Nær að berjast gegn verðbólgu og vaxtaokri

Hagsmunasamtök heimilanna hafa enn á ný blásið til sóknar gegn verðtryggingunni, en virðist láta vaxtaokrið sem viðgengist hefur í þjóðfélaginu í áratugi sig litlu skipta.

Nær væri að beina kröftunum að baráttunni gegn verðbólgunni, sem er auðvitað ber alla sök á hækkun vísitalna, því ef verðbólga er lítil sem engin er verðtryggingin sem slík ekkert vandamál.

Vextir hafa hins vegar alltaf verið í hæstu hæðum hér á landi og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Í flestum löndum þykja 1-2% raunvextir vera ásættanlegir vextir fyrir lánveitendur og ættu vextir af verðtryggðum lánum ekki að vera hærri en það.

Þó verðtrygging verði afnumin í núverandi mynd, þarf enginn að láta sér detta í hug að lán yrðu veitt framvegis með neikvæðri ávöxtun, þannig að vaxtastigið yrði alltaf nokkrum prósentum hærra en verðbólgan hverju sinni, alveg eins og verið hefur með óverðtryggð lán hingað til.

Ef ásættanleg lánakjör eiga að fást hér á landi, verður áherslan framvegis að vera á fastatökum efnahagsmálanna, lágri verðbólgu og eðlilegum vöxtum.


mbl.is Vilja afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hvet þig til að skoða það sem biritst þegar smellt er á happinn ,,framtíðarsýn" á undirskriftasöfnuninni sem er hluti af ,,sókninni gegn verðtrygginugnni":

,,Hagsmunasamtök heimilanna leggja til að íslensku húsnæðislánakerfi verði breytt verulega og varanlega. Hið nýja fyrirkomulag nái einnig til núverandi húsnæðislána þannig að fólki verði gert kleift án tilkostnaðar að breyta yfir í nýtt lán.

Ekki er gert ráð fyrir að haldið verði áfram að bjóða önnur form húsnæðislána, enda er það meðal annars markmiðið með hinu nýja kerfi að lán og lánskjör í íslenskum krónum verði fyllilega samkeppnishæf við okkar samanburðar- og samkeppnislönd.

Tillagan krefst víðtækrar samvinnu stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, fulltrúa neytenda, samtaka atvinnulífs og launþega um kerfisbreytingu og innleiðingu.

1. Verðtryggð húsnæðislán: Hætt verði að veita verðtryggð lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa.

2. Óverðtryggð húsnæðislán: Sett verði 5 - 6% þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána. Vextir ákvarðist í samningi milli lánveitanda og lántaka, samið verði til 3 til 5 ára í senn, þó mánaðarleg greiðslubyrði lánanna miði við lán til lengri tíma. Vextir geti verið breytilegir samkvæmt nánari ákvæðum samningsins; fljótandi í samræmi við fyrirfram ákveðið viðmið eða fastir. Hámarksvextir verði 6%."

http://www.heimilin.is/varnarthing/framtidarsyn

Þórður Björn Sigurðsson, 7.7.2011 kl. 17:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þórður Björn, draumórar leysa ekki vandamálin og allra síst langtímavandamál.

Engin lánastofnun mun lána, hvorki til skamms eða langs tíma, með neikvæðum vöxtum og því er svona vaxtaþak bara draumórar og verða aldrei annað.

Axel Jóhann Axelsson, 7.7.2011 kl. 18:34

3 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann / Þórður Björn, sem aðrir gestir, Axels !

Axel Jóhann !

Lánastofnanir; eru öngvir Guðlegir íverustaðir, sem ekki megi hrófla við. Það er einmitt; fyrir tilverknað stjórnmála ræksnanna, að þínum FLOKKS félögum meðtöldum, að komið er - sem fara vildi, í samfélaginu, Axel Jóhann.

Verði svælt; út úr Banka kerfinu, af myndugleik nokkrum, gætu fyrirætlanir Þórðar Björns, míns ágæta félaga - sem og annarra þróttmikilla, vel orðið að raunhæfum veruleika, ágæti drengur.

Ekki; ekki, soga þig alvega fastan, við rotið og dautt þjóðfélags mynstur, Axel minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 21:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er bankakerfið allt of stórt og er það ein skýringin á okurvöxtunum, því kostnaðinum við þetta allt of stóra kerfi er velt út í vextina.

Að ætal sér að lögfesta eitthvert vaxtahámark er jafn arfavitlaust og að banna hærri árlega verðbólgu en 2,5%, sem er svokallað "verðbólgumarkmið" seðlabankans. Jafnvel þó lögbundið hámark yrði 4%, sjá allir að slíkt er bara tóm della.

Sama þvælan og að ætla að lögbinda fasta vexti til 25-40 ára.

Axel Jóhann Axelsson, 7.7.2011 kl. 23:58

5 identicon

Sælir; að nýju !

Axel Jóhann !

Misminni mig ekki; hafði ég heyrt - eða séð, á einhverjum vef / blaði eða í sjónvarpi, að í síðustu dýfu Japana, hafi þeir lengt lánstíma; hinna ýmsu lána, úr 20/25 - 40 árum, upp í ein 100 ár, án nokkurrs kjökurs - sem Íslendingum er svo einkar lagið, eigi að taka á hlutunum.

Og; er þó engin Helvízk verðtrygging þar í gangi, eystra.

Allt; er þetta spurning, um manndóm og kjark - ekki; Evrópska 1/2 velgju, Axel minn, sem Ameríku þjóðinni Íslendingum, er svo tamt, að herma eftir, því miður.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 00:25

6 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Við íslendingar höfum hlustað á ýmis rök með verðtryggingu í gegn um síðustu áratugi en samt leggur hún þúsundir fjölskyldna á hliðina með reglulegu millibili og ekki kenna bara verðbólgu um þann mismun sem myndast á íbúðarverði og lána það er bara rugl að vera með þannig málatilbúning. Verðtrygging verður að víkja svo hægt sé að fara að reka þetta land þannig að fólk viti hvað það á að greiða mánaðarlega af sínu húsnæði en ekki að greiðslubyrgði sé 80.000 þegar þú kaupir og síðan 160.000 tíu árum síðar og húsnæðið kannski lækkað um 20%. Ég er alveg hættur að hlusta á fólk sem mælir með verðtryggingu og skrifa því sáttur undir undirskriftasöfum Hagsmunasamtaka heimilanna.

Tryggvi Þórarinsson, 8.7.2011 kl. 08:02

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta er mál með margar hliðar, viljum við eiga á hættu stórskert eftirlaun til að þurfa ekki að greiða verðbætur af lánunum okkar?, viljum við fá full eftirlaun tryggð gegn því að sjá aldrei til sólar fjárhagslega á meðan við erum í vinnu vegna þess að verðtryggingin á láununum er svo erfið? Þarna stangast á tvö sjónarmið. Ég er á því að verðtrygging sé verðbólguhvetjandi, þeir hefðu sennilega ekki gamblað með krónuna fjármagnseigendur fyrir hrun hefðu þeir mátt vita að sjóðurinn yrði að leik loknum mun verðminni.  Að mínu mati er um tvennt að ræða, annars vegar að setja aftur á verðtryggingu launa, hins vegar að fella verðtryggingu alveg niður.  Það er engan veginn réttlætanlegt að sá aðili sem stjórnar gengi krónunnar (bankar og lífeyrissjóðir) hagnist á því að koma henni í ruslflokk.  Að vísu er til þriðji möguleikinn eða að taka upp annan gjaldmiðil, en það hefur líka í för með sér verulegar áhættur, eins og verður skiptigengi á forsendum eignamanna eða skuldara? Ég setti nafn mitt á lista Hagsmunasamtaka heimilanna vegna þess að ég trúi því að óbreytt ástand gangi ekki lengur, það verði eitthvað að taka til bragðs, því fyrr því betra.

Kjartan Sigurgeirsson, 8.7.2011 kl. 08:43

8 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Kjartan það eru margar hliðar á málinu en ég hugsa stundum til þjóðverja þar sem ekki er verðtrygging en þeir hafa ávallt náð að ávaxta lífeyri sinna þegna og erum við þá að tala um 3 til 4% raunávöxtun sem er alveg nóg, allir fá sitt til baka en það er bara ekki þannig hjá okkur þótt við séum með verðtryggingu. Lífeyrisgreiðslur lækka ef þarf og síðan var séreignasjóður landsmanna afskrifaður um 20 til 30%. 

Tryggvi Þórarinsson, 8.7.2011 kl. 09:27

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Rétt Tryggvi, það þarf líka að gera eitthvað í málum lífeyrissjóða, það er engan veginn í lagi að þeir sem ekkert eiga í sjóðunum fái að eyða þeim eftirlitslaust, en það virðist ekkert duga að fjargviðrast um það, þar fæst engu breytt.

Kjartan Sigurgeirsson, 8.7.2011 kl. 10:01

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, það er alger della að halda því fram að verðtryggingin sem slík setji fólk á hausinn með reglulegu millibili, því áratugina fyrir hrun hækkaði kaup meira en nam hækkun vísitölu neysluverðs, þannig að greiðslubyrði verðtryggðra lána léttist, en þyngdist ekki eins og ýmsir áróðursmeistarar halda stöðugt fram.

Hins vegar setti hrunið allt úr skorðum, en það var ekki verðtryggingunni að kenna, heldur gambli og þjófnaði banka- og útrásargengja á þjóðarauðnum, sem síðan bitnaði á almenningi og skuldurum með gengisfalli og verðhækkunum og þar af leiðandi gífurlegri hækkun vísitölunnar. Það er að sjálfsögðu verkefni næstu ára að ná kaupmættinum aftur upp á fyrra stig og létta þannig greiðslubyrðina aftur, en því miður munu ekki allir ráða við skuldir sínar fram að því að það takmark náist.

Hitt er svo annað mál, að eigi einhvern tíma að hætta með verðtryggingu lána, þá ætti rétti tíminn einmitt að vera núna á meðan verðbólga er lítil. Það gæti orðið til þess að efla baáttuna gegn verðbólgunni, því skuldarar myndu ganga af göflunum ef vextir af skuldum þeirra af óverðtryggðu lánunum færu í 20-25%, eins og gerðist hér á árum áður.

Eðlilegast væri að gefa fólki val um hvort það vildi taka löngu lánin verðtryggð eða óverðtryggð. Verðtryggðu lánin ættu auðvitað aðeins að vera með 2% vöxtum að hámarki, en hin yrðu þá væntanlega með breytilegum vöxtum, sem auðvitað yrðu háðir verðbólgustiginu hverju sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 8.7.2011 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband