Forseti ASÍ eða hvað?

Ekki er nokkur leið að átta sig á því hvaða hagsmunamat Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, leggur á hlutverk sitt sem talsmanns launþega og forystumanns þeirra í viðræðum um kjör umbjóðenda sinna til lengri tíma litið.

Allt tal hans um að nú sé hann, ASÍ og launþegahreyfingin í fýlu og vilji alls ekki lengur semja til þriggja ára, nánast sama hvað í boði væri frá SA einungis vegna þess að viðræðurnar hafa ekki gengið nákvæmlega eins og fulltrúar ASÍ óskuðu, er algerlega út í hött og rugl hans um að atvinnurekendur geti ekki leyft sér að hugsa um sína hagsmuni í viðræðunum er vægast sagt kjánalegt, enda hlýtur það að vera hlutverk SA að gæta hagsmuna atvinnulífsins í viðræðunum, alveg eins og það er hlutverk ASÍ að gæta hagsmuna launþega.

Líklega skýrist þetta digurbarkalega tal ASÍ-forystunnar núna af því, að stutt er í 1. maí og á þeim degi telur forystan nauðsynlegt að tala fjálglega og digurbarkalega um kröfur sínar og tregðu illmennanna innan SA til að samþykkja þær, enda séu þeir eiginhagsmunaseggir og illmenni, sem stöðugt níðist á launþegum landsins og arðræni þá.

Daginn eftir eldheitar barátturæðurnar má svo reikna með að sest verði niður í karphúsinu og gengið frá þriggja ára kjarasamningi, eins og ekkert hafi ískorist.


mbl.is Ekki hægt að hafa þetta eins og jójó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Gylfi er afskaplega fúll yfir mörgu:

a) hann getur ekki verið inn á Alþingi því þá fengi hann bara 1/3 af þeim launum sem hann hefur sem forseti ASÍ

b) hann er fúll yfir því að einhver geti verið á móti aðild að ESB

c) hann er fúll yfir því að félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hlustuðu ekki á hótanir hans fyrir Icesave kosninguna

d) hann er fúll yfir því að einhver lán bankana skuli hafa verið dæmt ólögmæt

e) hann er fúll út í alla sem hafa aðra skoðun en hann á verðtryggingu fjárskuldbindinga

f) hann er fúll yfir því að formaður Verkalýðsfélags Akraness skuli skamma hann opinberlega og að sá maður skuli setja hagsmuni félagsmanna sinni fram yfir eigið framapot innan verkalýðshreyfingarinnar eða stjórnmálanna

en hann er glaður yfir því að:

1) samflokksmaður hans Árni Páll mergsýgur almúgann í landinu með ákvörðunum um afturvirka vexti við endurútreikning ólöglegra lána (Mesta snilldin þar er að fólk sem greiddi upp lán árið 2007, fékk nú bakreikning upp á kr. 700.000 nærri 4 árum síðar)

2) hann gleðst yfir því hvað verðbólgan er mikil, því þá sannar verðtryggingin sig sem hann er "varðhundur nr.1" yfir

3) hann gleðst yfir því að Samfylkingin skuli leiða ríkisstjórnina og honum er alveg sama þó ekkert sé gert í atvinnumálum né neinu öðru.  Allt fyrir "málstaðinn" og það að "hans fólk" sé við völd

Ég er þér sammála með það að miklar líkur eru á því að menn skrifi undir samning á mánudag/þriðjudag eins og ekkert hafi í skorist eftir að leiksýningum aprílmánaðar og 1.maí lýkur :)

Jón Óskarsson, 29.4.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er frábær greining á gleði og sorgum Gylfa.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 15:31

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Axel, Gylfi gerir rétt í því að hafna að taka þátt í þessari endemis vitleysu sem búið er að teikna upp í kringum LÍÚ. Hann og allir launamenn skilja að hér verður enginn hagvöxtur fólksins í landinu ef haldið verður áfram með kvótakerfið.

Sukkið í bönkunum mun halda árfram og afskriftir útgerðar munu dynja á þjóðinni á meðan HIRÐIN  slær um sig með stolnu fé. Stolnu frá þjóðinni. 

Þjóðin þarf að fá að tala í kvótamálinu og afnema þennan óskapnað ef á að ná okkur upp úr þeim öldudal sem við sukkum í í kjölfar óða græðgi. Það er blindur maður sem ekki sér órættlætið og yfirganginn sem almenning er sýndur af hendi LÍÚ bræðrafélagsins.

Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ASÍ hefur aldrei mótmælt kvótakerfinu og sjómannasambandið og önnur félög sjómanna styðja það heilshugar.

Fíflagangurinn í ASÍ hefur því ekkert með andstöðu við fiskveiðistjórunarkerfið að gera.

Þetta er bara belgingur, sem hugsaður er til að friða launþega fram yfir 1. maí og síðan fellur allt í dúnalogn aftur og skrifað verður undir samninga innan langs tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 22:39

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

HEILSHUGAR? Ef einhver tjáir sig er hann tafarlaust rekinn og allt gert til að gera hann og fjölskyldu hans gjaldþrota Axel. Ekki tala um það sem þú virðist ekki skilja.Þð eru margir sem hafa númer þorsteins Má á símunum hjá sér og þeir fengu ekki að heyra neinn engla boðskap trúðu mér. 

Farðu um borð í skip og fáðu að heyra skoðun áhanarinnar á kvótanum? Meira segja þú munt verða agndofa þegar þú heyrir rökin...svipuð og hjá Hannesi Holms.

ASI veit að hér verður ekki kjarabætur til framtíðar ef þetta kvótakerfi verður til áfram og skuldirnar halda áfram að hlaðast á þjóðina. Vonandi veður þetta sögufrægasti 1 maí sem ég hef lifað vona að líf LÍÚ ráiðist á þessum degi komandi. 

Hugsandi verður lokaslagurinn á torginu fyrir framan skrifstofu LÍÚ og þar endalega ljúki mesta niðurlægingar skeiði Íslensku þjóðarinnar sem hófst við setningu kvótalaganna. Þá skildi milli okkar og Norðmanna - þeir urðu ríkasta þjóð veraldar á sama tíma og við erum orðin fátækasta þjóð vestur evrópu og þó víðar væri leitað. 

Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 23:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, ekki er ég viss um að 1. maíræðurnar muni snúast um kvótakerfið og mótmæli gegn því. Ef minnst verður á það á annað borð, gæti ég trúað að sölu og leigu kvótans verði mótmælt, en ekki kerfinu sem sliku. Forusta sjómanna er eindregið meðmælt kerfinu, sem slíku, þó framsalinu hafi verið mótmælt á tyllidögum.

Norðmenn urðu hreint ekki ríkasta þjóð í heimi af fiskveiðum. Þeir urðu svona ríkir af olíunni og geta því styrkt sína útgerð og fiskvinnslu ríflega, sérstaklega í norðurhéruðum landsins. Það mundi ekki skipta ríkidæmi þeirra neinu máli, þó þeir hættu algerlega að stunda sjóinn, hvað sem líður öllum kvótakerfum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 01:20

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Axel það er enginn að tala um fiskveiðar vs oliu það eru auðlindir vs auðlindir. Við fórum þá leið að útgerðin stundaði stórfelldan"fjárdrátt" út úr sjávar-auðlindinni til fárra útvaldra og þessir peningar fóru í margföldun í íslensku þjóðfélagi í stað þess að hafa orðið fólkinu í landinu  stuðningur í formi "AUÐLINDA SJÓÐS".  Í framhaldi þessarar peninga prentunar kom HRUNIÐ ala Davíð.

Noregur fór þá leið að halda utan um part af gróðanum draga úr spennu og leggja til hliðar. Sennilega ein flottasta þjóðfélags aðgerð sem framkvæmd hefur verið við auðlinda nýtingu.

Varðandi norska olíu og íslenska orku þá ættum við að sjálfsögðu að hugsa slíkt hið sama varðandi ekki bara fiskveiðar heldur okkar orku. En við höfum þurft á okkar ódýru orku að halda þar sem við höfum ekki undan að borga fjárdráttinn i formi afskrifta "eða fóru kvóta peningarnir til himna"? og enginn þarf að borga? 

Þjóðin er að borga hirð "sægreifa" sem lifir í höllum i London og víðra um heiminn og slær um sig í kauphöllum með illa fengið fé. Hér heima sitjum við uppi með gjaldþrota útgerð sem er með yfir 500 milljarða óborganlega skulda súpu. Telur þú Axel að útgerðin borgi þessar skuldir? Á að ganga að þessum veðum ef þeir geta ekki borgað og afskriftir þurfa að koma til? 

Því miður Axel 1995 var byrjað hér hrikalegt ferli sem gat ekki endað nema á einn veg. Ég og fleiri hömuðumst í ræðu og riti að benda á að þetta væri ekki í lagi en lentum á "dauðalista" LÍÚ.  Enginn mátti stugga við þessum glæp. Ég var heigull að láta þagga niður í mér þegar þeir komu eftir mér annað sinn og þagði fyrir þessa herra í 12 ár. 

Ólafur Örn Jónsson, 30.4.2011 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband