Ómarktækur seðlabanki

Seðlabankinn er sú stofnun sem á að halda utan um ýmsar tölulegar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins og gefur jafnframt út spár um fjárhagslega framtíð þjóðarbúsins og afkomu þess.

Á undanförnum misserum hefur seðlabankinn sagt að erlendar skuldir þjóðarbúsins væru ekki hærri en svo, að jafnvel þó ríkissjóður tæki á sig stórkostlegar skuldbindingar vegna Icesave, þá væri staðan vel viðráðanleg og myndi ekki setja peningalega stöðu þjóðarinnar í neina hættu.

Reiknimeistarar seðlabankans eru þó ekki nákvæmari í útreikningum sínum en það, að þeir hafa vanmetið erlendu skuldastöðuna um tæplega 100%, eða eins og segir í fréttinni: "..að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins, að gömlu bönkunum undanskildum, voru til að mynda um 827 milljarðar á fjórða ársfjórðungi 2010 í stað þeirra 434 milljarða sem áður hafði verið gert ráð fyrir."

Svona skandall í útreikningum á lykiltölum í þjóðarbúskapnum myndi í öllum siðmenntuðum löndum leiða til afsagnar seðlabankastjórans og annarra lykilmanna bankans sem eiga að bera ábyrgð á trúverðugleika hans.

Héðan í frá verður að taka allt sem frá seðlabankanum kemur með mikilli varúð, enda ekki hægt að treysta neinu sem þaðan kemur, miðað við þetta hneyksli sem upp er komið vegna vitleysunnar um erlendu skuldirnar. 


mbl.is Skuldir þjóðarbúsins mun hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Axel, ég verð að segja að þessar fréttir slá mann þó svo að misjöfn vinnubrögð hafi liðist hjá þessari blessaðri Ríkisstjórn og ætti ekki að koma manni á óvart lengur þá slá þessar fréttir og eru þær þess eðlis að öll Seðlabankastjórn ætti að labba út strax í dag og Ríkisstjórnin á eftir...

Það lítur út fyrir að meðvitað sé búið að vera að segja okkur annað en er....

Það er nú svo að þeir sem segja ósatt eru ekki að því vegna þess að þeir eru að hlífa öðrum frá sannleikanum heldur segi ég að þeir sem ljúga gera það vegna þess að þeir sjálfir eru ekki að geta horft á stöðuna eins og hún er...

Var Seðlabankastjóri ekki ráðin af Forsætisráðherra Þjóðarinnar Jóhönnu Sigurðardóttir...

Það situr í mér atriði þar sem hann kom fram og vildi meina að  hann væri nú að fara í talsvert lægri laun frá því sem var en þótti það allt í lagi...

Það verður að koma þessu fólki frá tafarlaust núna vegna þess að þetta er ekki okkur vel til eins og öll vinna frá þessu fólki ætti að vera, það er okkur til góða fyrir framtíð okkar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.6.2011 kl. 08:08

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ingibjörg Guðrún,  það þíðir ekkert að tala til að lostna við þetta fólk, það er full reynt.  Það sem ekki hefur en verið reynt er að fá til þess verkfæri og vinnufúsar hendur.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 4.6.2011 kl. 08:45

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hrólfur það er ljótt að segja það, en ég held að þetta sé rétt hjá þér. þetta á eftir að enda með ósköpum, og eins og Axel segir. Það er engu trúandi sem þetta lið segir!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.6.2011 kl. 10:30

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf mjög einbeittan vilja til þess að reikna svona vitlaust.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.6.2011 kl. 10:42

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, að það hlýur að þurfa einbeittan vilja eða yfirgripsmikla vanþekkingu á viðfangsefninu til þess að reikna svona vitlaust.

Axel Jóhann Axelsson, 4.6.2011 kl. 14:47

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já strákar þið segið það og Hrólfur ég er líka svolítið hrædd um að þú segir rétt en samt sem áður þá á maður ekki að þegja þegar svona fréttir koma og ekkert að því að segja það sem manni finnst vegna þess að þetta er ekki sú siðferðismynd sem ég vil búa við eða óska mínu fólki...

Það sem að þessari Ríkisstjórn er búið að takast vel er að grafa undan öllu trausti...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:28

7 Smámynd: Sandy

Ja, hvorri útgáfunni af stöðu þjóðarbúsins er meira trúandi? Sá sem lýgur einu sinni hann getur logið aftur. Mín skoðun er sú að báðar niðurstöðutölurnar séu lýgi, við megum ekki gleyma því að í fyrri útgáfu hagtalna var um að ræða að fá fólk til að samþykkja Icesave, þá kom það ríkisstjórninni mjög,mjög vel að skuldir þjóðarbúsins væru vel viðráðanlegar en núna þarf ríkisstjórnin að búa þjóðina undir að fara inn í ESB og það án þess að fá nokkru um það ráðið, og til að komast hjá miklum óróa þá er kjörið að sýna skuldir okkar svo miklar að við eigum varla annarra kosta völ en að ganga inn í þessi ömurlegu spillingarsamtök.

Það þarf að losna við þessa ríkisstjórn strax. Allir tilburðir hennar eru í líkingu við valdarán.

Sandy, 5.6.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband