Ríkisstjórnin skapar ekki störf - heldur ţvert á móti

Ţađ er alveg hárrétt hjá Steingrími J., ađ hvorki hann né ríkisstjórnin hafa skapađ nokkurt einasta starf í ţjóđfélaginu, enda ekki í verkahring yfirvaldsins ađ skapa ţau.

Ţađ er hinsvegar hlutverk ríkisstjórnar á hverjum tíma ađ skapa atvinnulífinu lífvćnlegan starfsgrundvöll, sem m.a. byggist á ţví ađ regluverkiđ sé ekki andsnúiđ atvinnuuppbyggingu og ađ skattabrjálćđinu sé haldiđ í skefjum, ţannig ađ ţađ verđi ekki til ţess ađ drepa niđur alla nýja vaxtasprota, ásamt ţví ađ drepa niđur ţau fyrirtćki sem fyrir eru.

Steingrímur J. og ríkisstjórnin hafa barist međ kjafti og klóm gegn öllum áformum um virkjanaframkvćmdir, sem eru alger grundvallarforsenda ţess ađ hćgt verđi ađ byggja upp frekari stóriđju í landinu og beitt öllum brögđum til ţess ađ eyđileggja uppbyggingaráform álvers í Helguvík, ţar sem ţó er búiđ ađ eyđa milljörđum króna í undirbúningsframkvćmdir.

Einnig hefur ríkisstjórnin komiđ í veg fyrir alla fjárfestingu í sjávarútvegi og fiskvinnslu međ gíslatöku sinni á ţeim atvinnugreinum undanfarin rúm tvö ár, en engum dettur í hug ađ leggja út í endurnýjun atvinnutćkja eđa ađra uppbyggingu á međan enginn veit hvađ ríkisstjórnin ćtlar sér međ nýskipan fiskveiđistjórnunarinnar.

Ríkisstjórnin hefur ekki skapađ neitt nýtt, hvorki á sviđi atvinnumála eđa á öđrum sviđum, sem til framfara gćtu orđiđ.

Ţađ er alveg rétt hjá Steingrími J., ađ stjórninni hefur hins vegar gengiđ vel ađ framlengja kreppuna langt umfram ţađ sem annars hefđi orđiđ og stuđlađ ađ miklu meira atvinnuleysi en ţolanlegt er.

Vonandi fellur ríkisstjórnin fljótlega, svo ný stjórn fái umbođ til ađ taka á ţeim málum sem núverandi stjórn rćđur ekki viđ.

Sem reyndar eru nánast öll mál sem undir ríkisstjórn heyra.


mbl.is Ekki hlutverk ríkisins ađ skapa störf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í mínum huga er ţađ alveg ljóst (og haldiđ ţessu til haga) ađ ţegar ţessi ríkisstjórn fer frá ţá batnar lánshćfismat ríkisins og breytist úr neikvćđum í stöđugar eđa jákvćđar!

Björn (IP-tala skráđ) 26.4.2011 kl. 13:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband