Evran að verða skattgreiðendum dýrkeypt

Hvert evruríkið af öðru stefnir nú í þrot vegna skuldamála, en æ betur sannast að upptaka evru sem gjaldmiðils ætlar að reynast skattgreiðendum í þessum löndum, flestum öðrum en Þýskalandi og ef til vill Frakklandi, afar dýrkeypt þegar öll kurl verða komin til grafar.

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker, telur að evrukreppan eigi eftir að breiðast út til fleiri landa en Grikklands, Portúgal, Spánar og Írlands og nefnir að líklega muni a.m.k. Belgía og Ítalía bætast í hóp gjaldþrota ríkjanna innan ESB. Svo alvarlegt er ástandið í tveim síðastnefndu ríkjunum, að hann telur líklegt að þau muni þurfa að grípa til afdrifaríkra neyðarráðstafana jafnvel á undan Spáni, sem þó er kominn að fótum fram efnahagslega.

Eftirfarandi klausa úr fréttinni er afar athyglisverð: "Hann varar við því að einkaaðilar verði þvingaðir til þess að taka þátt í öðrum björgunarpakka Grikkja sem er verið að undirbúa. Alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin myndu ekki líta á slíkt jákvæðum augum og það gæti haft hrikaleg áhrif á evruna."

Þessir "einkaaðilar" sem Juncer talar um eru kallaðar "lánastofnanir" og "bankar" á mannamáli og þeir eiga að sjálfsögðu að bera sjálfir ábyrgð á sínum lánveitingum og taka áhættu af þeim.  Kynni þeir sér ekki skuldastöðu og greiðslugetu þeirra sem þeir lána til, eiga þeir að súpa seyðið af því sjálfir og ríkisstjórnum ESBlandanna á hreinlega ekki að líðast að velta greiðslubyrði slíkra lánaskandala yfir á skattgreiðendur.

Íslenskir skattgreiðendur börðust hetjulegri baráttu gegn því að ríkisstjórn Íslands, í samvinnu við þá bresku og hollensku, seldu sig í skattalegan þrældóm fyrir erlenda kúgara vegna Icesaveklúðurs Landsbankans, þó ekki sé útséð um að Steingrímur J. og félagar hans í ríkisstjórn séu algerlega búnir að gefast upp á þeim fyrirætlunum.

Skattgreiðendur ESBlandanna verða að taka baráttu þeirra íslensku sér til fyrirmyndar áður en það verður of seint.  Takist þeim það ekki blasa erfiðir tímar við þegnum ESB ríkjanna, en nógir verða erfiðleikarnir samt þegar bankarnir fara að hrynja, einn af öðrum, og evrusamstarfið springur í loft upp.


mbl.is Vandinn breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upptaka Evru sem gjaldmiðils er líka að reynast fólki í Þýskalandi sem stór baggi. Frakkland er heldur engin undantekning og við hér á landi höfum ekki bolmagn til að greiða í þessa óráðsíu! Það er m.a. kostnaðurinn við að fá að vera memm, sem er að setja allt á hausinn því ársgjöld hverrar þjóðar í Evrukassann eru gífurleg!!!

anna (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 12:25

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Óráðsían er hvergi meiri en í Reykjavík og kaupmáttur er hvergi meiri en á Íslandi. Framlegð og framleiðni er hvergi minni en á Íslandi og  krónan endurspeglar þetta allt vel. Ætla ekki að gera Evrópu það að kalla Ísland evrópuríki.

Einar Guðjónsson, 18.6.2011 kl. 20:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, ef menn berja höfðinu svona fast við steininn, endar það ekki nema með gríðarlegum höfuðverk, ef ekki einhverju verra.

Slíku ástandi getur svo fylgt að menn rugli bara og segi eintóma vitleysu.

Axel Jóhann Axelsson, 18.6.2011 kl. 20:47

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Misritaðist hjá mér en auðvitað átti að standa '' og kaupmáttur er hvergi minni en á Íslandi'' Það sem ég skrifaði eru bara staðreyndir. Hér er annar hver vinnandi maður í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum.

Einar Guðjónsson, 19.6.2011 kl. 15:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Munurinn er sá, að Íslendingar eru búnir að fá yfir sig efnahagshrun, en ESBþjóðirnar eiga það eftir innan fárra mánaða.

Axel Jóhann Axelsson, 19.6.2011 kl. 16:46

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er annar hver vinnandi maður í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum.

Þess vegna er enginn ástæða til að hækka það hlutfall með því að bæta við helling af ESB-möppudýrum og blýantsnögurum. Gerum frekar eitthvað sem skapar verðmæti.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband