Það verða engin verkföll boðuð

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er farinn að tala digurbarkalega vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum við SA og gefur í skin að boðun verkfalla sé á næsta leiti. 

Samtök atvinnulífsins hanga hins vegar fast á kröfu sinni á hendur ríkisstjórninni um að lausn fáist á framtíðarstjórnun fiskveiða, þannig að sjávarútvegsfyrirtækin viti í hvernig umhverfi þeim verði ætlað að starfa í framtíðinni og verður ekki annað sagt, en að það sé réttmæt krafa enda ríkisstjórnin búin að vera að vandræðast með málið í tvö ár og meira en hálft ár síðan "sáttanefndin" skilaði niðurstöðu, sem engin sátt er um innan stjórnarflokkanna.

SA eru svona stíf á kröfu sinni vegna þess að forsvarsmenn samtakanna vita sem er, að félög innan ASÍ munu ekki boða til neinna verkfalla á næstunni, enda býður atvinnuástandið ekki upp á slíkar aðgerðir því þær myndu ganga af vel flestum fyrirtækjum dauðum, þ.e. öllum þeim sem einhverja möguleika eiga til framhaldslífs, væru aðstæður eðlilegar í efnahagskerfinu.

Líklega mun þrjóska Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóns Bjarnasonar leiða til þess að kjaraviðræður verði í lausu lofti í einhverjar vikur ennþá. 


mbl.is Vísi deilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JRJ

Hvað hafa þessir menn frá ASÍ og SA verið að gera á öllum þessum fundum frá því að samningar losnuðu fyrir c.a 5 mánuðum síðan, allt í einu núna er bara þeirri litlu von sem okkur launþegum var gefið fyrir Icesave kosningar bara vísað til sáttasemjara.

usss og nei við ESB

JRJ, 26.4.2011 kl. 16:36

2 identicon

Það er eins og mig minni að hafa lesið að LÍÚ séu um 7% af SA. Hvert er réttlætið og skynsemin í því að fórna 93% fyrirtækja innan SA fyrir útgerðarmenn? Svona miðað við hvað þú segir um verkföll að 'slíkar aðgerðir ... myndu ganga af vel flestum fyrirtækjum dauðum'???

Nonni (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Axel Þessi skollaleikur LÍÚ gengur út á að fá kvótakerfið í einhverri mynd framlengt um nokkur ár i viðbót. Þá öðlast þeir "hefðbundinn" atvinnurétt og þar með "eignarétt" á auðlindinni.

Eins og sést á ítökunum sem útgerðin hefur nú þegar innan SA eru fjármunir teknir út úr Rúllettu kvótans þegar farnir að vinna fyrir "nýja valdastétt" sem er að ná undirtökum í þessu þjóðfélagi. Miðað við hegðun þeirra nú líst mér illa á framhaldið varðandi LÝÐRÆÐI OG RÉTTLÆTI.

Ólafur Örn Jónsson, 26.4.2011 kl. 18:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, eins og ástandið er núna í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar eru Samtök atvinnulífsins og LÍÚ í afar sterkri stöðu gagnvart ASÍ.

Það mun verða notað út í ystu æsar í baráttunni við ríkisstjórnina um fiskveiðistjórnunina.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2011 kl. 19:02

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já það dylst engum Axel. En það er ekki gæfa til framtíðar ef gefið er eftir til ÞESSA fólk í Kvótamálinu. Ég lærði sögu til að vita hvað á ekki að gera til að forðast óréttlæti og óþarfa ofbeldi.

Með því að láta það fólk sem núna heldur á fiskveiðiréttinum fá eignarétt yfir auðlindum hafsins er ekkert annað en leiguliða fyrirkomulag miðalda fyrirsjáanleg í fiskveiðum við landið.

Því miður lítur einnig út að sama fólk sé að hasla sér völl víðar um þjóðfélagið (kvótapeningar) og ef fer fram sem hrofir er að mínum dómi hætta á að hrikkta fari í Lýðræðinu.

Ólafur Örn Jónsson, 26.4.2011 kl. 19:40

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sáttanefnd hagsmunaaðila í greininni og þingflokkanna, skilaði nokkuð samhljóða niðurstöðu.  Undir hana skrifuðu meðal annars fulltrúar stjórnarflokkanna.  Það hafa þeir væntanlega gert í umboði flokka sinna, eða í það minnsta verið gengið út frá því. Manni er eiginlega skapi næst að halda, að gleymst hafi að kalla enn einn hagsmunaaðilann að borðinu, ESB.  Samningaleiðin sem sæst var á, hefur líklega ekki fallið að þróun aðildarviðræðnanna.  

Enda verður varla hægt að festa eitthvað kerfi í sessi til margra ára, ef innganga í ESB er málið.  Eina kerfið sem hugsanlega gæti gengið er fyrningarleiðin. Enda sagði Ólína Þorvarðardóttir það á sínum tíma, að fyrningarleiðin væri forsenda inngöngu í ESB. 

SA hafa í sjálfu sér ekki góða reynslu af samstarfi við Jóhönnustjórnina.  Blekið á stöðugleikasamningnum var varla orðið þurrt þegar byrjað var að svíkja þann samning. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.4.2011 kl. 20:25

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Kristinn þegaresin er skýrsla "sáttanefdarinnar" þá verð ég að taka undir orð Hreyfingarinnar til hvers að fara í þessa vinnu þegar niðurstaðan var fyrirfram ákeðin.

Og ef menn nenna að lesa alla þessa sögu sem er skilmerkilega rakin í skýrslunni þá kemur í ljós að 4 sinnum hefur átt að lægja óánægjuraddir og órættlætið sem felst í kvótakerfinu og haft samband við LÍÚ sem ekki hefur sætts á að koma að borðinu nema með því samþykki að " ákveðið er að aflamark skuli áfram vera til grundvallar fiskveiðistjórnun.

Nú hafa samtök smábáta eigenda bættst við með kröfuna um að "eignar réttur þeirra verði viðurkendur um alla eilífð"! Þegar horft er til sögunnar þegar þeir voru að berjast gegn LÍÚ í kvótamálinu finnst mér þetta skjóta skökku við. 

Fólkið vill afnám Kvótakerfisins þá er fyrirfram dauða dæmt að hafa LÍÚ og LS við það borð. Enda eru fordæmi fyrir því að fiskveiðistjórnkerfi er sett á með einu pennastriki svo ég sé ekki af hverju ráðherra er að böglast við að hafa samráð þegar hann hefur vilja þjóðarinnar að baki. Og mannréttinda brot fyrir framan sig. 

Það á að koma eign á öllum nýtingar rétti í hendur einkaaðila um alla framtíð.

Talandi um ESB sem ég er enginn talsmaður fyrir en ég get frekar séð réttinn til að fiska á íslandsmiðum í Brussel en í höndunum á mönnum sem haga sér eins og þessir eiginhagsmuna aðilar.  ( vanda málfarið fyrir hann Axel) .

Ólafur Örn Jónsson, 27.4.2011 kl. 12:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur Örn, maður hefur verið að velta því fyrir sér, að ef skipt yrði yfir í sóknardaga og eins og þú hefur sjálfur sagt, að þá gætu 70-80 togarar annað allri veiðinni, verður þá ekki sama vandamálið fyrir hendi, þ.e. hvernig á að skipta réttindunum til veiðanna.

Ef á að takmarka skipafjöldann, hver á þá að fá réttinn til að eiga skip og hver ekki? Býður slíkt kerfi ekki upp á ennþá meiri spillingu og rugl, en kvótakerfi gerir?

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2011 kl. 13:05

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf ekkert að rífast um það, því það er 99,9% öruggt að færist stjórn fiskveiða, suður til Brussel, þá muni einnig þjóðir ESB veiða stóran hluta þess fisks sem veiddur verður hér við land. 

Það verður þá vel hægt að tala um einhvern arð þjóðarinnar af fiskveiðum, í formi einhvers konar veiðigjalds, en þar með verður það að mestu talið.  Alla vega er ég ekki að sjá það gerast að erlendar útgerðir, landi hér afla í stórum stíl, enda hægt að fá hærra verð fyrir aflann í Evrópu.  Einnig verða útgerðirnar á erlendri kennitölu og greiða skatta annað en hingað. 

 Hvort sem niðurstaða sáttanefndarinnar hafi verið ákveðin fyrirfram eða ekki, þá breytir það því ekki að menn setjast í sáttanefndir, til þess að ná sátt, en ekki til þess að bíða eftir einhverri lausn í sjö mánuði frá því að nefndin líkur störfum.

 Það var í rauninni nokkuð rökrétt að setjast við gerð kjarasamninga tveimur mánuðum eftir að sáttanefndin lauk störfum, því öll þokkalega hæf stjórnvöld hefðu um svipað leyti, skilað frá sér, einhverju til að byggja á varðandi stjórn fiskveiða á þeim tíma.

ASÍ er svo að sýna af sér ákveðið vanhæfi til þess að annast baráttu fyrir kjarabótum, með því að annað hvort ákveða að vera með alla flóruna í samfloti, eða láta SA þvinga sig til þess.  Niðurstaða af slíku samfloti getur aldrei orðið önnur en að kjarabætur á alla línuna, verða á forsendum þeirrar atvinnugreinar sem verst stendur.  Eða þá að kjarabæturnar gufi upp við undirskrift samningana, þar sem launahækkanirnar flæða beint út í verðlagið. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.4.2011 kl. 13:15

10 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Axel við höfum reynslu af þessu úr sóknarmarkinu. Sumir voru miklu færari en aðrir að gera út. Best reknu fyrirtækin skiluðu ágætis afkomu á meðan önnur rúlluðu.

En í stað þess að núna í kvótkerfinu er verið að afskrifa lán fara þau fyrirtæki á hausinn sem ekki eru að gera hlutina rétt en nýir taka við. Besta dæmi og farsælasta var að sjálfsögðu þegar Samherja frændur keyptu gjaldþrota skip Guðstein og breyttu í frystitogarann Akureyrina.

Fyrirtæki í sjávarútvegi eiga að lifa af sjálfum sér og þannig munu þessi 75 skip? lenda í höndum þeirra sem kunna og haldast þar. Skipstjórar verða aftur skipstjórar og góðar áhfnir verða eftirsóttar. 

Menn tala um gengisfellingar. Ég sver að gengisfellingar í tíð sóknarmarksins voru ekki fyrir best reknu fyrirtækin eins og Vestfirðingana, Vestmannaeyinga, ÚA, Ögurvík og BÚR og fleiri vel rekin fyrirtæki. Ríkið á ekki að stjórna hver lifir og hver deyr bara setja ramman og sleppa okkur "litlu krökkunum" út að leika.  Það heitir markaðs stjórnun og fellur að mannréttindum og Lýðræði.

Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 09:24

11 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Kristinn byrja á því sem þú segir um sátt. Þjóin er búin að segjast vilja afnám kvótakerfis! Þá er ekki komið til móts við vilja þjóarinnar og kalla engöngu til menn sem vilja ekkert annað en Kvótakerfi? Skoðaðu þá sem voru kallaðir til og lestu hvaða skilyrði þeir settu "fyrir að vera með".

Þegar þetta kvótkerfi var sett á var það sett á með einu pennastriki til reynslu í eitt ár (til að koma í gegnum þingið). Ekki var hlustað á allar mótbárurnar. Það er ekki fordæmi að það þurfi sátt í fiskveiðistjórnun. Þjóðin er ennþá eigandinnA og setur leikreglurnar.  Síðan er það þeirra sem stunda veiðarnar að segja af eða á hvort þeir vilji taka þátt. 

Af hverju á að vera kvóti á þá sem fá að stunda fiskveðar en ekki á þá sem stunda verslun, viðskipti, iðnað og þjónustu. Kvótar eru kommonisk stjórnunar aðferð.

Í því fyrrikomulagi að núverðandi kvótahafar hafi allan veiðrréttinn og geti veðsett hann eins og gert hefur verið er það betra fyrir okkur Íslendinga að ganga í ESB og hafa þá sama rétt og aðrir til að sækja sjó við Íslandsmið og fá hlutdeild að öðrum svæðum á móti heldur en að hafa engan raunhagnað af auðlindinni eins og núna er. Þar sem við erum að taka á okkur afskriftir á móti því sem afkoman er af veiðunum til Þjóðfélagsins. Eins tel ég full víst að reglur ESB muni ekki stoppa byggðarlög eins og Vestfirði til að bjarga sér. Svo ég tali nú ekki um að sjómenn fá aftur málfrelsi. 

Það er einfaldara fyrir SA í  því hlutverki sem þeir eru í núna að hafa þetta í einni púllíu. Ekki velkjast í vafa að það er eldklár haus á bak við þetta ferli sem við erum að horfa á. Hann ætlar að knýja þjóðina til hlýðni hvað sem það kostar. Hann sættir sig ekki við að hér er Ríkisstjórn sem ekki hneigir sig og beygir að hans vilja. 

Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband