Vill Jón Gnarr sem leiðtoga lífs síns

Samkvæmt frétt mbl.is lét Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, í ljós þá heitustu ósk sína í viðtali við Guardian, að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarrs byði fram í næstu kosningum, til að vinna bug á spillingunni sem grasserar innan núverandi stjórnarflokka, að hennar sögn.

Það verður að teljast með afbrigðum undarlegt að þingmaður skuli hafa slíka ótrú á sjálfum sér, flokksfélögum sínum og öðrum þingmönnum, að gefa í skyn að allt séu þetta eintómir glæpamenn og spillingarbófar, sem uppræta þurfi með öllum tiltækum ráðum.

Jafn furðulegt er að þingmaðurinn skuli ekki sjá neinn annan lausnara í sjónmáli en Jón Gnarr, sem sýnt hefur á borgarstjórnarferli sínum að hann ræður engan veginn við starf sitt og að ekki hafi verið jafn illa stjórnandi meirihluti í Reykjavík, síðan R-listinn var og hét.

Lágkúra íslenskra stjórnmála getur varla orðið miklu meiri en þetta.


mbl.is Vill Besta á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hvaða... Besti flokkurinn mun heldur betur hrista uppí kosningunum 2013... Held það verði bara gaman að sjá hverning fjórflokkurinn myndi taka sig á móti honum á landsvísu...

CrazyGuy (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 22:22

2 identicon

JÁ væri frábært að fá framboð Besta flokksins svo hann geti fengið þann rassskell sem hann á skilið

Biggi (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Lestu greinina alla.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.6.2011 kl. 23:01

4 identicon

Það er greinilegt að flokkssystir mín hún Guðfríður Lilja hefur lent í heilaþvotti Samfylkingarinnar. Ég spái því að V G þurrkist út í næstu kosningum,eða því sem næst,og ástæðan :::Svik Steingríms gagnvart  ESB og fleirra og fleirra, og fleirra og fleirri svik.

Ekki má gleyma því að Samfylkingin fjarstýrir Besta Flokknum í Reykjavík.

Númi (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 01:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Númi, því miður eru ekki nógu miklar líkur til þess að spá þín muni rætast.

Axel Jóhann Axelsson, 19.6.2011 kl. 03:39

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Satt segir þú Axel.

Það er sorglegt en satt að það standa í raun allnokkrar sálir með hnífasett WC (áður VG) í bakinu en hrópa "Húrra, Húrra" í hvert sinn sem fáráðurinn Seingrímurlýgur þau eða svíkur.

Besta dæmið er þegar að Seingrímur segir: "allt nema Sjallar" og hinir bakstungnu góla unison "ekki Sjalla, ekki Sjalla". Sjallarnir stóðu þó við eitthvað af kosningaloforðum sínum og rataðist stöku sinnum satt orð á munn (ekki of oft þó)

Nei, WC er í fullkominni afneitun og vilja nú fá siðblindu trúðana í B(esta) flokki Samspillingarinnar inn á þing undir slagorðinu: "allt sem þú legs eru lygi og svik" meðan Sampillingin hin "gamla" gólar: "sæl er sameginleg eymd".

Óskar Guðmundsson, 19.6.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband