Atgerfisflótti í boði ríkisstórnarinnar

Mikill atgerfisflótti á sér stað um þessar mundir frá landinu og flýja t.d. iðanaðarmenn sem misst hafa vinnu sína til norðurlandanna og þá sérstaklega til Noregs, þar sem uppgangur er mikill um þessar mundir.

Það sem hins vegar er verst af öllu er, að heilbrigðisstarfsmenn flykkjast nú úr landi og ráða sig til starfa viða um lönd, þó líklega sé mest um þann menntaútflutning til nágrannalanda. Þessi flótti stafar ekki af atvinnuleysi heilbrigðisstarfsmanna hér á landi, heldur vegna launastefnu ríkisstjórnarinnar, sem einkennist af þeirri ótrúlegu skammsýni að enginn í landinu megi hafa hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Nú er svo komið að þriðji hver íslenskur læknir starfar erlendis og hjúkrunarfólk farið að streyma úr landi vegna aukins vinnuálags á sjúkrahúsunum og launastefnu ríkisstjórnarinnar. Margir sérfræðilæknar, sem ennþá eiga að heita að vera með starfsemi hérlendis, vinna orðið að hluta til erlendis, allt að því aðra hverja viku. Samgöngur milli landa eru orðnar svo fíðar, að þrátt fyrir kostnað af ferðunum, kjósa læknar slíkt vinnufyrirkomulag vegna aðstöðunnar og launanna sem þeim er boðið uppá af ríkisstjórn Jóhönnu, launaviðmiðs.

Á meðan ekki er hægt að halda núverandi heilbrigðiskerfi og sjúkrahúsum gangandi er a.m.k. alger della að ætla sér að hefja byggingu nýs Landsspítala.


mbl.is Flykkjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hroðalegt Axel og er í raun ein af mörgum birtingarmynd atgerfisflóttans. Ég held raunar að það stórlega ýkt að það sé verið að reisa eitthvað ofboðslegt hátæknisjúkrahús, verðmiðinn á þessu er lár rétt yfir 20 miljörðum íslenskra það er svipuð upphæð eins og ríkið lagði í Sjóvá Almennar fyrir 2 árum í stað þess að láta það fara yfirum og það mætti nefna Sparisjóðakerfið, Íbúðarlánasjóð, Raunar er þetta minna en 10% af þeim kostnaði sem varð af gjaldþroti Seðlabankans upp á 390 miljarða. Mér hefur skilist að það er verið að samþætta starfsemina enda er verið að keyra bráðveikt fólk fram og tilbaka í sjúkrabílum auk þess nýtist mannafli illa og kosnaður verður meiri en hvort það sé skynsamlegt að leggjast í þetta núna er annað mál enda framkvæmd sem ekki við höfum efni á.

Forsenda þess að hægt er að greiða laun úr nær gjaldþrota ríkissjóði er að þjóðarframleiðslan aukist og augljóslega er því miður ekkert að gerast í íslensku atvinnulífi. Þar er engin fjárfesting, við erum læst inn í haftakrónuhagkerfinu. Það er búið að skrúfa niður vexti en það ríkir ekkert traust það er engin uppbygging í gangi. Það er að hluta þessari ráðlausu ríkisstjórn að kenna. Það er veruleikafyrring menn eru að birta tölur um útflutning í íslenskum krónum það er veriðð tala um atvinnuleysi í prósentum en ekki í fjölda í vinnu sem gefur í raun meiri og betri hugmynd um þetta. Augljóslega er pressan á að ríkissjóður verði rekinn hallalaus og það að hækka laun lækna og annara ríkisstarfsmanna þýðir augljóslega aukna skattheimtu eða ennþá dramatískari niðurskurð á öðrum sviðum. Velferð á Íslandi fyrir Íslendinga verður einungis fjármögnuð af Íslendingum í gegnum álögur og skattheimtu af Íslendingum. Minnkuð þjóðarkaka og auknar skuldir sem búið er að vefja þjóðinni inn í af bæði ríki og sveitarfélögum er fólk rétt farið að finna fyrir og það verður næstu áratugina þar sem fé verður dælt út úr íslenska hagkerfinu til að standa straum af þessu.

Skiljanlega hafa sósíalistarnir sem nú stýra lítinn skilning á þessu en því miður er skilningur sumra svokallaðra hægrimanna á Íslandi ekkert meiri. Framleiðni á hvern Íslending er núna um það bil helmingur á við hvern Dana á tímaeiningu og við getum augljóslega ekkert keppt við þessi lönd í launum eða í gæði velferðarkerfisins. Noregur er kominn langt fram úr okkur enda þjóðfélagið þar miklu betur rekið og hagstjórnin miklu betri á síðustu 20 árum og sérstaklega á síðustu 10 frá 2001/2002 þar var okkar tækifærum klúðrað.

Gunnr (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 12:29

2 identicon

Leyfi mér að birta þetta þetta frá vefsíðu Andra Geirs Arinbjarnarssonar

http://blog.eyjan.is/andrigeir/2011/05/09/tolur-til-umhugsunar/

"Árið 2009 var rekstrarkostnaður stóru bankanna þriggja 24.7% hærri en Landsspítalans. Ári seinna eða 2010 var þetta hlutfall komið upp í 51.5%. Ansi umhugsunarvert.

Á milli áranna 2009 og 2010 lækkuðu heildar rekstrargjöld Landspítalans úr 38.8 ma niður í 36.5 ma eða um 6.1%. Á sama tíma hækkaði rekstrarkostnaður bankanna þriggja um 14.2% eða úr 48.4 ma í 55.3 ma.

Það er nokkuð ljóst að íslenska bankakerfið er of stórt og dýrt.

Það þarf nýja nálgun á rekstri bankaþjónustu á Íslandi.

Heimild: Ársreikningar 2010"

V

Gunnr (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 12:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Síðustu tölur sem nefndar voru um byggingarkostnað nýs sjúkrahúss voru sextíumilljarðar, en ekki tuttugu. Samkvæmt reynslunni mun byggingakostnaður svo fara a.m.k. 30-40% fram úr kostnaðaráætlunum, og með tækjakaupum og öðru sem til fellur má reikna með að heildarkostnaður verði eitthvað á annað hundrað milljarða króna, þegar upp verður staðið.

Rétt er hins vegar að heilbrigðiskerfið verður ekki rekið með öðru en skattfé, frekar en annar opinber rekstur og þá skatta greiða ekki aðrir en íslendingar sjálfir og þau fyrirtæki sem í landinu starfa. Þess vegna er það nánast glæpsamlegt af stjórnarflokkunum, sérstaklega VG, að berjast gegn allri atvinnuuppbyggingu og alveg sérstaklega erlendri fjárfestingu.

Skattpíningin er komin úr öllu hófi nú þegar, þannig að eina lausnin er að efla atvinnulífið og fjölga fólki á vinnumarkaði. Atvinnuleysistölur upp á 12-13 þúsund manns segja ekki nema hálfa söguna, því hátt í 23.000 störf hafa tapast eftir hrun. Mismunurinn stafar af því að fleiri þúsund manns hafa flutt úr landi og enn fleiri hafa þurft að taka á sig skert vinnuhlutfall.

Það er líka rétt, að hér á landi hefur mikið skort á almennilega efnahagsstjórnun, nánast allan lýðveldistímann, þó ástanið hafi reyndar verið skást á árunum 1991-2004, en þá fór að halla undan fæti aftur, þegar banka- og útrásargengin hrifsuðu til sín nánast öll völd í landinu, með dyggum stuðningi stórs hluta almennings.

Axel Jóhann Axelsson, 7.7.2011 kl. 13:44

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nei er ekki Gunnr leynihagfræðingur mættur með langlokurnar sínar og kann ekki að fara rétt með frekar en fyrri daginn.

Magnús Sigurðsson, 7.7.2011 kl. 14:01

5 identicon

Ég er enginn sérfræðingur í byggingarkostnaði en sá einhvers staðar tölur rétt yfir 20 miljörðum. Það eru víst fleirri hugmyndir um endurnýjun á Landspítalanum. Hæsta talan held ég að hafi verið algjör endurnýjun Landspítalans og það minnir mig var nærri 70-80 miljörðum og það fyrir hrun krónunnar. Þessi 20+ (og kanski ++++) miljarða framkvæmd á víst að vera miklu ódýrari lausn sem miðast að því að samþætta starfsemina á einum stað að mestu í óbreyttum húsakosti en eins og þú klárlega bendir á Axel er hætta á að þetta fari úr böndum auk þess heldur er byggingarefni allt aðkeypt og byggist á gengi krónunnar.

Óháð því er þetta alveg ófært ástand að rúnta með fólk í sjúkrabílum fram og tilbaka yfir Fosvogshæðina. Fjöláverka sjúklinga eftir slys með tvær gjörgæsludeildir og tvær röntgendeildir. Þett lýrur öryggi sjúklinga, nýting á starfsfólki enda skilst mér að það séu fleirri atriði en einungis launakjör sem veldur að fólk kýs annað en Ísland. Fámenni, tíðar vaktir margra sérgreina eins og formaður Læknafélagsins rekur í frétt norska fjölmiðlisins.

Rekstrarkostnaður Landspítalans verður ekki lægri miðað við núverandi þjónustu og við höfum við tvíþættan vanda hvað læknisþjónustu snertir. Við menntum ekki sjálf okkar sérfræðinga og fólk gerir það á eign kostnað í fjölmörg ár en það er ekki að skila sér tilbaka, enda er það sjálft í vinnu erlendis. Síðan er fólksflótti miðaldra lækna búsettra á Íslandi að hluta eða algjörlega sem að óbreyttu mun aukast og þar skipta væntanlega fjárhagslegar ástæður mestu.

Umræða um lækna og heilbrigðiskerfið er neikvæð og það er væntanlega ömurlegt hlutskipti að hafa ekki á bestu tækjum og tólum á að skipa eða hafa efni á að gefa bestu fáanlegu lyfjameðferðina.

Gunnr (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 14:26

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnr, það gegnur ekki að bera saman epli og appelsínur. Það er allt annar hlutur að sameina sem mest af sjúkrahússþjóustu á einn stað í NÚVERANDI húsakosti, eða byggja algerlega nýtt sjúkrahús, eins og nú er í undirbúningi og sagt að bygging þess verði boðin út á næstu mánuðum.

Hagræðingin sem þú virðist vera að tala um átti að fylgja sameiningu Land- og Fossvogsspítala á sínum tíma, en sú hagræðing virðist hafa orðið talsvert minni en upphaflega var áætlað.

Umræðan um lækna og heilbrigðiskerfið hefur ekkert verið svo neikvæð, en umræðan um stjórnunina á kerfinu og sífelldan niðurskurð hefur hins vegar verið mikil og sitt sýnist hverjum um það mál.

Axel Jóhann Axelsson, 7.7.2011 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband