RíkisÓstjórn í fiskveiðimálunum

Annað eins rugl hefur varla sést á dapurlegum líftíma núverandi ríkisstjórnar og frumvörpin um stjórn fiskveiða, sem þó voru misserum saman í undirbúningi, ef undirbúning skyldi kalla. Það eina sem kemst nálægt þessum skandal á Alþingi, er samþykktin um að stefna Geir H. Haarde, einum manna, fyrir Landsdóm og svo þríendurteknar samþykktir þingsins á þrælalögunum um Icesave.

Við umfjöllun Sjávarútvegsnefndar Alþingis gerðurst þau einstæðu tíðindi, að hver einasti aðili, sem álit lét í ljós á frumvörpunum, mótmælti þeim harðlega og fann þeim allt til foráttu. Aldrei áður hefur myndast önnur eins samstaða gegn nokkru frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og er þó nóg af óvönduðum lagafrumvörpum að taka.

Upphaf viðhangandi fréttar segir nánast allt sem segja þarf um þennan einstaka fáránleika á þingi: "Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og liðsmaður Vinstri grænna, var eini nefndarmaðurinn af alls níu sem studdi skilyrðislaust minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar það var afgreitt úr nefnd á Alþingi í kvöld."

Upplausnin í stjórnarliðinu vegna þessa máls er algjör.  Þetta er í raun allt of mikið alvörumál til að hlægjandi sé að því, né að hægt sé að hafa það í flimtingum.  

Þetta mál verður líklega til þess að Jóhönnu Sigurðardóttur verður að þeirri ósk sinni, að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni. 


mbl.is Stjórnarþingmenn ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband