21.6.2011 | 16:09
Ríkisstjórnin stendur aldrei við sín loforð
Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú staðfest kjarasamningana sem undirritaðir voru þann 5. maí s.l., þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við loforðin sem hún gaf í tengslum við þá, um ýmsar ráðstafanir til að koma atvinnu- og efnahagslífinu á hreyfingu.
Það, sem ríkisstjórnin lofaði helst að gera, var að hætta að flækjast fyrir þeim möguleikum, sem til skoðunar hafa verið undanfarna mánuði, til uppbyggingar orkufreks iðnaðar, ásamt því að beita sér fyrir sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið og jafnframt þóttist stjórnin ætla að beita sér fyrir stórátaki í vegagerð.
Öll þessi loforð voru endurnýtt, en þau voru inni á loforðalista ríkisstjórnarinnar við undirritun Stöðugleikasáttmálans í júní 2009. Líklegra er, en hitt, að enn verði hægt að nýta sama loforðalistann við endurnýjun kjarasamninga árið 2014, nema ríkisstjórnin hrökklist frá völdum fljótlega og ný stjórn taki að sér að efna fyrirheitin.
Svo virðist sem aðilar vinnumarkaðarins hafi gert þá kröfu að vegaframkvæmdir yrðu fjármagnaðar með aukinni skattpíningu, enda var það upphaflega ætlun Ögmundar að fara þá leið, en guggnaði á því vegna eindreginna mótmæla fjörutíuþúsund skattgreiðenda.
Hafi ekki verið um neina baktjaldasamninga um skattpíningu vegna vegagerðar á suðvesturhorni landsins að ræða, er óhætt að fagna staðfestingu kjarasamninganna, enda hefur ríkisstjórnin þá enga afsökun fyrir áframhaldandi ræfildómi í efnahagsstjórnuninni.
Staðfesta kjarasamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1146726
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hana-nú.... sagði hænan.
WC kveðja.
Hvað ef að reynist sönn sú litla saga
að á lyginni lífið fram mætti draga
Þá fyrst af skattpínu yrðum við sár
og Hel-Grænir menn lifðu þrjú þúsund ár.
Mest af lands-lýð mjög þykir það miður
Að Hel-Grænir í WC oss sturtuðu niður
Loforð og efndir nú allsstaðar lít
er í Samspilltu haughúsi drukkna í skít.
Heyrið þið í okkur ráðherrar seinir
af skattpínu andann vart draga nú neinir
Mættum við kannski þann kostinn hljóta
í “vísindaskyni” ráðherra skjóta.
Ég sé nú minn stakkinn í sniði þröngu
að draga ég skuli lífið áfram á öngu
Séð hefi ég það lengst fyrir löngu
þið þekkir ei muninn á réttu og röngu.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 16:40
Gott kvæði og raunsönn lýsing.
Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2011 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.