Sérstakur saksóknari malar áfram, hægt og bítandi

Rannsóknir Sérstaks saksóknara á misgjörðum banka- og útrásargengjanna á árunum fyrir bankahrunið, sem þeir ollu með því að sjúga margfalda landsframleiðslu ´tu úr þeim í eigin þágu, mallar áfram hægt og rólega.

Nýjustu tíðindin úr þeim herbúðum eru, að tekist hafi að fá yfirvöld í Luxemburg til að frysta allar eignir nokkurra þeirra sem tengjast rannsóknunum á Kaupþingi og hvað varð um allt það fé, sem þaðan sogaðist og hvert það fór.

Ennþá hefur nánast ekkert af þeim málum sem til rannsóknar eru hjá "sérstökum" ratað fyrir dómstólana, en þar sem rúm tvö ár eru frá því að rannsóknirnar hófust hljóta að fara að sjást kærur í einhverjum málum fljótlega.

Fréttin sýnir a.m.k. að kvörn réttvísinnar malar stöðugt, afar hægt og rólega, en þó bítandi.


mbl.is Eignir frystar í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband