Innlimunarferlið að ESB er á ábyrgð Ögmundar

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, fór mikinn í ræðu á 50 ára afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara í dag og gagnrýndi afskipti ESA af ýmsum málum hérlendis harðlega.

Ástæða gagnrýninnar var ekki síst afskipti og fyrirspurn ESA af lánveitingu Reykjavíkurborgar til OR og sagði Ögmundur m.a. um þau afskipti: "Lýðræðið – vilji almennings – er þannig dreginn í efa. Ég spyr: Hvert erum við eiginlega að halda?"

Ögmundur veit auðvitað svarið við eigin spurningu, um hvert við séum eiginlega að halda.  Hann þykist vera að vara við inngögnu í ESB, enda sé vilji almennings fótum troðinn af því bákni.

Ögmundur samþykkti sjálfur stjórnarsáttmála við Samfylkinguna, sem innihélt sameiginlegan vilja beggja stjórnarflokkanna til innlimunar Íslands, sem afdalahrepps, í væntanlegt stórríki ESB.

Það sem Ögmundur þykist vera að gagnrýna er á hans eigin ábyrgð og undan því getur hann ekki vikist. 


mbl.is Lýðræðið dregið í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Heir !

Gunnlaugur I., 1.7.2011 kl. 19:29

2 identicon

Heir!

anna (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 20:13

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Heyr!

Óskar Guðmundsson, 2.7.2011 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband