Hvaða Íslendinga er ESA að tala um?

ESA segir í áliti sínu um Icesaveskuldina, að "Íslendingar" hafi þrjá mánuði til að greiða Bretum og Hollendingum innistæðutrygginguna og geri "þeir" það ekki verði "þeim" stefnt fyrir Eftadómstólinn.

Samkvæmt tilskipunum ESB var engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta og því ekki annað að sjá en embættismenn ESA séu stirðlæsari og hafi jafnvel minni lesskilning en flestir aðrir úr því að þeir virðast blanda ríkissjóði inn í málið.

Ekki kemur fram í áliti embættismannanna hvað Íslendinga þeir eiga nákvæmlega við, sem þeir ætlast til að greiði innistæðutrygginguna, t.d. hvort þeir meina mína kennitölu eða kennitölu gamla Landsbankans, sem stofnaði til þessara innlánsreikninga, sem málið snýst um, en ég persónulega kom ekki nálægt.

Þetta álit embættismanna ESA er auðvitað að engu hafandi og fari svo að þeir álpist til að stefna málinu fyrir EFTAdómstólinn, þá er enginn vafi að mín kennitala og annarra Íslendinga mun verða sýknuð af allri kröfugerð, en afar líklegt er að dómur falli gamla Landsbankanum í óhag.

Þegar að því kemur mun slitastjórn bankans væntanlega taka upp samninga við Breta og Hollendinga um hvernig og á hve löngum tíma dóminum verður fullnægt.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála þessu hjá þér Axel.  Mín kennitala skuldar þetta ekki og ekki heldur ríkissjóður Íslands.  Það hefur aldrei verið umdeilt og meira að segja búin að falla dómsmál því til sönnunar að allar Icesave skuldirnar eru forgangskröfur í þrotabú Landsbankans og fari allt á besta veg í innheimtum krafna og sölu eigna þá er mikið meira en nóg til fyrir þessum kröfum öllum að meðtöldum eðlilegum vöxtum.

Svona fréttir og svona ónákvæmni í yfirlýsingum er óþolandi.  Ef einn breti skuldar mér pening þá segi ég ekki að "bretar" skuldi mér og meina alla þjóðina. 

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 12:11

2 Smámynd: NizzPizz

Það er staðreynd að EFTA dómstóllinn úrskurðar gegn áliti ESA í færri en 10% tilvika og þið þykist vera handvissir um það að okkar mál sé svo einstakt að við getum ekki tapað??

 Hvernig er útsýnið þarna inn í rassgatinu á ykkur??

NizzPizz, 10.6.2011 kl. 14:21

3 Smámynd: Jón Óskarsson

NizzPizz - kurteisi er alveg í lagi á netinu.  En burt séð frá því þá geri ég ráð fyrir að þú sért svokallaður Já-maður (sem er auðvitað öfugmæli), þá væri gott að fá frá þér svör við því hvernig já-menn sáu fyrir sér að Íslenska ríkið gæti greitt bara vexti sem áttu að gjaldfalla bara núna fram til áramóta á þessu ári.  Skv. mínum útreikningum hefði þurft að hætta við allar vaxtabætur, barnabætur og fæðingarorlof þetta árið til að eiga fyrir þessu. Hvernig sást þú þetta ?

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 16:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

EFTAdómstóllinn getur aðeins fellt úrskurð um að innistæðueigendum á Icesave skuli greidd innistæðutryggingin og um það skuli gert hefur aldrei verið neinn ágreiningur.

Ágreiningurinn snerist um það, hvort íslenskir skattgreiðendur ættu að taka á sig ábyrgð á því að það yrði gert og greiða það sem út af stæði, ef þrotabúið gæti ekki greitt alla upphæðina. Þar til viðbótar ætlaði Steingrímur J. að láta skattgreiðendur borga vexti af skuldinni þangað til hún yrði uppgreidd, enda búið að festa kröfuna í þrotabúið og það mun ekki greiða neina vexti, frekar en önnur þrotabú.

Skattgreiðendur á Íslandi opnuðu enga innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi og því koma Icesavereikningarnir þeim minna en ekkert við.

Hvernig sem dómur fellur fyrir EFTAdómstólnum verður því ekki trúað að nokkur ríkisstjórn láti sér detta í hug að fara í stríð við þjóðina í fjórða sinn vegna þessa máls, en þjóðin er búin að hafna því algerlega að skipta sér af þessu uppgjöri þrotabúsins við Breta og HOllendinga.

Enga greiðslu má reiða af hendi úr ríkissjóði, nema samkvæmt lögum og kjósendur hafa hafnað slíkum lögum í tvígang og mundu vafalaust gera það í þriðja sinn, detti þingmönnum í hug að efna til stríðs um málið enn á ný.

Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2011 kl. 17:24

5 identicon

Álit ESA er einungis til heimabrúks fyrir Evrópusambandið fyrir hönd Breta og Hollendinga sem augljóslega pöntuðu niðurstöðuna fyrir löngu.   Niðurstaða ESA var fyrir löngu ákveðin og jafnvel vituð eftir að illilega vanstilltur forstjóri stofnunarinnar gerði á sig fyrir hönd batteríisins með að lýsa yfir sekt og greiðsluskyldu þjóðarinnar, áður en andsvars íslenskra stjórnvalda lág fyrir.

Per Sanderud forstjóri ESA sagði við Fréttablaðið 25. júní 2010.:

"Fari þetta [Icesave] fyrir dómstólinn mun hann staðfesta að Íslendingum beri að borga þessar 20.000 evrur og dómstóllinn mun fylgja því eftir."

Þessi ótrúlegu ummæli lætur hann falla löngu áður en Ísland svarar áliti ESA, og það þarf ekki neinn kjarneðlisfræðing til að sjá að stofnunin er fullkomlega vanhæf að fjalla um málið vegna niðurstöðu sem er fengin áður en málið fær efnislega umfjöllun þar sem hann augljósleg vill meina að EFTA dómstóllinn felli úrskurð eins og hann og ESA skipar honum fyrir. 

 Þetta hafði Evrópuvaktin um málið að segja.:

"Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, (ESA), tók svo eindregna afstöðu gegn hagsmunum Íslendinga í Icesave-málinu á fundum í tengslum við 50 ára afmæli EFTA hér á landi í síðustu viku, að spurningar hafa vaknað um hæfi ESA til að fjalla frekar um þetta mál. Samkvæmt upplýsingum Evrópuvaktarinnar undrast fróðir menn um EES-rétt og hæfisreglur, að íslensk stjórnvöld hafi ekki nú þegar krafist frávísunar málsins frá ESA

ESA sendi 26. maí áminningarbréf til Íslands vegna Icesave. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu eða til 26. júlí.

Þegar Per Sanderud ræddi þetta mál hér á landi á fundum og í fjölmiðlum í síðustu viku, kom hvarvetna fram, að hann teldi málstað Íslands á þann veg, að ekkert fengi breytt niðurstöðu ESA. Málið er á umsagnarstigi gagnvart ESA og er beðið svara íslenskra stjórnvalda. Á það er bent af viðmælendum Evrópuvaktarinnar, að með orðum sínum hafi Sanderud rýrt svo stöðu ESA sem óhlutdrægs eftirlitsaðila í málinu, að ekki sé unnt að halda því áfram á þeim vettvangi. Beri íslenskum stjórnvöldum að krefjast frávísunar á málinu, á meðan Sanderud stjórni ESA.

Engin eðlilegur dómstóll mun taka mark á niðurstöði EFTA dómstólsins eftir þessa uppljóstrun í málinu.  Að vísuber okkur engin skylda að ansa neinu sem frá EFTA dómstólnum kemur og Héraðsdómur Reykjavíkurer fullkomlega óbundinn af niðurstöðu hans, þas. ef að einhver kæra verður lögð fram í málinu (sem vonandi verður gert) frá Bretum og Hollendingum.

Allir þokkalega gefnir sem vilja þjóðinni vel vita og sjá að ESA og EFTA dómstóllinn starfar eftir fyrirmælum Breta og Hollendinga sem Evrópusambandið ástsæla leppar og hlýðir eins og þægur flóarakki í bandi.

Það er ánægjulegt að sjá enn einn 180 gráðu snúning stjórnvalda og nú undi forystu Árna Páls Árnasonar sem heldur uppi málstað NEI manna og segir engar skyldur hvíli á okkur að greiða það sem ESA fullyrðir að við skuldum.  Núna er fullkomin samhljómur allra flokka svo að Samfylkingin, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins séð af ómerkilegum tilburðum sínum gegn íslensku þjóðinni með að ganga erinda erlendra fanta.

Batnandi mönnum er best að lifa ... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:16

6 identicon

Þetta hefur allt legið ljóst fyrir frá upphafi. Annaðhvort borgum við (ég þar með talinn) þessa summu eða okkur verður hent út úr EES. Okkar er valið.

Pétur (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:19

7 identicon

úr EES miðað við gefna möguleika hjá Pétri

Atli (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:41

8 Smámynd: Jón Óskarsson

@ Guðmundur:  Við höfum það góðan málstað að verja að meira segja menn eins og Árni Páll "snúast á einu augabragði" eins og einn ágætur flokksbróðir hans orðaði það svo skemmtilega af öðru tilefni þó.

@ Pétur: Hræðsluáróður sem engan hræðir.  Hvorki ég né þú eigum né þurfum að borga eitt né neitt.  Hins vegar hefði þurft að skattleggja þjóðina á árinu 2011 um auka 26,3 milljarða bara til þess að standa straum af greiðslum þessa árs hefði Icesave III verðið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Þeir fjármunir hefðu ekki náðst til baka.

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 20:53

9 Smámynd: Elle_

No. 2 er ekki einu sinni svaravert, Jón Óskarsson, og ég er sammála þér að öllu leyti.  Já, hvaða Íslendinga er verið að tala um?  Og hvað kemur ICESAVE ríkissjóði við?  Ekki neitt.  Hvað finnst Pétri liggja ljóst fyrir?  Og já, endilega út úr EES sem hefur stórskaðað okkur.  Hví hafa ICESAVE-JÁ-SINNARNIR ekki fyrir löngu farið að borga kúgunina?  Við hin ætlum ekki að gera það.

Elle_, 10.6.2011 kl. 21:05

10 identicon

Þetta snýst bara um það að við Íslendingar höfum verið að belgja okkur aftur og bak og áfram útaf engu -- eða litlu amk. --  af því að við erum svo dæmalaust miklir kallar. Á endanum borga eignir bankans mest og við restina, ef einhver glóra er í kolli þessar þjóðar (sem stundum ma efast um). Þeir sem halda að einhvern veginn sé hægt að fórna EES venga misskilins heiðurs ættu að hugsa sig um tvisvar. A) Iseave verður aldrei nema dropi í hafið (við erum búin að greiða grillljónir þegar vegna mistaka Davíðs og Halldórs og þær koma alldrei aftur) og B) uppsögn EES þýðir einfaldlega að við þurfum að lækka verðið á öllum útlflutningi okkar um fullt af prósentum. Er vitleysan þess virði? Horfumst bara í augun á því að gamlir lúserar (DO og ÓRG) hafa haft okkur að fíflum -- og er ekki rétt að hugsa sig um tvisvar þergar þau tvö erkifífl eru sammála um nokkurn skapaðan hlut!

Pétur (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:03

11 Smámynd: Elle_

ICESAVE er EKKI okkar skuld.  Við borgum ekki kúgun og það gerir enginn heilvita maður.  Núna verður þú bara að fara að borga sjálfur.  Skítt með EES, það er engin fórn að losna við hann.  

Elle_, 11.6.2011 kl. 00:41

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svolítið merkilegt, og þó kannski ekki, að engin af undirlægjum Breta og Hollendinga, sem hér hafa sett inn athugasendir, hafa þorað að gera það undir fullu nafni.

Nafnleysingjar og aðrir hugleysingjar eru í raun ekki svaraverðir, en aumur er hver sá, sem ekki hefur snefil af þreki til að berjast fyrir réttindum sínum fram í rauðan dauðann, þó við erlend kúgunaröfl sé að eiga.

Fyrst þessum vesalingum er svona annt um að gefast upp fyrir fjárkúgurunum, er óskiljanlegt af hverju þeir hafa ekki rottað sig saman og tekið að sér að borga þetta sjálfir úr eigin vasa. Það er þeim sjálfsagt frjálst að gera og ef einhver snefill af manndómi væri í þeim, myndu þeir drífa í málinu og láta aðra í friði, sem ekki vilja láta kúga sig.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2011 kl. 08:04

13 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er einnig merkilegt að hinir svokölluðu já-menn (sem er auðvitað öfugmæli), virðast vera alveg einstaklega pirraðir, hafa engin málefnaleg rök, eru þess í stað með skítkast út í allt og alla sem eru á annarri skoðun, gera mönnum upp skoðanir án þess að þekkja neitt til einstaklings, uppnefna menn og er með hreinan dónaskap.  

Enginn þeirra treystir sér til að nefna fjárhæðir, enginn þeirra er tilbúinn að útskýra hvernig það er framkvæmanlegt að samþykkja kröfur gömlu nýlenduþjóðanna.  Svo blanda menn saman eplum og appelsínum og virðast ekki skilja muninn á því hvort greitt er úr ríkissjóði eða úr þrotabúi Landsbankans. 

Það er jafnframt afskaplega óviðeigandi að vera með stóryrtar athugasemdir, dónaskap og skítkast og geta ekki látið svo lítið að koma fram undir nafni og standa við stóru orðin.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 15:08

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heigulshátturinn kemur ekki síst fram í nafnleysingu og dulnefnunum. Þessi dusilmenni gætu aldrei, né þyrðu, að viðhafa stóryrðin undir fullu nafni.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2011 kl. 15:58

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skítt með EES, það er engin fórn að losna við hann.

Það væri sjálfgert ef EFTA-dómstólinn kemst að sömu niðurstöðu og ESA, því sú túlkun EES-samningsins brýtur í bága við stjórnarskránna sem er honum æðri. Ef þannig færi þá stæðum við skyndilega uppi með einn best stæða ríkissjóðinn í álfunni, og íslensk ríkisskuldabréf yrðu gríðarlega eftirsóttur fjárfestingarkostur.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 17:35

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur 2. Gunnarsson: Núna er fullkomin samhljómur allra flokka - Já, og þessi árangur NEI-hreyfingarinnar á sér líklega fáar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 17:38

17 Smámynd: Elle_

Axel: >Fyrst þessum vesalingum er svona annt um að gefast upp fyrir fjárkúgurunum, er óskiljanlegt af hverju þeir hafa ekki rottað sig saman og tekið að sér að borga þetta sjálfir úr eigin vasa. Það er þeim sjálfsagt frjálst að gera og ef einhver snefill af manndómi væri í þeim, myndu þeir drífa í málinu og láta aðra í friði, sem ekki vilja láta kúga sig.<

Já, við höfum verið að segja þetta í yfir 2 ár núna og enn hafa þeir EKKERT farið að borga úr eigin vasa.  NEI, enn djöflast þeir á okkur hinum og heimta að við borgum og við sættum okkur við erlenda fjárkúgun og fjárkúgun innlendra EU-fíkla og ICESAVE-STJÓRNARINNAR.  Við höfum jú alltaf vitað að ICESAVE er ekkert nema kúgunarmiðinn inn í EU-stórríkið.  

Elle_, 11.6.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband