30.7.2011 | 10:24
Á flótta undan Jóhönnu og Steingrími J.
Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, lýsir því yfir í Mogganum í dag að hann sé flúinn land vegna skattabrjálæðisins á Íslandi og hefur numið land í Noregi, þar sem hann segir skattaumhverfið mun manneskjulegra en það sé orðið hér á landi eftir rúmlega tveggja ára setu Jóhönnu og Steingríms J. í ríkisstjórn.
Steingrímur J. hefur lýst því yfir að skattar muni enn verða hækkaðir á næsta ári og jafnvel verði einhverjir skattar hækkaðir strax á þessu ári, t.d. eldsneytisskattarnir þó að ríkisálögurnar á bensín og olíur séu nú þegar að sliga bifreiðaeigendur og þeir hafi orðið að draga verulega úr notkun bíla sinna.
Læknar og aðrir, sem hafa menntun sem auðveldar þeim að ráða sig til vinnu erlendis, hafa flúið land í stórum hópum undanfarin tvö ár, bæði vegna atvinnu- og launastefnu Jóhönnu og Steingríms J. og ekki síður vegna þeirra gengdarlausu skattahækkana sem á hafa dunið og hér er allt að drepa í dróma og ekki bæta úr skák endalausar hótanir ráðherra um áframhaldandi skattahækkanabrjálæði.
Þetta getur ekki endað með öðru en að ríkisstjórnin fari frá völdum eða þjóðin yfirgefi landið.
Flúði til Noregs undan skattinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel
Þetta með Steingrím og CO HEF ÉG FLOKKAÐ SEM HRYÐJUVERK GEGN ÞEGNUM LANDSINS OG EKKERT ANNAÐ EN VALDNÍÐSLA. TAKK FYRIR.
Jón Sveinsson, 30.7.2011 kl. 11:02
Djöflaeyjan Ìsland !!!
Steini (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 11:33
Ok sorry en halda menn að innheimtan nái ekki til Noregs? Hehe menn ganga nú ekki alveg á öllum ef þeir halda að þeir geti flúið hingað undan íslenska ríkinu eða öðrum kröfuhöfum á Íslandi.
Veit um fólk sem fluttist hingað til að gera það, drullaði svo á sig hérna með ofneyslu og lánum og flúði aftur til Íslands og er meður niður um sig á báðum stöðum.
Ath, ég er ekki einn þeirra sem flutti á krepputímum og hef verið úti í 6 ár rúm en maður sér Íslendinga koma hérna. Fólk sem lifði eins og kóngar á Íslandi, missti ALLT niður um sig því öll lán voru í botni þannig að fólk gat ekki misst úr vinnu vegna veikinda öðruvísi en að balancinn á heimilinu færi í FOKK.
Nú er þetta fólk loks komið í kerfið hérna, þ.e.a.s búið að skila einu framtali og það fer nákvæmlega sömu leið. Er með lán fyrir húsi og bíl, ég skil það enda fáir sem staðgreiða hús og bíl. En svo eru þau búinn að taka haug af lánum út á húsið til að gera það flottara og til að taka botnin úr þá tók þau lán fyrir öðrum bíl sem þau btw þurftu ekki og bát því samkvæmt þeim er maður ekki maður með mönnum nema maður eigi bát.
Allt í lagi, eigum bát en bátapláss í höfnum hérna eru full, án gríns og það eru baujur fyrir utan sem fólk er að fá og þarf að borga 5000NOK á mánuði fyrir og ekki bara þann tíma sem þú notar bátinn heldur ertu með þetta ár í senn þannig að 60000NOK eða 1,2m íslenskar c.a.
Sorry, ég er að horfa uppá Íslendinga koma hérna í hlössum og vilja halda sama lífsstandard og eigandi ekkert nema skuldir á Íslandi. Hvenær fer þetta fólk að hugsa, án gríns, er fólki gjörsamlega óhæft að sjá þvæluna í þessu öllu saman.
Það má vissulega kenna sjálfstæðismönnum, samfylkingunni og vinstri grænum um eitt og annað og ég er alls ekki fylgjandi núverandi ríkisstjórn enda hægri maður sjálfur en flokkarnir geta bara ekki farið inn á heimilinn og sýnt fólki að sumt gengur bara ekki upp.
Fólk verður bara að taka einhverja ábyrgð sjálft og enn sem komið er þá veit ég um eina fjölskyldu sem hefur gert það, það er nú allt og sumt og allir aðrir reyna að kenna öðrum um eigin ofneyslu.
Þetta á samt auðvitað ekki við um alla því ekki allir fóru á neyslufyllerí en það er bull að halda því fram að það hafi ekki verið haugur manns sem lifði um efnum fram og það er kominn tími til að fólk taki smá ábyrgð á eigin gjörðum líka þó vissulega eigi ríkisstjórnin að geta gert betra starf. Það er bara ekki hægt í öllum tilfellum að benda fingrum á ríkisstjórnina núverandi eða þáverandi.
Ég var með skuldir á Íslandi þegar ég fluttist út og ég er bara búinn að borga þær án þess að væla yfir því enda mína skuldir. Ég á jarðarskika á Íslandi og ég borga skatt af því enda mitta að gera og ég væli ekki yfir því.
Kannski er það bara ég en ég skil ekki að fólk geti ekki tekið ábyrgð á eigin gjörðum og sjái ekki hvað það eigi að borga þó því finnist það ósanngjarnt.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 30.7.2011 kl. 11:44
Alveg er ég sammála þér, Júlíus, um að fólk eigi sjálft að bera ábyrgð á eigin gerðum og það sé heldur ekki nein sérstök tilætlunarsemi að lán séu endurgreidd.
Vissulega eru dæmi um að fólk sé að flýja skuldir sínar, en langflestir fara til annarra landa til að leita sér vinnu vegna atvinnuástandsins hérna heima og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálunum og reyndar baráttu hennar gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu.
Við allt þetta er svo að bætast flótti undan skattabrjálæðinu sem sífellt verður alvarlegra vandamál.
Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2011 kl. 12:17
Ósvífni Benedikts ríður ekki við einteyming. Þegar hann lagði séreignasparnaðinn inn var hann undanskilinn tekjuskatti, en tekjurnar sem hann aflaði á þeim tíma voru vitaskuld skattlagðar og þá fékk hann auðvitað persónufrádrátt á þann skatt. Nú tekur hann út séreignasparnaðinn og ætlast til að fá persónufrádrátt á þær tekjur líka þegar skattur er reiknaður af þeim. Þetta þýðir á mannamáli að hann ætlast til að fá tvisvar persónufrádrátt á sömu tekjurnar!! Fyrr má nú vera!
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 20:25
Það er alveg með ólíkindum hvernig sumir geta hamrað á því aftur og aftur að fólk hafi bara verið á eihverju neyslu fyllerí og ekki getað tamið sér hófsamri eyðslu/neyslu. Mig langar bara að benda Júlíusi Valdimar Finnbogasyni á það, að það eru til kynslóðir á Íslandi, sem hafa lagt sig fram í allt og öllu, til að geta og viljað búa hér á þessu guðsvolaða landi. Þrátt fyrir viljan og getuna hefur þessi pólitík á Íslandi, ásamt verðtryggingu, hirt allt af þeim sem eru fæddir 1960-1975, því þessi kynslóð, horfði uppá verðbólguna éta upp allan þeirra sparnað við myntbreytinguna 1980-1981. Þá fylgdi eftir verðbólga uppá hvorki meira né minna en 150%, sem gerði fólk að öreygum á skömmum tíma. Verðtryggining sá til þess. Aftur 1991-1993 fór hér allt á annan endann, og aftur var þessi kynslóð svipt öllu sem hún var búin að leggja til í íbúðarkaupum og sparnaði og enn og aftur kom hrunið 2008 og gekk endanlega frá viljanum hjá flestum af þessari kynslóð til að hafa vilja til að búa lengur á Íslandi. Ég er einn af þeim. Það er ekkert he, he við þetta. Við erum búin að missa hátt í 15.000 manns héðan burt og sér ekki fyrir endann á því ennþá. Ef þetta fólk á sínu neyslufyllerí ákvað að fara héðan til að forðast skuldir, þá er það alrangt. Það er engin von eða framtíð hjá fólki sem hér vill búa að horfa uppá ríkisstjórn sem gerir ekkert annað en að styðja við fjármálaöflin með samþykktum á afturvirkum vöxtum sem dæmi sé tekið. Það getur enginn á Íslandi gert fjárhagsáætlun eða framtíðaráætlanir, vegna þess að þeim er rústað á einu augnabliki með verðtryggingu og vanhugsuðum framkvæmdum ráðamanna. Allt sem hér hefur skeð, var varað við af þjóðum sem lent hafa í svipuðum hremmingum. En allt kom fyrir ekki. Rráðamenn þessa lands, hlustuðu ekki og því er svo komið sem er í dag. Ég sé engin merki um að ungt fólk hér á landi hafi áhuga á því að byggja þessa eyju. Umhverfið er slíkt að menn spyrja "til hvers" á ég að eyða mínum árum í því að tryggja eftirlaunarétt og hlunnindi fyrir þetta fólk sem ekkert hefur gert til að verðskulda það. Sjálfur er ég komin á þann aldur að ég er búin að gefast upp á mínu ástkæra landi og er farin út. Kominn til Frakklands og er að læra málið, með sama í laun á viku og ég hafði heima á Íslandi fyrir einn mánuð. Allt í kortunum bendir á áframhaldandi stöðnun og áfram mun ungt fólk horfa uppá þá nöturlegu staðreynd, að á Íslandi er bara boðið uppá endalaust þrælahald þegar kemur að lánum til fasteignakaupa og ekkert sjáanlegt um að eignarmyndum geti átt sér stað næstu 40 árin. Þetta er ekki gæfulegt og meðan enginn gerir neitt í því að stoppa þennnaa djöful sem verðtryggingin er, verður Íslenska þjóðfélagið uppiskroppa með skattþegna til að halda lífsviðurværi fyrir allt þetta ríkitryggða "PAKK" Ég get ekki lýst þessu betur en svo, enda búin að eyða þrívegis öllu mínu í neyslufylleri í boði allra ríkisstjórna.
Með virðingu fyrir öllum.
Sigurður.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 20:44
Sæl Júlíus
Ég skulda engum neitt á Íslandi, hef alltaf greitt alla mína skatta og öll gjöld innan gjalddaga, og hvergi munt þú finna á mig ógreidda reikninga, ekki kennitölubreytingar á einu eða neinu. Engar kröfur eða málaferli. Haltu þig við staðreyndir í stað þess að búa til einhverja mynd af mér sem er ósönn og villandi. Bið þig að sýna mér mitt neyslufyllerí og aðrar misgjörðir sem virðast búa í góðviljuðum huga þínum.
Ég er ekki að fara utan til að forðast eitt eða neitt heldur vegna þess að mér mislíkar ósanngirni, heimska og bolabrögð stjórnvalda. Vinnuumhverfi mínu er rústað án þess að nokkur virðist hafa nokkuð við það að athuga. Mér er hegnt fyrir að reyna að vera búsettur hér - á Íslandi er ég því óvelkominn og fer því þangað sem mitt starf er virt að verðleikum og ég finn ekki fyrir öfund og illgirni sí og æ.
Sigurjón Benediktsson, 30.7.2011 kl. 22:13
Ætlun mín var aldrei að særa neinn og svaraði ég bara þessu bloggi því ég er orðinn langþreyttur á væli í fólki, fólki sem ég veit að fór á neyslufyllerí og þig Sigurjón bið ég afsökunar hafi ég sagt eitthvað sem var rangt um þig því það var ekki ætlunin.
Ég sagði samt enn fremur; Þetta á samt auðvitað ekki við um alla því ekki allir fóru á neyslufyllerí
Ástæða mín fyrir kommenti hérna var alls ekki að draga Sigurjón Benediktsson á eitthvað lægra plan heldur eingöngu það að ég er þreyttur á þessum endalausu blammeringum fólks á allt og alla og svo sér það ekki ofneysluna í sjálfu sér.
Til Sigurðar Hjaltested vil ég segja að vissulega er ástandið slæmt og stjórnvöld ekki að standa sig en ég segi samt enn og aftur af hverju hugsar almenningur ekki?(ekki allir en margir)
Ég meina fordæmin eru mörg eins og þú bendir á og ekki bara á Íslandi heldur allsstaðar í heiminum. Af hverju þarf fólk alltaf hreint að fá lánað í botn bara af því að bankinn býður uppá það? Af hverju er enginn "buffer" hjá fólki?
Ég meina fólk fær svo mikil lán að það þarf að treysta á að halda ákveðnum launum + yfirvinnu sem btw einungis Íslendingar reikna inn í launin sín til að borga af lánum. Sumir svo með aukavinnu til að borga fyrir alla þessu fínu hluti sem það nýtur aldrei því það er alltaf að vinna og með stanslausar áhyggjur að láta enda ná saman.
Af hverju þarf fólk nýja bíla þegar það á eldri bíl sem stenst öryggis kröfur og er í góður standi?
Af hverju verður fólk að láta börnin sín taka þátt í öllu ruglinu með því að kaupa á þau merkjavörur, þessa og hina símana og tölvurnar?
Af hverju spyr ég?
Þannig að ekki reyna að halda því fram að hér sé eingöngu við stjórnvöld að sakast því landin á sína sök, allavegana einhver hluti.
Ég er ekki að segja þetta til að vera með leiðindi og ég er einungis að benda á það sem mér finnst liggja í augum uppi en Íslendingar vilja ekki horfast í augu við.
Ég kommenta þetta því ég er langþreyttur á þessu og alltof margir Íslendingar sem eru að koma út til Noregs núna eru í raun að koma slæmu orði á okkur hin sem höfum búið hérna lengur.
Fyrir þá sem ekki vita þá er talað um nýflutta Íslendinga hérna sem "nye polakene" eða nýju Pólverjarnir. Hrikalega uppörvandi að heyra þetta finnst ykkur ekki?
Júlíus Valdimar Finnbogason, 30.7.2011 kl. 22:28
Jæja Axel.
Þú verður að fyrirgefa mér að vera að nota þína síðu til að kommentara hér á aðrar færslur. En það er nú svo hjá okkur í bloggheimum, þá förum við víða, sem betur fer, og lesum og sjáum hvað annað fólk hefur til hlutanna að legga. Ástandið hér heima á Íslandi eftir hrun er slíkt, að engvan grunaði það að ríkistjórn Íslands,(HELFERÐARSTJÓRNIN) myndi taka upp hanskan fyrir fjármálaeigendur og af þvílíkum ofsa að hér stendur varla steinn yfir steini. Heimilin eru í rúst, og flest orðin að eigum banka, sem n.t.b við höfum ekki hugmynd um hver á. Allt er hér rekið á sama hátt og var fyrir hrunið, að því undanskyldu, að bankar lána ekki fé til almennings eða fyrirtækja, heldur innheimta alllt sem þeir geta, á þann versta máta sem hægt er, þ.e.a.s með lögfræðingum, sem allta þrífast best í óvelsæld almennings. Sorglegt er að sjá það sem JVF bendir á , að haft sé í flimtingum meðal fólsks, að Íslendingar séu þessir "Nye Polakene" Þá langar mig að spyrja einfaldrar spurninga til JVF.. ??? Þar sem þú telur þig vera yfir aðra hafin með þinni búsetu erlendis, og skiptir ekki máli hversu mörg ár, hefur þú þá rétt á því að fordæma þá Íslendinga sem eru að leita sér að betra lífsviðurvælris erlendis og skiptir þá ekki máli hvar....????? Mér leikur spurn á því að vita af hverju þú ert þar sem þú ert...???
Takk fyrir mig.
Sigurður
Með virðingu fyrir öllum.
Sigurður
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:52
Sigurjón, mér skilst að þú sért ósáttur við að njóta ekki persónuafláttar af greiðslum úr séreignarlífeyrissjóði á Íslandi en hafir að öðru leiti tekjur þínar í Noregi og þær tekjur skattlagðar þar. Því spyr ég:Færðu persónuafslátt af skattgreiðslum í Noregi?
Landfari, 30.7.2011 kl. 23:55
Ef ég skil þetta rétt, hefur Sigurjóni ekki verið reiknaður persónuafsláttur vegna búsetu hans í Noregi. Þrátt fyrir að hann sé að fá þennan séreignarsparnað héðan, af vinnu hans hérlendis. Þannig eru reglurnar, ef þú ert ekki búsettur hér, ertu ekki með persónuafslátt hér.
Reyndar lenti ég í þessu sama, var í Svíþjóð í fyrrasumar og var felldur niður persónuafsláttur hjá mér. Er þó að vinna í því að fá það leiðrétt. Ég er nákvæmlega á hinum endanum tekjulega séð, miðað við Sigurjón, þannig að svona niðurfelling kemur enn verr við mig, þó um lægri fjárhæðir sé að ræða.
Það má deila um hvort þetta sé réttlátt, en svona eru reglurnar.
Eitt er þó rétt að nefna enn. Ef Sigurjón hefði verið að vinna hér á landi allt árið í fyrra hefði hann að sjálfsögðu fullnýtt persónuafsláttinn og ekki fengið krónu í persónuafslátt vegna séreignarsparnaðarins sem hann tók út. Síðast þegar ég vissi voru meðaltekjur tannlækna nefnilega yfir skattleysismörkum.
Þannig að ég skil ekki hvað Sigurjón er að fara fram á. Það hefði ekki breytt skattlagningu hans að neinu leyti þó hann hefði verið búsettur hér á landi, hvað þessar lífeyristekjur varðar. Vill hann fá hærri persónuafslátt en aðrir skattborgarar, einhvern sérsamning hjá skattinum?
Theódór Norðkvist, 31.7.2011 kl. 00:41
Júlíus Valdimar, sammála þér í alla staði, en vinstri stjórnin sem við höfum er að fara með allt til helvítis, þess vegna hvet ég alla til að leita að vinnu á norðurlöndunum.
Óskar Ingi Gíslason, 31.7.2011 kl. 04:17
Theódór: þú getur ekki nýtt prsónuafslátt í tveimur löndum samtímis sem eru með tvísköttunarsmning.
Óskar Ingi Gíslason, 31.7.2011 kl. 04:20
Sigurður Kristján Hjaltested: ofneysla þjóðarinnar á stórann þátt í því bulli sem við erum í núna, það er staðreynd!!!
Óskar Ingi Gíslason, 31.7.2011 kl. 04:25
Varðandi persónuafslátt í Noregi. Ef kennitalan er ekki Norsk þá er tekin 50% skattur en 36% ef kennitalan er Norsk, svona í grófum dráttum.
Eins og ég skil Sigurjón þá er hann að benda á að skatturinn á Íslandi túlki tvísköttunar samninginn á þann veg að hann (Sigurjón) eigi hvorki að njóta persónuafsláttar í Noregi né Íslandi þó svo að hann hafi valið að vera búsettur á Íslandi og gera upp sína skatta af íslenskum tekjum þar.
Ég starfa í Noregi til að senda peninga heim til minna skulda og valdi að hafa Norska kennitölu ekki vegna ríkissjóðs Íslands heldur er það hagstæðara fyrir mig.
JVF í ef þú þekkir ástandið svona vel á Íslandi af afspurn (mér skilst að þú hafir verið svo grandvar að flýja land í góðærinu) og þitt venslafólk er meir og minna í þeim málum sem þú lýsir þá ættirðu í það minnsta að íhuga möguleikann á því að halda kjafti, svona bæði þín og þeirra vegna.
Að öðru leiti hefur Sigurður Kristján Hjaltesed sagt allt það sem ég vildi sagt hafa í athugasemd nr. 6.
Magnús Sigurðsson, 31.7.2011 kl. 11:49
Eg get ekki skilid ad Sigurjon se ad flyja skattaumhverfid å Islandi. Er tad bara ekki svo ad hann er ad flyja atvinnuleysid, tvi med einlægum okurvilja hafa tannlæknar å Islandi målad sig ut i horn med okri og hroka. Opna 5000kr. loka 5000kr. En ef Sigurjon getur kuplad sig i norska girinn taå eru honum allir vegir færir her i Norge. Eg var ad vinna her i husi i Oslo tar sem eigandinn lagdi allt rafmagn sjålfur og eg spurdi hann hvort hann hefdi mikid ad gera i rafløgnum, svaradi hann , Ha eg er tannlæknir
einar olafsson (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 11:58
Já, ástandið á íslandi er ekki gott, vægast sagt. En það er alveg furðulegt að sjá, stundum margar bloggfærslur á dag, frá sjálfskipuðum skríbentum til hægri, hvernig þeir kenna þessari vinstri stjórn um ástandið eins og það er. Ég er langt því frá að vera hlynntur þessari ríkisstjórn (vegna veru Samfylkingarinnar í henni), en mér er fyrirmunað að "gleyma" öllu sem gerðist fyrir 2007. Þeir sem halda því fram að "ástandið" sé eins og það er VEGNA ríkisstjórnarinnar eru annað hvort í algjörri afneitun, og/eða veruleikafirtir. Og að menn skuli hreinlega "óska" sér að fá aftur til valda, arkitektana af hruninu með öllu sem því fylgdi, eiga bágt. En ég tek það skýrt fram að þessi ríkisstjórn hefur ekki tekist að gera neitt gott úr þessu. Það sannar ferkar það hvað haugshúsið var orðið yfirfullt svo flórinn verður ekki mokaður fyrr en búið er að tæma haughúsið.
Eina sem gæti komið okkur til gagns hérna á íslandi er utanþingsstjórn. Valinn maður í hverju rúmi. Fólk sem verður valið af þjóðinni til að koma okkur til bjargar. Sjálfur er ég með tillögur um ráðherra í þessari utanþingsstjórn eins og: Ragna Árnsdóttir (dómsmálaráðherra), Margrét Pála Ólafsdóttir (menntamálaráðherra að sjálfsögðu), Lilja Mósesdóttir (viðskiptaráðherra), Þórólfur Árnason, Ómar Ragnarsson, Ólafur Stefánsson (handboltakappa) og fl. og fl.
Við þurfum bara að finna réttsýnt og fyrst og síðast GOTT fólk í þetta verkefni. Takk fyrir.
Dexter Morgan, 31.7.2011 kl. 14:17
Sigurður Hjaltested; Ég tel mig alls ekki yfir aðra hafinn, síður en svo og ég er bara persóna sem neitaði að taka þátt í góðærinu og aðal ástæða þess að ég fór út var sú að fólk kom til mín(vinir og fjölksylda) státuðu sér af nýja jeppanum og fellihýsinu og sagði mér að gera slíkt hið sama og sagði "bankinn reddar þessu".
Vonandi afsakar þú "heimsku" mína að hafa neitað þessu og flutt erlendis. Mig hefur alltaf langað að prófa að búa erlendis eftir að ég átti 6 mánaða dvöl í Austurríki fyrir rétt um áratug síðan sem og þetta hefur alltaf blundað í mér.
Þannig að þetta var ágætt tækifæri fyrir mig og mína frú að prófa eitthvað nýtt. Já og við vörum talin klikkuð því það var allt svo frábært á Islandi. Vissulega var gott að búa þar þegar lánin flæddu útum dyr bankana en það eru lán og mikið af þeim voru neyslulán því miður.
Magnús Sigurðsson; Takk fyrir að segja mér að halda kjafti og liggja á minni skoðun, minni upplifun og því sem ég veit. Gott að sjá fullorðinn mann haga sér eins og krakka af því að hlutirnir fóru ekki eins og var ætlað hjá viðkomandi(reikna með því þar sem þú vinnur í Noregi).
Ég þekki alls ekki ástandið hjá öllum, sagði það aldrei en hinsvegar þekki ég fólk sem eyddi efnum fram en þvertekur fyrir það í dag og það er staðreynd en ekki einhverjar fjárans sögusagnir. Ég veit líka um fólk sem þekkir fólk sem hefur hagað sér svona og eytt efnum fram.
Ég hef engan nafngreint, sagði ekkert um að þetta væri mín fjöslkylda eða vinir eða kunningjar, það verður fólk bara að geta sér til um.
Af hverju fer fólk í svona hrikalega vörn þegar maður bendir á hið augljósa hjá mörgum, ekki öllum. Það skil ég ekki. Af hverju viðurkennir fólk ekki bara að það gerði mistök.
Ég skal vera fyrstur; Ég lfiði eins og fífl fram til 26 ára aldur og kynntist yndislegri konu sem hefur leiðbeint mér í gegnum þetta og ég er búinn að vinna í því s.l. ár að greiða niður suck líferni mitt áður.
Þetta er eitthvað í fortíðinni minni og ég þurfti að súpa seiðið af því og ég ætla ekki að kenna einhverjum öðrum um þá ofneyslu mína á þeim tíma enda er það hræsni að mínu mati.
Ótrúlegt að mann sé bara sagt að halda kjafti fyrir það eytt að hafa neitað að taka þátt í góðærinu og flutt burt af landinu. Heppni segir fólk og so be it ég var heppinn en í öllum bænum ekki vera með biturð í minn garð fyrir að hafa flutt og ekki tekið þátt.
Mér er líka frjálst að ræða þessi mál eins og hver annar og ég þarf ekki að vera sammála öllum í einu og öllu.
Mig langar að benda þér á með skattinn Magnús að hann er ekki bara 36% en eins og þú segir svona í grófum dráttum en ég vil bæta við þetta.
Vil benda á að við hjónin borgum auðvitað skatt hérna, ég borga 31,5% og konan 36% en við fengum líka helling endurgreitt því við erum að borga meira en við þurfum. Raunskattur okkar var 23-24% á síðasta skattaári.
Ekki spyrja mig um útreikninga, konan er autorisert regskapsfører og hún er með öll þessi mál á hreinu. Allavegana er ekki föst skattaprósenta hérna í Noregi síðast þegar ég vissi og þetta er jú kommunu tengt o.sfrv. Hef þetta ekki alveg á hreinu samt.
Vonandi getið þið Magnús og Sigurður rætt málin á aðeins rólegri nótum í framtíðinni því þó þið séuð að æsa ykkur þá gerir það ekki ykkar skoðun réttari. Við upplifum þetta ólíkt en það á samt að vera hægt að ræða málin þó við séum ekki sammála.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 31.7.2011 kl. 17:48
Theódór: þú getur ekki nýtt prsónuafslátt í tveimur löndum samtímis sem eru með tvísköttunarsmning.
Óskar Ingi Gíslason, 31.7.2011 kl. 04:20
Veit eg það vel, enda var ég hvergi að fullyrða það. Mér fannst mér vera of augljóst til að ég þyrfti að taka það fram. Ég var að benda á einfalda lykilstaðreynd, sem virðist þó gleymast í þessari umræðu:
Tekjur tannlæknisins eru eflaust það háar að hann hefði verið búinn að nýta sinn skattaafslátt löngu áður en kæmi að skattlagningu séreignarsparnaðarins. Skiptir engu máli í hvoru landinu hann hefði notið persónuafsláttar.
Theódór Norðkvist, 31.7.2011 kl. 18:41
Júlíus elsku kallinn, ekki ætla ég að biðja þig afsökunar á að hafa sagt þér að halda kjafti, því það gerði ég ekki. En það er alveg sjálfsagt að biðjast afsökunar á því að benda þér á að "íhuga möguleikann á því að halda kjafti". Auðvita þekkir þú þitt fólk og veist betur en ég hvaða umtal þú getur boðið því, en skilin voru loðin hjá þér og auðvelt að skilja á þér að þú sért almennt að tala til landa þinna.
Auðvita bera allir ábyrgð á sjálfum sér og það á við þig jafnt sem aðra og jafnvel mig því mótmælir engin. Það fer samt alltaf vel á því að tala varlega um aðstæður annarra og sleppa því að dæma þeirra lífsreynslu, ef þú vilt vera laus við ráðleggingar eins og þær sem ég beindi til þín.
Ég sé ekki betur en við séum að tala um sama skattinn ég þann sem gildir í grófum dráttum, en þú eftir að árið hefur verið gert upp með sínum afsláttum. Ef svo er ekki er ekkert að marka það ritmál sem Skatteetaten lét mig fá sem heitir Information for foreign employees.
Það sama á við Ísland þegar árið er gert upp, þá kemur upp annað en akkúrat staðgreiðslu prósenta segir til um að teknu tilliti til vaxtabóta, barnabóta, millifærilegs persónuafláttar osfv.. Það er þetta sem mér skilst á Sigurjóni að hann hafi misst af í báðum löndum auk persónuafláttarins á Íslandi í heild sinni vegna túlkunar ríkisskattstjóra á tvísköttunarsamningnum. Þess vegna hafi hann ákveðið að verða sér úti um Norska kennitölu. Það sama gerði ég eftir að hafa kynnt mér málið.
Lifðu heill Júlíus minn það er engin með æsing og ég skal sleppa því að vera með skæting.
Magnús Sigurðsson, 31.7.2011 kl. 19:52
Já ok. Skil það svo Magnús að þú sért með lögheimili á Íslandi miðað við að þetta sé foreign employees. Ég var að ræða um það sem er fyrir okkur sem erum með lögheimili hérna og þekki ekki þennan skatt sem fólk fær sé það með lögheimili annarsstaðar.
Ég er ekki að tala um alla og tók það oft fram og ég er heldur ekki bara að tala um fólk sem ég þekki til heldur um fólk sem margt af fólki sem ég þekki til þekkir til. :o) Svolítil langloka en ég held þú skiljir mig.
En ég held bara að þú vitir það jafnvel og ég að það er fullt af fólki sem eyddi langt um efni fram en vill ekki gangast í ábyrgð fyrir því. Því er nú verr og miður :o(
Ég er bara að benda á þetta, ekkert annað og ætlaði ekki að vera með einhver leiðindi í garð fólks sem hélt sig á jörðinni en lenti samt í algjöru rugli og það voru líka margir því miður. Fullt af fólki sem breytti kannski bara húsnæðisláni því erlend mynt var náttúrulega kolvitlaust kynnt. Að kaupa eign á Íslandi í erlendri mynt er í raun eins og að gambla með hlutabréf því íslensk króna er svakalega lítill gjaldmiðill.
Það er súrt hvernig allt fór og ég vona að allir læri af þessu. Ekki bara þeir sem fóru illa útúr þessu heldur líka fólk sem tók ekki lán o.sfrv.
Vona að ég geri nú engan pirraðan með þessum skrifum enda er það ekki ætlunin.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 31.7.2011 kl. 20:30
Sigurjón, af hverju tekur þú ekki af allan vafa um hvort þú hafir notið persónuafsláttar í Noregi svo menn geti hætt þeim spekúlasjónum hér, fram og til baka. Eins eru einhverjar reglur um hvað þú þarft að vera mikið á landinu til að njóta þeirra hluninda sem fylgja því að vera Íslendingur. Ef ég man rétt þá geta t.d. eldri borgarar ekki bara búið úti á Spáni og þegið ellilífeyrinn héðan og notið ókeypis læknisþjónustu þegar þeir koma í "heimsókn"
Þessir tvísköttunarsamnigar virka þannig að mér skilst að tekjur eru skattlagðar í því ríki sem þær myndast. Séu skattar þar lægri en í heimalandinu er það hverju ríki í sjálfsvald sett hvort það sattlegur mismuninn. Það hefur ekki verið gert hér en hin norðurlöndin skatleggja samkvæmt sínum reglum en draga frá það sem greitt hefur verið í upprunalandinu.
Fjfármagnstekjur sem t.d. danskur ríkisborgari hefur hér álandi og greidi af 10% og núna 20% eru aftur skattlagðar í Danmörku því skatturinn er hærri þar. Hinsvegar þarf ekki að greiða aftur það sem búið var að greiða hér. Þegar ég spurðist fyrir um þetta fyrir nokkurm árum hjá skattinum hér var mér tjáð að ef tekjur væru skattlagðar í upprunalandinu væru þær ekki skattlagðar hér, óháð því hve mikið hefði verið greitt í upprunalandinu. Það er rétt að taka fram að þetta var fyrir tíma Steingríms í fjármálaráðuneytinu og þetta kannað hafa breyst.
Landfari, 1.8.2011 kl. 09:48
Júlíus! Ef þú ert svona langþreittur eins og þú tuðar á, því færðu þér þá ekki frí á blogginu og hættir að kvelja sjálfan þig svona óskaplega, eða ferð til sálfræðings. Fólk fer sínu fram þótt þú sért að tuða, hafðu það á hreinu!þú breytir því ekki með því að draga út einhvern ákveðinn mann sem þú sást einhversstaðar!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 1.8.2011 kl. 15:33
Mikið ertu kurteis maður Eyjólfur. Segir fólki að leita til sálfræðings í tíma og ótíma eins og þú sért yfir mig eða aðra hafin. Hafðu það sjálfur á hreinu að það er nákvæmlega sama hvað þú segir að staðreyndin er sú að fullt á fólki eyddi efnum fram í góðærinu og það er staðreynd en ekki einhverjar lygar eða sögusaginr. Ekki telja þig yfir mig hafinn með skíta kommenti Eyjólfur, mjög lágkúrulegt af þér en kannski ertu bara þannig persóna, ég veit það ekki.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 1.8.2011 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.