10.6.2011 | 20:20
Ekki meira, ekki meira, Sigrún
Nokkrar konur, með Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur í fararbroddi, sem ásökuðu Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup, um kynferðislegt áreiti fyrir allt að þrjátíu árum og fengu þær ekki viðurkenndar sem sannar fyrr en fyrir nokkrum árum síðan, hafa nú fengið enn eina viðurkenningu á málstað sínum með niðurstöðu sérstakrar rannsóknarnefndar sem þjóðkirkjan skipaði til að fara yfir alla meðhöndlun kirkunnar manna á erindum kvennanna.
Flestir myndu nú telja að með þessari niðurstöðu væru málin komin á endastöð, enda hafa konurnar í raun fengið allar sínar kröfur uppfylltar varðandi viðurkenningu á réttmæti ásakana sinna, Ólafur látinn fyrir nokkrum árum og í raun ekkert fleira sem hægt er að gera í málunum.
Ein kvennanna, þ.e. Sigrún Pálína, virðist hins vegar vera komin í einhverskonar stríð við þjóðkirkjuna sem stofnun og henni duga engar viðurkenningar eða rannsóknarniðurstöður. Næst á dagskrá hjá henni er að krefja biskupinn og sóknarprestinn í dómkirkjunni um tugmilljóna skaðabætur fyrir að viðurkenna ekki hvað var sagt og ekki sagt á fundir þeirra og Sigrúnar fyrir mörgum árum síðan.
Líklegt er að stuðningur almennings við málstað þessara kvenna fjari út, ef halda á áfram ásökunum á nýja og nýja presta, fyrir nýjar og nýjar sakir, ásamt tugmilljóna peningakröfum.
Nú er mál að linni.
Biskup segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þú ættir að kynna þér málsvexti aðeins betur. Ásakanir á núverandi biskup eru ekki að koma fyrst upp á yfirborðið núna - maðurinn reyndi að hylma yfir kynferðisglæp. Þessar konur misstu mannorð sitt og voru kallaðar lygara og hórur og afleiðingar þessa máls fylgdu þeim í mörg ár á eftir. Skaðinn er meiri en tilfinningaleg óþægindi yfir einhverju sem var sagt eða ekki sagt á einhverjum fundi fyrir mörgum árum síðan. Finnst þér kannski að Breiðavíkurdrengjum hafi verið umbunað?
Guðrún (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:27
Reyndar þótti mér peningagreiðslurnar til þeirra sem vistaðir voru á ýmsum stöðum óþarfar, ekki síst eftir allan þennan tíma. Afsökunarbeiðni yfirvalda til þeirra sem hlutu illa meðferð hefði alveg átt að duga.
Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2011 kl. 22:36
Með fullri virðingu Axel þá held ég að þú hafir ekki getuna til að setja þig í spor Sigrúnar og tel þar af leiðandi að þú ættir í raun að hafa sem fæst orð um hvaða málalok séu fullnægjandi. Sú er mín skoðun, en þú átt auðvitað fullan rétt á þinni.
Jón Flón (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:49
Grundvallarkrafan er að Karl víki vegna meintra ávirðinga. Fébætur eru annar þáttur. Er hægt að skilja þetta aðí umræðunni?
Sigurbjörn Sveinsson, 11.6.2011 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.