Hægfara dauði, eða skjótur?

Allir aðrir en íslenska ríkisstjórnin hafa miklar og vaxandi áhyggjur af þróun mála innan ESB og þá ekki síst innan evrusvæðisins, en nú þegar er þriðjungur ríkjanna innan myntbandalagsins í verulegum efnahagsvanda.

Vandamál ESB og evrunnar voru til umræðu á breska þinginu og kröfðust þingmenn svara fjármálaráðherrans við þeirri spurningu, til hvaða ráða ríkisstjórnin hefði gripið vegna þessa, en breskir bankar hafa þegar flutt gríðarlegar upphæðir út af evrusvæðinu vegna fyrirsjáanlegra endaloka evrunnar.

Samkvæmt fréttinni sagði Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Verkamannaflokksins m.a: "Í stað þess að fela okkur á bak við þægilegt orðalag og innantóm orð um að við ættum ekki að vera með vangaveltur um málið ættum við að viðurkenna að þetta evrusvæði geti ekki lifað af. Þar sem evran eins og við þekkjum hana mun hrynja, er þá ekki betra að það gangi hratt fyrir sig en að hún deyji hægum dauðdaga?"

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands og félagi í Verkamannaflokki Bretlands, virðist alls ekki skilja það sem leiðtogar hans og fyrirmyndir í Bretlandi hafa miklar áhyggjur af, enda gríðarleg vandamál framundan, sem skapast munu við upplausn evrunnar og það bankahrun sem fylgja mun í kjölfarið.

Hvað er íslenska ríkisstjórnin að gera til að vera viðbúin þeim efnahagshamförum sem endalok evrunnar mun hafa í för með sér? 


mbl.is Búa sig undir að evrusvæðið sundrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

"Hvað er íslenska ríkisstjórnin að gera til að vera viðbúin þeim efnahagshamförum sem endalok evrunnar mun hafa í för með sér? "

NÚ SEÐLABANKINN ER AÐ KAUPA EVRUR.

það hlítur bara að vera, áður en þeir fleygja krónunni, svo göngum við inn í esb og engar aðrar þjóðir að ráðskast með okkar litla ríki, því fleiri sem ganga úr betra fyrir okkur

FULLT AF EVRUM OG RÁÐUM ÖLLU GETUR EKKI VERIÐ BETRA

Sigurður Helgason, 23.6.2011 kl. 02:25

2 identicon

Sundrung evrusvæðisins er ekki það sama og hrun evrunar.  Evrópubandalagið er of stórt, í einu orði sagt.  Kjarni evrópu getur ekki séð austur evrópu fyrir mat, eða suður evrópu.  Evrópa verður að nota "evruna" til að mynda stabílan kjarna, og það er þetta sem er í aðsigi.  Lönd eins og grikkland á ekki að vera "hluti" evrusvæðisins, þó svo að þeir geti notað evruna sem slíka.  Sama á við um spán og portúgal.  Evran, og gildi hennar, verður að miðast einungis við kjarna löndin, og önnur lönd nota síðan þennan gjaldmiðil á eigin "verðlagi".  Þessi þróun er þegar byrjuð ... og mun ekki þýða hrun evrunnar.  Þvert á móti.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 07:32

3 identicon

Ég get í raun ekki skilið þessa ESB taugaveiklun. Þetta samningaferli tekur 2 ár og þá liggur væntanlega fyrir samningur og ef hann er ekki nógu góður/hagstæður þá verður honum hreinlega hafnað af þjóðinni þegar sá tími kemur. Við fáum kosnað við samningaferlið borgað, er það ekki 5 miljarðar á ári í beinhörðum gjaldeyri sem við fáum þarna. Til viðbótar er það ferða og gistikostnaður embættismanna Evrópubandalagsins. Það er þýðingar á skjölum og kynning á stjórnkerfi Evrópubandalasins sem við fáum og í raun ríkir ennþá fáfræði um þrátt við höfum tekið upp hrátt reglugerðarákvæði í gegnum EES. Við erum ekkert að fara yfir í Evru á morgun eða hinn eða ekki víst yfir höfuð hvort okkur standi það til boða. Raunar er hagkerfi td. Bandaríkjanna mjög skipt og það eru stórfelldir fjármagnsflutningar þar eins á Íslandi þessu örlitla hagkerfi.

Í Evrópu skiptist þetta í norður/suður og hvort þessi evra lifir eða deyr eða hvort við fáum nýja evru eða markið það þurfum við ekki að hafa áhyggjur af.

Útgerðarfyrirtæki á Íslandi gera raunar upp í Evrum skilst mér.

Við þurfum að gera ákveðna hluti hvort eð er. Hallaus ríkisrekstur annað hvort með niðurskurði eða skattheimtu þriðja leiðin lántaka er ekki fær. Þetta verður erfiður róður og á næstu 2 árum sjáum við hvert okkur miðar og þá getum við á vitrænan hátt tekið afstöðu um hvort við viljum eða viljum ekki verða þáttakendur í ESB og það verður að meta kostina og gallana.

Það getur verið að okkur takist að merja okkur út úr gjaldeyrishöftunum en botlokarnir á krónunni verða stýrivextirnir sem verða þá skrúfaðir upp. Það er búið að læsa íslenska hagkerfinu með gjaldeyrishöftum og skrúfa niður vextina og setja á ofurskatta. Það er engin nýsköpun og atvinnulífið mun að óbreyttu veslast upp og fólk flýja land, þjóðarkakan er að skreppa saman.

Velferð og vegakerfi á Íslandi verður einungis greitt af Íslendingum sjálfum það breytist ekki við upptöku mynntar. Þau lönd sem hafa haft góða hagstjórn vilja augljóslega ekki kasta sínum gjaldmiðli. Svíar, Norðmenn og Sviss. Það er ekkert hægt að líkja örmyntinni íslenskri krónu sem nú er íslenskri haftakróna og systir hennar hin íslenskri verðtryggðri krónu við þessa gjalmiðla.

Ef okkur tekst að komast út úr gjaldeyrishöftunum sem er nánast lífsnauðsynleg er framtíðin háir vextir og sveiflukennt gengi og á ekkert skilið við gengi krónunnar fyrir 2008. Sá tími kemur aldrei.

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 08:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjarne, þú segir m.a: " Evran, og gildi hennar, verður að miðast einungis við kjarna löndin, og önnur lönd nota síðan þennan gjaldmiðil á eigin "verðlagi".

Hver verður munurinn á evru á "íslensku verðlagi" og íslenskri krónu, annar en nafnið eitt?

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2011 kl. 08:45

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Við skulum ekki ætla núverandi íslenskum stjórnvöldum það vit að þeim detti í hug að undirbúa sig fyrir framtíðina. Aldrei að bergðast við fyrr en eftir á og þá með vitlausum hætti, virðist vera þeirra mottó.

Magnús Óskar Ingvarsson, 23.6.2011 kl. 14:53

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Gunnr, til að byrja með er niðurskurður og skattahækakanir líklegri til að stækka fjárlagagatið en að minka það.

ESB sinnar í Svíþjóð, Noregi og Sviss vilja allir kasta sínum gjaldmiðli fyrir evruna og það vilja þeir(ESB sinnarnir) í Danmörku gera líka, enda þinnist nú í þeirra röðum hratt

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.6.2011 kl. 17:48

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Össur er gengin af göflunum og sér ekkert annað en að komast í góða stöðu innan hrunaveldisins ESB!

Samála þér Magnús.

Sigurður Haraldsson, 23.6.2011 kl. 18:34

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg ótrúlegt, en ESBsinnar virðast algerlega neita öllum staðreyndum um þá erfiðleika sem herja á sambandið og ekki síst evruna.

Þrátt fyrir að hver silkihúfan upp af annarri innan ESB viðurkenni og ræði opinberlega um þessa erfiðleika og væntanlegu kreppu, þá berja íslenskar ESBundirlægjur hausnum við steininn og reyna að láta eins og ekkert sé.

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2011 kl. 18:36

9 Smámynd: Snorri Hansson

Ef Bretar eru að losa sig við evrur,þá er allur heimurinn að því sama. Hrunið verður snöggt.

Snorri Hansson, 24.6.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband