Eru íslensk stjórnvöld að gera eitthvað í þessum málum?

Svíar hafa hrundið af stað rannsókn á þvínguðum, eða fyrirfram ákveðnum hjónaböndum í Svíþjóð og greiðslum fyrir brúðirnar, en því hærri sem heimanmundurinn er, því erfiðara fyrir konurnar að losna úr slíkum hjónaböndum síðar, hversu viljugar sem þær kynnu að vera til þess.

Í fréttinni er t.d. vitnað til orða jafnréttisráðherra Svíþjóðar: "Nyamko Sabuni segir að ríkisstjórnin hafi reynt að berjast gegn heiðursmorðum á þremur sviðum, með upplýsingagjöf, lagasetningu og vernd fyrir fórnarlömbin. 10.000 lögreglumenn hafa verið fræddir um heiðursofbeldi en einnig fólk sem sinnir félagslegri aðstoð eða kemur að skólamálum. Þá hefur ungt fólk fengið fræðslu um réttindi sín."

Erlendum ríkisborgurum og innflytjendum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár, þar á meðal múslimum, en heiðursmorð eru einkum drýgð í nafni þeirrar trúar og því sjálfsagt einungis tímaspursmál hvenær slík mál koma upp hér, sem annarsstaðar.  

Þó nú ríki sá pólitíski rétttrúnaður að helst enga trúarbragðafræðslu megi viðhafa í skólum og þá allra síst fræðslu um þá trú, sem iðkuð hefur verið í landinu nánast frá landnámi og siðir, venjur og lög landsins byggja á, verður að vera hægt að ætlast til að lögreglumönnum, kennurum og starfsfólki velferðarþjónustunnar séu kynnt þessi hætta og þá ekki síður hinum erlendu konum um hvert þær geti snúið sér, verði þær fyrir ofbeldi ættingja sinna eða hótunum og áreytni trúarleiðtoga.

Eru íslensk stórnvöld á verði fyrir þessari vá, sem vafalaust mun skjóta upp kolli sínum hér fyrr eða síðar? 


mbl.is Svíar rannsaka þvinguð hjónabönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er munur að fá prest í skóla og kenna trúarbragðafræðlsu.

Það er rangt að segja að það sé bannað að kenna trúarbragðafræðslu.

Og hvernig á ríkið að koma í veg fyrir heiðursmorð?

Arnar (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 12:46

2 identicon

Ætli það fái ekki heiðursmorðingjana til að hugsa sig um ef þeir sjá fram á að verja lungað úr ævinni bak við lás og slá,,,,þessi kvikindi hafa yfirleitt sloppið ansi billega,,þeir eru jú að verja heiður sinn,,eða þannig.

Alfreð (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 14:05

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Íslendingar hafa verið kristnir allt frá upphafi, enda voru margir af landnemunum kristnir. Helgi magri sem nam Eyjafjörð var kristinn og kallaði hann bæ sinn Kristsnes.

Þegar svo var komið að það lá við borgarastyrjöld í landinu út af trúmálum, þá var kristnin gerð sem hin einu löglegu trúarbrögð í landinu. Meira að segja goðarnir sáu að það var skynsamlegasta og besta leiðin, og samþykktu þeir þá leið, og ... "kristni var lögtekin á Þingvöllum árið 1000".

Allt síðan þá, og enn þann dag í dag, er kristni og kristindómur hin einu löglegu trúarbrögð á Íslandi, Öll önnur trúarbrögð eru ólögleg á Íslandi þar með talið múhameðstrú, ásatrú, búddatrú sem og öll önnur trúarbrögð.

Tryggvi Helgason, 19.6.2011 kl. 18:59

4 identicon

http://politisktinkorrekt.info/  Þetta er framtíðin og því miður, þá er fólk það heilaþvegið í þvaðurpólutík og lygaáróðri, að það fattar ekkert fyrr en of seint.

Taimour Abdulwahab 11. des. í Stokkhólmi. Svíar eru löngu búnir að gleyma þeim atburð, enda margir svíar sem kenna svíum sjálfum um. Fullkomlega heilaþvegnir.

V. Jóhannssson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:53

5 Smámynd: Gunnar Benediktsson

Den 15-årige pojken har känt sig hotad av sin familj, och det är i samband med att han omhändertagits av sociala myndigheter som han har uppgett att brodern inte var skyldig till mordet på deras systers pojkvän Abbas Rezai.

Abbas Rezai hittades i november 2005 mördad i familjens lägenhet. Han hade blivit skållad av het frityrolja, slagen och knivhuggen i ryggen och bröstet.

Abbas Rezai var karlmaður og ekki kona!

Gunnar Benediktsson, 20.6.2011 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband