Steingrímur fyrir og eftir Icesave

Það var aldeilis annar tónn í Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, í ræðu hans við Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi í kvöld en var fyrir nokkrum vikum, þ.e. fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um hvort ríkisstjórninni yrði veitt heimild til að selja íslenskan almenning í skattalegan þrældóm í þágu útlendra ofstopaþjóða.

Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Steingrímur þjóðinni að samþykkti hún ekki þrælasamninginn færi allt á vonarvöl í landinu, lánshæfismat myndi lækka, AGS myndi ekki staðfesta fimmtu endurskoðun samstarfsáætlunarinnar um efnahagsmálin og þar með myndu sjóðurinn og norðurlöndin ekki afgreiða frekari lán til landsins, engar erlendar fjármálastofnanir myndu líta við íslendingum framar og fjárfestar myndu ekki svo mikið sem millilenda á Keflavíkurflugvelli og hvað þá fást til að fjárfesta svo mikið sem einn dollar í atvinnuuppbyggingu hérlendis.

Ekkert af þessum bölbænum Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar rættust, enda virðist þessir falsspámenn halda að þjóðin sé búin að gleyma svartagallsrausinu, því nú hefur blaðinu algerlega verið snúið við og í ræðu sinni í kvöld reyndi Steingrímur J. að sannfæra þjóðina um að erfiðleikar hennar við að framfleyta sér og greiða nauðsynlega reikninga, séu bara alls ekki fyrir hendi, heldur drjúpi nú smjör af hverju strái og gull og grænir skógar bíði þess að fólkið teygji út hendurnar til að meðtaka gnægtirnar.

Steingrímur J. er góður ræðumaður og munar ekkert um að skipta um málstað og afstöðu til málefna. Hann er jafn mælskur, hvaða boðskap sem honum dettur í hug að bjóða áheyrendum upp á hverju sinni.

Þjóðin veit hinsvegar nú orðið að ekkert er að marka það sem hann segir, hvorki þegar hann fer með bölbænirnar eða aðra og fallegri sálma.


mbl.is Fordæmir niðurrifsöfl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju tala Steingrímur og hans hyski ekki um heimilin í landinu???? Hann færi jú létt með að ljúga til um "hvað þau hafa það nú gott" ............

Biggi (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:23

2 identicon

Ef lygi "stjórnarinnar"? væri nærandi væri ekki þörf á neinum innflutningi matvæla, né landbúnaði á landinu.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband