Allir sekir, nema stjórnendur BYRs?

Fyrrverandi framkvæmdastjóri á rekstrarsviði Landsbankans var í dag dæmdur af Héraðsdómi í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í bankahruninu, en að eigin sögn var millifærsla af erlendum reikningi bankans upp á 118 milljónir gerð til að bjarga bankanum frá því að tapa peningunum. Dómurinn féllst ekki á þessa skýringu og dæmdi því framkvæmdastjórann fyrrverandi sekan um fjárdrátt.

Ekki er langt síðan fyrrverandi ráðuneytisstjóri var dæmdur til svipaðrar refsingar fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar um stöðu Landsbankans og því selt hlutabréf sín í bankanum mánuði fyrir gjaldþrot hans. Ekki félls dómstóllinn á þær skýringar að ráðuneytisstjórinn hefði einungis búið yfir almennum upplýsingum um stöðu bankanna og dæmdi því ráðuneytisstjórann hart, ekki síst vegna þess að um opinberan starfsmann var að ræða.

Fyrir nokkrum dögum voru hins vegar nokkrir stjórnendur Byrs sparisjóðs sýknaðir af ákærum um að hafa misnotað aðstöðu sína til að fría sjálfa sig áhættu af hlutabréfaeign í sparisjóðnum, með því að selja bréfin og koma áhættunni yfir á fyrirtækið sjálft, sem enda tapaði 800 milljónum króna, að minnsta kosti, á þessu braski.

Þetta verður að teljast merkilegt misræmi í dómsniðurstöðum.


mbl.is Fundinn sekur um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er virkilegt umhugsunarefni!

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.6.2011 kl. 19:21

2 Smámynd: Páll Jónsson

Tjah, afhverju?

Í öllum opinberum málum þá eru menn ákærðir vegna brota á lögum, það er ekkert meira misræmi milli þessara mála heldur en t.d. milli tveggja veiðiþjófnaðarmála þar sem sýknað er í öðru en sakfellt í hinu.

Annað hvort tekst ákæruvaldinu að sýna fram á sekt eða ekki.

Páll Jónsson, 30.6.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er líka virkilegt íhugunarefni! Auðvitað eru ekki allir ákærðir sekir, en stundum virðist undirbúningsvinna ákæruvaldsins í meira lagi slök, svo ekki sé meira sagt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.6.2011 kl. 19:41

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar segir í frétt á visir.is að einn þeirra sem dæmdi í Byrsmálinu, starfi hjá fyrirtæki sem tengist Byr.  Það má því spyrja sig hvað sé í gangi hjá ákæruvaldinu?  Er það ekki viðtekin venja að þegar dómaralistinn birtist í sakamálum, að ákæruvaldið kynni sér bakgrunn þeirra er dæma skulu í málinu, með vanhæfi í huga?

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.6.2011 kl. 20:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftirfarandi rökstuðningur dómaranna tveggja vekur óneitanlega furðu:

"„Þegar litið er til þessa er það niðurstaða dómsins að ósannað sé að ákærðu hefði á einhvern hátt mátt eða getað verið ljóst í byrjun október 2008 að þeir myndu með lánveitingunni binda sparisjóðinn þannig að hann biði fjártjón af. Þeir hnökrar sem voru á lánveitingunni, og varða mat á greiðslugetu og eignastöðu lántakans og vanhæfni ákærðu til að koma að lántökunni, breyta ekki þeirri niðurstöðu. Ákærðu brutu vissulega gegn verklagsreglum sparisjóðsins, en það eitt leiðir ekki til þess að ályktað verði að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína og stefna fé sparisjóðsins í stórfellda hættu eins og þeir eru ákærðir fyrir,“ segir í rökstuðningi meirihlutans, en undir hann skrifa Arngrímur Ísberg og Einar Ingimundarson."

Dómararnir viðurkenna að farið hafi verið út fyrir heimildir og brotið gegn verklagsreglum, en telja það ekki hafa verið til að bjarga eigin fjárhag á "vísvitandi hátt".

Ekki síst verður þessi einkennilega rökfærsla að skoðast í því ljósi að Einar Ingimundarson, meðdómari, er háttsettur starfsmaður í undirfyrirtæki Byrs. Það eitt, að hann skuli hafa verið valinn til að vera meðdómari, er ekki til að efla traust á niðurstöðu tvímenninganna.

Axel Jóhann Axelsson, 30.6.2011 kl. 20:21

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta lyktar einhvernveginn eins og dómar falli eftir því í hverskonar skapi dómararnir eru í þann daginn, nema þeir vilji ekki orsaka neinar geðsveiflur hjá meðdómanda sínum. Það gæti e.t.v. komið sér illa seinna, allavega er enginn rósailmur af þessu máli.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.6.2011 kl. 22:17

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Arngrímur Ísberg sagði okkur fyrir löngu að hann skildi ekki efnahagsbrot. 

Hann sæi bara viðskipti. 

Og hann sem dómsformaður sá heldur ekki að Einar Ingimundarson er auððvitað vanhæfur í málinu.

Einar vakti máls á því sjálfur en lét Arngrím sannfæra sig um annað og fleira.

Hæstiréttur mun því ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað.

Er þá von til þess að Arngrímur leggi það ekki á sig að vera að dæma í málum s

sem hann að eigin sögn skilur ekkert í.

Auðvitað voru þessir menn af ásetningi að misnota aðstöðu sína hjá Sparisjóðnum. 

Það eitt og sér nægir til sakfellingar.

Hvort þeir áttu von á að sparisjóðurinn yrði fyrir tjóni eða ekki skiptir hér engu máli.

Lægsta stig ásetnings, óbeinn ásetningur, dolus eventualis,

er einmitt að vita betur en vona að allt fari vel. 

Brotið getur bara ekki verið skýrara.  

Hvort þeir áttu von á að Sparisjóðurinn yrði fyrir tjóni  

Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 02:03

8 identicon

Axel, frábært!

, sérstaklega hltuinn sem segir,

"... að ósannað sé að ákærðu hefði á einhvern hátt mátt eða getað verið ljóst í byrjun október 2008 ..."

Í byrjun október 2008!,  auðvitað var þeim allt ljóst,

annað hvort eru þessir héraðsdómarar (fyrir utan einn) heilaskaddaðir, eða þeir eru skítugir á einhvern hátt.

Hvað segja hegningarlögin um fangelsisdómum skítuga og spillta dómara?  Spilling í réttarhöldum ætti að sæta allra þyngstu refsingu.

Þessir dómarar meiga hugsa sig vel um áframhaldið því ekki er líklegt - hvort sem íslendingurinn er grænn, blár eða rauður, karl eða kona, hann muni horfa upp á þetta aðgerðarlaus - ekki í þessu nýja þjóðfélagi.

Jonsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:39

9 identicon

Spurningunni um óhátt og óspillt dómskerfi Íslands endanlega svarað.

Núna vita ESA, Bretar og Hollendingar að hér verður dæmt í hlutfalli við hagsmuni dómara, einkaskoðanna, og vinatengsla.

Jæja Prófessor Sigurður Líndal, hvað finnst þér núna um réttarkerfið?  

Einsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:49

10 identicon

Þessi framkvæmdastjóri á rekstrarsviði Landsbankans átti ekki eins marga góða vini og Byr-forstjórarnir.  Maður fer ekki á toppinn í bankakerfinu nema að eiga fullt af góðum og traustum vinum - jafnvel við keppinauta sína.

Jonsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 11:05

11 identicon

nokkur spakmæli sem á við um vini Byr-forstjóranna,

- Vináttan þekkir engin landamæri

- Besti vinurinn sem við þekkjum er sá sem þekkir galla okkar og er samt vinur okkar

- Eigirðu vin máttu auðugan þig telja

Einsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 11:11

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eina málið af þeim þrem sem fjallað var um í upphaflegu færslunni sem búið er að fara fyrir Hæstarétt, er mál ráðuneytisstjórans og Hæstiréttur dæmdi hann í nokkuð langa fangelsisvist ásamt upptöku alls hagnaðar af hlutabréfasölu sinni, enda komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að um misnotkun innherjaupplýsinga hefði verið að ræða.

Að tvímenningarnir í Héraðsdómi skuli ekki hafa þótt það misnotkun á innherjaupplýsingum, þegar æðstu stjórnendur í Byr seldu sín bréf og það með því að brjóta allar útlánareglur sparisjóðsins er algerlega óskiljanlegt og því verður ekki trúað að óreyndu, að Hæstiréttur verði ekki samkvæmur sjálfum sér og snúi þessum dómi tvímenninganna algerlega við.

Ef þessi dómur stendur óhaggaður, er ekki von á góðu varðandi niðurstöðu annarra mála sem til rannsóknar eru viðkomandi bankahruninu.

Axel Jóhann Axelsson, 1.7.2011 kl. 13:06

13 Smámynd: Páll Jónsson

Axel: Tvímenningunum í héraðsdómi þótti þetta ekki vera fyrirmyndarhegðun ef ég skyldi dóminn rétt. En hins vegar þótti þeim ekki að það hefði verið sannaður ásetningur varðandi það brot sem þeir voru sakaðir um. Þeir voru t.d. ekki sakaðir um misnotkun á innherjaupplýsingum og því aldrei möguleiki á að þeir yrðu dæmdir fyrir það. Hæstiréttur gæti sem best staðfest dóminn þótt hann væri sannfærður um að þetta sé misnotkun á innherjaupplýsingum, það reynir einfaldlega ekki á það.

Ég er ekki að segja að þetta sé endilega rétt niðurstaða, alls ekki, en dómarar skera bara úr um það sem fyrir þá er lagt. 

Páll Jónsson, 9.7.2011 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband