
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.8.2011 kl. 19:28
Óskar
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.8.2011 kl. 19:29
Já, þetta er mögnuð hefð, sem skapast hefur um þessa helgi, að nánast fjórðungur til þriðjungur þjóðarinnar skuli vera á faraldsfæti og nokkuð öruggur um úrhellisrigningu og rok.
Allt þykir svo hafa heppnast fullkomlega, svo fremi að enginn sé hreinlega drepinn. Allt annað þykir "tiltölulega róleg helgi".
Axel Jóhann Axelsson, 1.8.2011 kl. 20:00
Það viðurkenni ég; að ósekju; að Óskar þessi er með betri bloggurum; á mælikvarða kerskni. Haf þú þökk; Óskar. Þeir sem verða fyrir skeytum þínum, blautum eður þurrum, mega eiga það við sjálfa sig hversu þeir erfa við þig hnyttnina. En það veit ég að þeir sem láta fjúka í kviðlingum; og rita kjarnyrta íslensku; fyrir utan kolvitlausa greinamerkjasetningar; þeir eiga inni hjá mér kókó og jafnvel líkjör. Seinna þó.
Stebbi (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 20:08
Komið þið sæl; sem áður !
Stebbi !
Þakka þér fyrir; kersknisfulla lýsingu þína, á minni framsetningu - jú; jú, stundum hefi ég velt fyrir mér, hvort ekki væri réttast, að sleppa allri kommu- og semí kommu notkun, alfarið, en,......... ég þrjóskast við, enn um stund, að viðhalda þeim rithætti, sem ég nam, í Barna- og unglingaskóla Stokkseyrar forðum (1967 - 1971), ágæti drengur.
Líkjörinn; afþakka ég, þó vel sé meintur, af þinni hálfu, Stebbi minn - þar sem ég er jú; Stúkumaður, að upplagi öllu.
Með hinum beztu kveðjum; að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 20:18
þjóðhátíð í Eyjum liðin og fáeinar nauðganir,sjúkrahúsvist hjá einum og nokkurir barðir og allir undu vel við útkomuna..Íþróttabandalag Vestmanneyja tóku ómakið af Gestum svo þeir þurftu nú ekki að ganga óravegu niður í Bæ og seldu Bjórinn í Herjólfsdal í anda Íþróttana og ekki var spurt um aldur og andi Mammons sveif yfir Dalnum...
Vilhjálmur Stefánsson, 1.8.2011 kl. 21:02
Datt í hug smákveðja til þín Óskar Helgi Helgason,
ja, svona eftir að Stebbi bauð þér líkjörinn.
Kerknisfullur mun karlinn víst sá,
í kviðlingum oft lætur fjúka.
Vill semikommum um ritvöllinn strá.
Með sanni kann kjafti upp ljúka.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.8.2011 kl. 21:10
Og; sæl sem fyrri !
Bergljót !
Þakka þér fyrir; ágætan kveðlinginn.
Fremur; telst það fólki til tekna, að geta brugðið fyrir sig Skáldskaparmálum.
Lítt; hefi ég ræktað slíkt, síðan á árum mínum, hjá Kaupfélagi Árnesinga (1991 - 1995), svo sem.
Með; hinum sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 21:27
Ég tók eftir litlu hiki hjá lögreglumanninum, þegar hann sagði að ekki hefðu verið "kærðar" nauðganir a.m.k, síðastliðin 3 ár. Segir mér bara að hann veit betur. Það er ekki mælikvarði á nauðganir að konur kæri ekki. Því ef þær hafa talið það óraunhæft að kæra, eða verið vinsamlega bent á að þær hafi "sjálfar boðið upp á það" sic.... þá er auðvelt að komst hjá kærum. Þetta hik lögreglumannsins sagði mér meira en mörg orð.
Að allt hafi gengið vel bara svona nokkrar nauðganir og eiturlyfja notkun og slagsmál, til að allt lúkki nú vel er fyrir mér andstyggilegt. Sérlega vegna þess að ég man ekki betur en bæjarstjórinn í Eyjum hafi afþakkað aðstoð stígamótakvenna og þeirra sem vildu fylgjast með atburðarrásinni. Hvað er ein og ein nauðgun svona í ljósi þess að allt bara líti vel út, suss og uss og fussum fei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 21:56
Ásthildur..þetta hik og minnisleysi er þegar menn vilja ekki muna..
Vilhjálmur Stefánsson, 1.8.2011 kl. 22:45
Já það er einmitt það sem ég held.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 22:53
Það eru allavega engar fréttir héðan af Siglufirði, enda engar nauðganir, fíkniefna eða kynferðisbrot. Hér voru þó á milli 8 og 10.000 manns.
Ég vi annars ekki réttlæta ljót brot á útihátíðum, en þau eru ekki fleiri en í meðalári á meðan fólk er á víð og dreif í stað þess að vera í einum hnapp á éinum stað. Hugleiðið það nú elsurnar mínar áður en þið gangið lengra í móðursýkinni. "Góð helgi" í 101 elur af sér meira svínarí en nokkurn tíma finnst á útihátíðum. Þið látið það hljóma eins og að Íslendingar séu almennt óalandi og óferjandi óþjóðalýður á meðan 99% þeirra eru í raun vammlaust sóma fólk.
Ykkur finnst þó nær að fordæma skógin ef þið finnið laufblað fölnað eitt. Sumir eru óalandi og óferjandi á þann veginn líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.8.2011 kl. 23:14
Jón Steinar. Hvernig stendur á því að fólk sækir svona, í grenjandi rigningar útihátíðir? Mér er fyrirmunað að skilja það. Mikið hlýtur hinn venjulegi hversdagur þess að vera fábrotinn, ef þetta er meira spennandi. Það er engin móðursýki í þessu, í versta falli skilningsleysi. Að bera saman helgi í 101, við hvað? Það er alveg alveg auðsætt mál að þar sem margir koma saman verður meira um lögbrot og pústra. Hvers vegna þá að stefna fólki saman úti á landi, þar sem það getur andskotast upp á eitt gott helgarfyllerí í 101? Til hvers að taka glæpinn af þessu marghataða 101 Reykjavík ykkar landsbyggðarmanna? Örlar eitthvað á öfundsýki þarna, eða er þetta bara ein fjáröflunarleiðin? Við í 101 erum mótshöldurum víða um landg örugglega öll þakklát fyrir að losa okkur við helgarskrílinn sem kemur allstaðar af landinu og leyfa honum að andskotast hjá þeim.
Þið eruð rosalega heppin þarna á Siglufirði, hversu vammlausir allir virtust vera um helgina, eða var svona leiðinlegt hjá ykkur að allir glæponnarnir og fyllibytturnar sváfu bara svefni hinna réttlátu. Hvernig getur nokkur maður með heila brú í höfðinu fordæmt heilan skóg, eftir einu laufblaði og því fölnuðu?
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.8.2011 kl. 23:56
Ásthildur mín,ég tók eftir þessu viðtali við Karl Gauta sýslumann Ruv. (sá hann ekki á st. 2). Ég túlkaði það ekki þannig,kanski af því hann er af vinafólki mínu kominn,og mér því vel kunnugt að hann er grandvar maður. Mér fannst jú eins og hann vildi segja ehv. meira,en gæti nú bara spurt hann. Hann kallar sig Eyjapeyja hér á blogginu.
Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2011 kl. 01:21
Afsakið, Á Ruv. Held að enginn sé sýslumaðurnn á Ruv.
Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2011 kl. 01:25
Mér finnst það alltaf dálítið fyndið þegar verið er að býsnast yfir þessum svokölluðu eiturlyfjum, á sama tíma og það þykir bara sjálfsagt og eðlilegt við umræddar kringumstæður að svolgra í sig ótæpilegt magn af einu af skaðlegustu eiturlyfjunum, sem er áfengi. Það eru fá eiturlyf líklegri til að ræna fólk ráði og rænu en einmitt áfengi. Og öfugt við sum "eiturlyf", eins og t.d. kannabis, þá er áfengi einmitt í raun og sannleik eitrað og getur hreinlega drepið mann.
Hvað þessar nauðganir varðar, þá er áfengið örugglega stór áhrifaþáttur, og líklega ættu nauðganir á svona samkomum sér hreinlega ekki stað ef einmitt áfengið væri ekki svolgrað svo ótæpilega. Eins og sumir hafa verið að benda konum á, þá geta þær dregið verulega út hættunni á að vera nauðgað með því að fara varlega í drykkjuna og forðast sumar kringumstæður, vegna þess að sumir nauðga þó að búið sé að benda þeim á að það sé rangt; sérstaklega ef þeir eru auk þess búnir að taka úr sambandi á sér heilabúið með áfengisdrykkju. En, það má auðvitað ekki benda konum á þetta, því að þá er verið að færa ábyrgðina á nauðguninni á þær. Þetta er undarlegur heimur.
Theódór Gunnarsson, 2.8.2011 kl. 09:02
Helga það hefur reyndar komið í ljós að meintar nauðganirnar í Vestmannaeyjum voru ekki bara tvær heldur fimm. Sjálfsagt hefur lögreglan hafa pata af þessu þegar viðtalið var tekið. Það er ekki nóg að vera grandvar og góður maður, ef manni er uppálagt að segja ekki of mikið af yfirboðara. Og mundu hver er þarna yfirboðarinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2011 kl. 09:10
Þú ert nú ekki með fullum fimm Bergljót mín. Ég ætla ekki að taka nöldursyrpu við þig, enda tekur þú aldrei nokkrum sönsum. Gaman væri að fá eina svona vinstri tillögu frá þér um úrgætur. Banna útihátíðir og stóra mannfagnaði? Banna rigningar á útihátíðum? Ég veit ekki...en bíð spenntur eftir einhverri galinni hugmynd a' la yður.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2011 kl. 19:51
A la þér, sbr. þér, yður, yður, yðar.
Ef útihátíðir bjóða upp á atburði eins og grenjandi fyllerí, nauðganir og niðurbrot ungmenna finnst mér vel athugandi að banna þær, þ.e. ef mótshaldarar og umsjónarmenn sinna þeim ekki sem skyldi. Góð hugmynd hjá þér.
Vinstri eða hægri á bara ekki við hérna. Þú myndir kannski setja það meira fyrir þig að vinstri maður berði son þinn eða nauðgaði dóttur þinni, fremur en hægri. Ef hugmyndafræðin er eitthvað galin hérna, þá liggur sá galskapur þín megin Jón Steinar minn, enda koma allar þessar hugmyndir frá þér.
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.8.2011 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.