Guðmundur aflétti leyndinni sjálfur

Í fréttum RÚV í kvöld var því haldið fram að Landsbankinn væri búinn að afskrifa um tuttugu milljarða króna af skuldum Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns í Brimi, og fyrirtækjum sem honum tengjast.

Landsbankinn hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttarinnar og segir hana ranga og villandi og þar að auki sé óskildum hlutum ruglað saman, en hins vegar geti bankinn ekkert upplýst um raunveruleika málsins vegna bankaleyndar.

Guðmundur sjálfur er ekki bundinn af neinni slíkri leyndarkröfu og ætti því í anda opinnar umræðu, þar sem allt er uppi á borðum og almenningi aðgengilegt, að upplýsa málið og skýra allar fjármálatilfærslur sem fram hafa farið frá hruni vegna hans sjálfs og allra fyrirtækja sem honum tengjast.

Það á engin "bankaleynd" að hvíla yfir því hvernig "skuldaaðlögun" fer fram hjá þeim sem mest mjólkuðu af lánum út úr bankakerfinu á árunum fyrir bankahrunið, sem einmitt varð vegna slíkra "viðskipta".

Þó Landsbankinn geti ekki leiðrétt frétt RÚV getur Guðmundur sjálfur gert það mjög auðveldlega.


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já að sjálfsögðu þarf að upplýsa þetta mál Axel og eins hve mikið af Kvótaveðum hafi komið til baka til Landsbankans og þjóarinnar í formi Kvóta. Ætti að vera eitthvað yfir 5000 tonn í þorskígildum til að covera afskriftirnar.

Hér er verið að framkvæma gjörning sem er löngu skipulagður þar sem það var vonlaust að ÚA viðskiptin gætu  gengið upp.

Ólafur Örn Jónsson, 2.7.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heyr Axel heyr! Ég tek ofan minn andlega hatt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.7.2011 kl. 01:20

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er talað um það í verklagsreglum bankans, ef ég man rétt, að allir eigi að sitja við sama borð.  En samt eflaust hægt að færa fyrir því rök að skuldug fyrirtæki sitji við eitt borð og svo heimilin við annað.

En að því ofansögðu, þá hlýtur varla að vera nauðsynlegt að sveipa aðgerðir sem þessar einhverjum leyndarhjúpi, nema þá auðvitað, að þessar verklagsreglur séu brotnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2011 kl. 01:38

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr, þetta eru orð í tíma töluð...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2011 kl. 04:00

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Get tekið undir þetta Axel Jóhann. EN miðað við hræsnina og og vinnubrögðin sem hann beitir í kringum VSV, og önnur fyrirtæki skilst mér, þá á ég ekki einu sinni von á því að hann ropi í áttina að þessari ágætu hugmynd þinni. Það þarf náttúrulega að taka til í banka allra landsmanna. Hvernig dettur bankanum t.d. í hug að selja honum bréf sín án þess að leita eftir tilboðum opinberlega? Gaman væri að fá gengið á þessum bréfum gefið upp í ljósi ýmislegs annars sem í gangi hefur veirð.

Gísli Foster Hjartarson, 2.7.2011 kl. 07:37

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Mesta bankaleyndin virðist vera hver skrifar svona athugasemd fyrir hönd bankans.  Það er alveg furðuleg staðreynd að þegar eitthvað kemur frá fjármálastofnunum á pappír að þá er það langoftast óundirritað.   Hvort sem svona tilkynning kemur frá fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, bankastjóranum eða einhverjum millistjórnanda þá ætti ekki að vera mikið mál að undirrita skjalið fyrir hönd bankans.

Jón Óskarsson, 2.7.2011 kl. 10:20

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar Bankasýsludæmið var sett upp, þá var sett á laggirnar, nefnd eða starfshópur er fara átti yfir viðskipti sem þessi og gera athugasemdir, ef eitthvað væri öðruvísi en eðlilegt getur talist.  Yfir þá nefnd var settur Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur með meiru. 

 Hins vegar virðist ríkja meiri leynd yfir störfum nefndarinnar, en bankana...............

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2011 kl. 10:56

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt, Kristinn Karl, að Þórólfsnefndin virðist vera mesta leyniþjóustunefnd sem sögur fara af í landinu, því aldrei hefur heyrst eitt einasta orð um störf hennar og hvað þá að hún hafi nokkrar aðfinnslur gert vegna "skuldaaðlögunar" þeirra sem fjárhættuspilara sem upp á hæstu upphæðirnar spiluðu fyrir hrun og nánast eingöngu með lánum frá veðbönkunum sjálfum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2011 kl. 12:34

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er í rauninni ótrúlegt að aldrei skuli fréttafólk leita viðbragða hjá þessari nefnd, eða formanni hennar, þegar svona fréttir eru fluttar.  En kannski fer nefndin það leynilega, að fréttastofur landsins hafa ekki hugmynd um tilvist hennar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband