Jóhanna vill leita sátta!!!!!!

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- og jafnréttisráðherra, braut jafnréttislög þegar hún réð skrifstofustjóra í forsætisráðuneytið og sniðgekk með því konu, sem taldist a.m.k. jafnhæf, ef ekki hæfari, til að gegna starfinu og karlinn sem ráðinn var.

Jóhanna er þekkt fyrir þrjósku sína og óbilgirni og hefur fram til þessa náð sínu fram með bægslagangi og hótunum, en öllum til mikillar furðu lýsir hún því yfir núna, að ekkert nema blíðan og sáttfýsin stjórni gerðum hennar í þessu máli, en konan sem lög voru brotin á hefur lýst því yfir að hún muni krefjast skaðabóta vegna lögbrotanna og fá Jóhönnu dæmda til þess fyrir dómstólum.

"Ég ætla ekki að fara með þetta mál fyrir dómstólana. Ég vil leita sátta í þessu máli og að því hefur verið unnið," sagði Jóhanna á þingi í dag, aðspurð um það hvort hún ætlaði virkilega ekki að láta sér segjast og semja um málið án þess að fá á sig dóm ofan á aðra skömm vegna þessa.

Að Jóhanna boði sættir í nokkru máli yfirleitt eru mikil tíðindi og vekur upp þá spurningu hvort slík hugarfarsbreyting leiði til breyttra vinnubragða og framkomu í öðrum málum á næstunni. 

 


mbl.is „Ég vil leita sátta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ömurlegasta við þetta allt saman er að það er ríkið á endanum sem þarf að borga fyrir Óhæfi Jóhönnu, að mínu mati þá ætti hún persónulega að vera kærð og þurfa sjálf að greiða sektina.!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.6.2011 kl. 14:58

2 identicon

Hún Jóhanna getur bara komið sér frá völdum,þá yrði þjóðin SÁTT.

Númi (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 15:05

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Við hliðina á bindandi úrskurði um brot á jafnréttislögum, þá eru rýnihópar, starfshópar eða hverju nafni sem þeir hópar nefnast, ekkert annað en aumkunnarverð tilraun forsætisráðherra til þess að afmá sína eigin skömm í málinu.

Það má vel vera að þetta ráðningarferli sem að varð til þess að kært vegna, hafi verið hið faglegasta í alla staði, alls konar fagfólk kallað til og allar hliðar málsins skoðaðar. En ef þetta faglega verklag, tekur ekki tillit til gildandi laga í landinu, þá er öll fagmennska gagnslaus með öllu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.6.2011 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband