Pólitísk réttarhöld

Það, að saksóknari Alþingis hyggist reka mál Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. á hendur Geir H. Haarde á vefsíðu embættisins, gengur fram af flestum, enda nýnæmi að reka mál bæði í réttarsal og fyrir dómstóli götunnar.

Að Geir H. Haarde skuli einum vera stefnt fyrir Landsdóm og ákærður fyrir óljósar og matskenndar sakir, er hneyksli út af fyrir sig og líklega ekki við öðru að búast en að málareksturinn verði í samræmi við það.

Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman fyrr til þess að dæma um "glæpi" ráðherra og því alveg með ólíkindum að þegar það er svo gert, skuli það vera vegna pólitísks hefndarþorsta eintakra ofstækismanna, sem reyna þannig að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi.

Fordæmið hefur verið gefið og strax við næstu stjórnarskipti hlýtur að mega gera ráð fyrir að a.m.k. Jóhönnu Sigurðardóttur og alveg sérstaklega Steingrími J. verði stefnt fyrir Landsdóm vegna þeirra svika og óhæfuverka, sem þau hafa unnið gegn þjóðinni á þessu kjörtímabili.

Nægir að nefna Icesave og vogunarsjóðavæðingu bankanna á kostnað skuldugra heimila sem ástæðu til stefnu fyrir Landsdóm. 


mbl.is Saksóknari tapað áttum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur allavega fyrir að tveir af núverandi ráðherrum, þ.e. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir og umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hafa hlotið dóm fyrir það að brjóta lög í embættistíð sinni. Að vísu getur sá dómur ekki dregið þær persónulega til ábyrgðar heldur bara embættið, þ.e. almenning þar sem það er almenningur sem borgar brúann fyrir þessi lögbrot þeirra.

Væri ekki rétt að þessi mál færu líka fyrir Landsdóm, þannig að ráðherrum sé það ljóst að ábyrg, þ.e. persónulega ábyrgð, fylgir því að hafa vald til að taka ákvarðanir???

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessir ráðherrar, sem þú nefnir, ásamt öðrum siðleysingjum á Alþingi hafa sett fordæmi um að pólítískum andstæðingum skuli stefnt fyrir Landsdóm og hljóta því að vera viðbúnir því, að þurfa að hljóta slík örlög sjálfir.

Embættisfærsla þeirra á kjörtímabilinu bendir hins vegar til þess að siðblinda þeirra sé slík, að þeir reyni ekki einu sinni að vanda verk sín til að forðast Landsdóminn.

Axel Jóhann Axelsson, 4.6.2011 kl. 19:02

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta mál er andstyggilegur skandall frá byrjun, og engum til framdráttar, því síður sóma!

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2011 kl. 21:40

4 identicon

Sæll.

Mér finnst það segja nokkuð um þessa ágætu konu að hún skuli fást til að taka þátt í þessari vitleysu. Ætli hún sé ekki að reyna að slá sér pólitískar keilur, vilji komast í ráðherrastól þó hún sitji ekki á þingi líkt og Gylfi og Ragna?

Helgi (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:16

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Virðingaleysi ráðherra og þingmanna gangvart lögum er algjört og fólk virðist geta komist upp með allt sem ráðherra, en fyrning ráðherraábyrgðar með þeim eindæmum að maður á ekki orð.  Stór hluti þingheims var vanhæfur við atkvæðagreiðslu um að hvort ákæra ætti Geir Haarde, og hina 3 fyrrum ráðherra.  Björgvin G. fékk vægustu meðferðina vegna þess að hann vissi ekki neitt.

Ég ók einu sinni af Höfðabakka þar sem var 60 km hámarkshraði og inn á Stekkjarbakka og hélt sama hraða og var stöðvar og sektaður.  Það dugði mér ekkert að segja að ég hefði ekki vitað að það var annar hámarkshraði á götunni sem tók við af Höfðabakka, ég fékk sektina samt.  En ég var heldur ekki ráðherra.

Jón Óskarsson, 4.6.2011 kl. 23:47

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þá kemur stóra spurningin. Hvað gerir þjóðin ef Geir einn og sér verður sakfelldur, því það er samviskuspurning allra flokka, eða hvað?

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:02

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er náttúrulega bara skrípaleikur að ætla að sakfella hann einn og sér. Listinn yfir fjórmenningana var líka fáránlegur því á hann vantaði að minnsta kosti Jóhönnu Sigurðardóttur úr ríkisstjórn Geirs. 

En verði Geir sakfelldur, þá hlýtur þjóðin að heimta að Jóhanna og Steingrímur ásamt hugsanlega Árna Páli og kannski fleiri núverandi ráðherrum verði nú þegar ákærðir og Landsdómur kallaður saman vegna þeirra.

Jón Óskarsson, 5.6.2011 kl. 00:59

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Svo býsnast þessi Jóhanna og stjórnarliðar,yfir gjörðum forseta Íslands að neita að staðfesta Icesave, ,,því það er ekki venja,, eða hvernig sem þau orðuðu það.  þau halda að þau séu mátturinn og dýrðin.

Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2011 kl. 01:59

9 identicon

enn hvað með sólbrúnu líka hana.

gisli (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband