Fáránleg réttarhöld

Jórdanskur dómstóll hefur tekið fyrir kæru þarlendra blaðamanna og "aðgerðarsinna" gegn danska skopmyndateiknaranum Westergaard, sem teiknaði mynd af spámanninum Múhameð með sprengju í túrbaninum og birtist myndin í Jyllandsposten þann 30. september 2005.

Strax í kjölfar myndbirtingarinnar kváðu ögfafullir islamistar, með Komeni erkiklerk í Íran í broddi fyrirmynda, upp dauðadóm yfir Westergaard og hefur honum nokkrum sinnum verið sýnd banatiræði síðan.

Allir heilvita og hugsandi menn, þar á meðal hófsamir islamstrúarmenn, hafa fordæmt þessar ofsóknir á hendur teiknurunum sem teiknuðu þessar svokölluðu "Múhameðsteikningar", en höfundar þeirra hafa ekki getað um frjálst höfuð strokið í þetta fimm og hálfa ár sem liðið er síðan myndirnar birtust og einnig hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að sprengja höfuðstöðvar Jyllandsposten í loft upp.

Það er algerlega fáránlegt að opinber dómstóll í nokkru heiðvirðu ríki skuli ætla sér að taka fyrir kæru á hendur Westergaard og blöðunum sem myndirnar birtu og minnir svona réttarfar á það sem tíðkaðist á vesturlöndum á miðöldum og gefur ekki fagra mynd af réttarfari þess ríkis, þar sem svona kærur fást teknar til dómsmeðferðar.

Ef Jórdanía er alvöru ríki, verður þessum kærum umsvifalaust vísað frá dómi. 


mbl.is Réttað yfir skopmyndateiknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Sammála. En þetta mál hefur sýnt meira en nokkurt annað heimsku múslímskra bókstafstrúarmanna. Bannið gegn myndum af Múhammeð (og bannið gegn svörtum hundum) virðist vera byggt á einni einustu sögu, sem Múhammeð átti að hafa sagt eða skrifað. Í þessari sögu neitar erkiengill Allahs (Gabríel) að koma inn í herbergi af því að það eru myndir á veggjunum og svartur hundur til staðar ('hundur Satans'). Af þessari ástæðu eru bækur á arabísku yfirleitt mjög lítið myndskreyttar og ekki má skv. þessu birta teikningar af hinum svokallaða spámanni.

Þessi bölvun (fatwa) sem Kurt Westergaard hefur fengið á sig er jafn bjánaleg og bölvunin sem ayatollah Khomeini setti á Salman Rushdie út af engu vegna sögunnar The Satanic Verse. Hundruð þúsunda manns flykktust út á göturnar í Teheran hrópandi "guðlast! guðlast!", en enginn hafði fengið að lesa bókina. Síðan kom í ljós við könnun, að flestum múslímum á Vesturlöndum var alveg nákvæmlega sama um þessa bók.

Í Jórdaníu eru fjölmargir öfgatrúarmenn og það er öruggt, að Kurt Westergaard verði dæmdur til dauða. En það mun ekki breyta neinu. Jórdönsk yfirvöld verða bara að athlægi. Aðeins handfylli að þeim múslímum sem búa í Danmörku láta þetta nokkuð á sig fá.

Che, 25.4.2011 kl. 15:43

2 identicon

Mikill er máttur erkiklerksins Khomeni, hélt að hann hefði farið á fund feðra sinna 1989.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 16:07

3 Smámynd: Che

"Mikill er máttur erkiklerksins Khomeni, hélt að hann hefði farið á fund feðra sinna 1989".

Já, það er rétt, hann fór þá beint til helvítis. En bölvunin yfir Rushdie er enn í gildi, þótt flestir hafi gleymt henni. Nú er Westergaard orðinn skotmark ofsatrúarmanna í staðinn.

Che, 25.4.2011 kl. 16:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Khomeni hefur verið mikil fyrirmynd og innblástur fyrir islamska öfgabrjálæðinga, bæði fyrir og eftir dauða sinn.

Því miður fyrir þá sem þurfa að þola afleiðingar gerða þessara vitfirringa.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2011 kl. 16:24

5 identicon

EN.

Eitt verðum við samt átta okkur á.  Hvernig myndur þið bregðast við ef að mynd yrði gerð af Jesú í krossferðabúning með blóði drifið sverð standandi ofan á haug af sundurhoggnu fólki.

Grimm samlíking en engu að síður sambærileg.
Við eigum að virða annara manna trúarbrögð alveg að sama hversu kjánaleg þau eru.  Reyndar eru þau öll kjánaleg.

Með því að teikna mynd af Múhammeð með sprengju í túrbaninum er verið að mynda hann og islam sem eintóma hryðjuverkamenn.
Eins hálfvitalegt og hægt er.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:02

6 identicon

Og vil ég nú við þetta bæta að rithöfundurinn Úlfar Þormóðsson er EINI núlifandi Íslendingurinn sem hlotið hefur dóm fyri Guðlast.
HVAÐ segir það um Íslenskt réttarfar, hugsunarhátt og HRÆSNI.

Menn hrópa hægri vinstir hér á landi sem og annarsstaðar villimenn, ofstækismenn og jafnvel heimskingar.  Og eru síðan þegar á botninn er hvoflt ENGU skárri...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:12

7 Smámynd: Che

Mér finnst að það þurfi ekki að virða trúarbrögð neitt frelkar en eitthvað annað. Það má gera grín að öllu og gagnrýna. Trúarbrögð, stjórnmál, þjóðfélagsmál, viðskipti. Allt þetta liggur undir. Trúarbrögð eru ekkert heilög. Það eru til fjölmargar skopteikningar bæði af Jesú, Jehova, postulunum, prestum og biskupum, og það er allt í góðu lagi. Það fer enginn að ofsækja teiknarana eða fjölmiðilana þess vegna með morðhótunum. Það versta sem getur gerzt er að það verði dómsmál sem verður vísað frá af tilliti til tjáningafrelsisins (þó kannski ekki í hinum evangelíska Noregi).

Svo getur verið að nýju fjölmiðlalögin hafi afnumið tjáningafrelsið hér á landi, en teiknarinn þyrfti í öllu falli ekki að fara í felur undir lögregluvernd.

Che, 25.4.2011 kl. 17:20

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, það hafa verið gerðar allskyns grín- og hryllingsmyndir sem tengjast Jesú og kristninni og auðvitað hneykslast margir á slíku og hafa sjálfsagt gripið til einhverra örþrifaráða af slíku tilefni.  Það er alveg jafn óafsakanlegt og hroðaverk öfgafullra islamistabrjálæðinga vegna Múhameðsteikninganna.

Þó dómurinn yfir Úlfari hafi verið að mörgu leyti einkennilegur, var hann þó a.m.k. ekki dæmdur til dauða fyrir sitt guðlast og ekki er vitað til þess að nokkrum manni hafi dottið í hug að sýna honum baratilræði vegna þess.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2011 kl. 17:20

9 identicon

Þessa öfgamenn er verið að flytja í stórum hópum til Evrópu ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:24

10 identicon

Tja.  Gaman væri nú að sjá þessar "Hryllingmyndir" af Jesú.  Ég hefi séð nú margar skopmyndir sem er gott og gilt og bara gaman af.
EN það sem ég er að segja er að þetta er ekki skopmynd af Múhammeð með sprengju í túrbaninum.  Þetta er í raun bein árás á íslamska trú og spámann þeirra.  Ég hef séð skopmyndir sem slíkar af múhammeð og er ekkert af þeim.  En það er þessi tiltekna mynd sem ég er að gagnrýna.  Hún er bein árás.  Og þessvegna kom ég með þessa skýrskotun á ýmindaða mynd af jesú á krossferðartímanum.  Mynd sem slík mynd ALDREI verða birt af neinum fjölmiðli hér á landi.  Það get ég sko lofað ykkur og þar kemur hræsnin.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:28

11 identicon

Tja, Fóstbræður tækluðu nú Jesús ágætlega, enda orðið skaðlaust eftir að Monty-Python riðu á vaðið með "Life of Brian". Ég er hræddur um að þeir fengu marga dauðadóma í Jórdaníu, en hér á Vesturlöndum (og þá) fundu þeir aðeins fyrir mótblæstri hjá aðallega eldri ráðamönnum varðandi fjármögnun (sem Bítillinn Harrison svo reddaði og setti húsið sitt í pant), og svo sumstaðar sýningarbönn, mótmæli og svoleiðis. Þess má geta að nýbúið er að aflétta sýningarbanni af myndinni í borginni Llanduddnow, en svo vill til að borgarstjórinn þar lék ástkonu ... Brians.

En nóg um það. Það var frétt um þetta á vísi.is fyrir ca viku. (Tynes). Þar stóð að það yrði að framselja kallinn v. samnings milli EU og Jórdaníu. Það væri gaman að vita hvort það sé ekki einhver vitleysa. Ef ekki, þá þykir mér týra á tíkinni!

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:46

12 identicon

Hvað eru þið ekki að fatta við þá samlíkingu sem ég setti upp...
Life og Brian er gamanmynd OG fjári góð gamanmynd.  Þar er gert grín af trúarbrögðum alveg heilt yfir.
Ég var að benda á þá staðreynd að kristnir menn hafa staðið fyrir fjöldamorðum í árana rás í NAFNI trúarinnar.  Sem eru ekkert nema hryðjuverk gegn mannkyni. 
Og svo til þess að skvetta olíu á eldinn þá segir Georg W Bush á sínum tíma að hafin sé "krossferð gegn hryðjuverkum" eða "Crusade against Terrorism" svo að ég noti akkúrat hanns orð.
Og það auðvitað kveikir í vissum trúarhópum, og í kjölfarið koma þessar myndir og þó sérstaklega þessi mynd sem vísar til þess að Múhammeð sé hryðjuverkamaður...

Dæmi nú hver fyrir sig. 
Ég er ekki að segja að þessi maður sé réttdræpur. 
EN andskotinn hafi það teiknarinn OG útgefendur vissu alveg að þeir voru að pissa í ranga laug.

Þannig að núna þarf ég að finna einhvern sem er skítsæmilegur að teikna og fá hann til að teikna sambærilega "skopmynd" af Jesú.  Og reyna að fá hana birta.  Ef það tekst skal ég éta hatt minn með gleði.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 18:06

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, ekki hefði manni dottið í hug að nokkur maður, sem vildi teljast siðmenntaður, myndi reyna að réttlæta herferð öfgamúslima á hendur þeim sem tala, skrifa eða teikna á annan hátt en þessum trúarvitfirringum þóknast.

Hér hefur ekki verið gerð nein tilraun til að afsaka öfgamenn í röðum kristinna eða annarra trúarbragða öfgamanna og hvað þá hroðaverk þeirra í nútíð eða fortíð.

Þú þarft ekkert að ráða þér teiknara til að koma þínum öfgum á framfæri. Þeir koma alveg nægilega í ljós í gegn um skrif þín.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2011 kl. 18:55

14 identicon

Skoðið á netinu zombietime.com, þar eru margar myndir s.s. af Múhameð og Allah.  Margar af þeim eru margfalt grófari en þessar Jylandspost-myndir, svo grófar að dönsku myndirnar eru ósköp saklausar í samanburðinum. 

Jylandsposten varð að taka sínar myndir af síðum blaðsins en þessar myndir á zombietime.com eru búnar að vera þarna allan tíman og mun lengur, engin andskotast út í það.

Háðs- og skopmyndir af Jesú, Múhameð og fleirri trúarpersónum hafa birst við og við í fjöldamörg ár.  Brandarar og háðssögur hafa verið sagðar árum saman án þess að allt verði brjálað.

Þessi æsingur þarna erlendis er fyrst og fremst komin frá andlegum og veraldlegum leiðtogum sem eru að dreifa athygli fólks frá kúgun sinni og eymd.  Nasistar gerðu svipað, kenndu Gyðingum um ástandið í samfélaginu og lýðurinn var til í að taka út reiði sína á hverjum sem var.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 19:18

15 identicon

Axel.  Þú skrifar eftirfarandi

"Þú þarft ekkert að ráða þér teiknara til að koma þínum öfgum á framfæri. Þeir koma alveg nægilega í ljós í gegn um skrif þín."

Bara svo að ég spyrji.  Hvaða öfga er ég að skrifa hér.  Það eina sem ég skrifaði hér er að mikil hræsni og hroki lifir í samfelaginu.  Og að menn ættu nú aðeins líta sér nær áður en menn byrja á að benda.

Og ég var nú aðeins að benda á að kristnir menn eru oft á tíðum engu skárri en öfgamennirnir þarna fyrir austan.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 19:25

16 Smámynd: Che

Jón Ingi, þú þarft allavega ekki að gera þér neinar vonir um að birta neinar myndir á blog.is, hvort heldur það sé af Múhammeð (sem er bannað með öllu skv. múslímskum lögum) eða af Jesú, sem ekki hafa verið samþykktar af kristnum söfnuðum. Því að ritstjórn Moggabloggsins hefur nýlega verið gripin af einhverjum helvítis pólítískum réttrúnaði og allt verður lagt niður, sem ekki er þóknanlegt yfirvöldum, sbr. aðför þeirra að Libertad, sem gagnrýndi alla trúaröfga. Þannig ritskoðun var ekki áður fyrr hér á blogginu. Ég man eftir að bloggarinn Vendetta fékk að birta Múhameðsteikningarnar á sinni bloggsíðu óáreittur fyrir nokkrum árum.

En þessar myndir af Múhammeð, bæði sú með túrbaninn og fjölmargar aðrar eru aðgengilegar á netinu. Ég er með fullt af þessu í tölvunni minni og gæti sett það á mína bloggsíðu, þar sem það fengi að vera í hálftíma áður en bloggsíðan mín yrði lögð niður fyrirvaralaust af ritstjórninni, sem er víst byrjuð að friðþægja ríkisstjórninni.

En hver sem er getur keypt sér lén og sett það sem hann vill á vefsíðuna sína, líka gagnrýni og skopmyndir af spámönnum og trúarbrögðum. En bezt að það sé með .com-léni eða bara einhverju öðru en .is, því að annars kemur Stalínistinn með ljáinn (Ögmundur) og lokar henni skv. þeim ólýðræðislegu lögum varðandi lénastjórnun sem hann er að unga út.

En talandi um hræsni. Eftir að þessi fjölmiðlalög voru samþykkt, þá ferst ríkisstjórninni ekki að gagnrýna Berlusconi eða Putin. Því að það væri hræsni í þriðja veldi.

Che, 25.4.2011 kl. 19:28

17 identicon

Mikið rétt Che.  Einmitt það sem ég var að segja allann tímann.  Ég myndi aldrei fá slíka mynd af Jesú birta vhort sem það væri Mogginn slúðurritin eða fréttablaðið.  Eingöngu vegna þess að það myndi móðga vissa aðila hér á landi.

Og trúðu mér.  Ég trúi ekki á einhverja yfirnáttúrlega veru með skegg sem er í senn almáttug og hefnigjör.
Ég reyni að skoða öll þessi mál frá báðum hliðum og þess vegna segi ég það að þessir Danir vissu alveg að þeir myndu fá á baukinn.  Þó sérstaklega fyrir sprengjumyndina.

Annars er mér alveg sama hvort að þeir verði dæmdir sekir eða saklausir þarna fyrir austan. Ég mun sofna jafn vel á kvöldin hvort eð er.

Vildi bara benda á ýmsar staðreyndir og hinar ýmsu hliðar.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 19:49

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, það geta vel kallast öfgar að réttlæta eitt ógnarverk öfgamúslima með því að benda á einhverjar hliðstæður í framferði öfgakristinna. Hryðjuverk og morð eru nákvæmlega jafn óréttlætanleg, hver sem í hlut á og hvort sem slíkir glæpir eru framdir í fortíð, nútíð eða framtíð.

Þú gerðir meira en að benda á ýmsar staðreyndir þessara mála, þegar þú sagðist ætla að láta teikna mynd af Jesú, sambærilega þessari af Múhameð með sprengjuna í túrbaninum. Ekki það að mér mislíki eitthvað slíkar teikningar, þær eru ekkert nýnæmi og eins og ég benti á áður, þá hafa þær ekki leitt til hryðjuverka eða morða, svo vitað sé.

Öfgamenn í röðum kristinna eru jafn fyrirlitlegir og öfgamúslimar, en sem betur fer ganga þeir yfirleitt ekki jafn langt í ógnarverkunum og þeir múslimsku, a.m.k. ekki nú á tímum þó margt misjafnt megi finna í þeim efnum í fortíðinni.

Hitt er svo annað mál, að víða í Arabalöndum er ennþá álíka skipulag í þjóðfélögunum og var hér á landi á Sturlungaöld, þ.e. ættbálkaveldi, og við skulum vona að ekki taki jafn langan tíma og það tók okkur að komast inn í nútímann.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2011 kl. 20:06

19 identicon

Þú segir:

"það geta vel kallast öfgar að réttlæta eitt ógnarverk öfgamúslima með því að benda á einhverjar hliðstæður í framferði öfgakristinna. Hryðjuverk og morð eru nákvæmlega jafn óréttlætanleg, hver sem í hlut á og hvort sem slíkir glæpir eru framdir í fortíð, nútíð eða framtíð"

Ég er hvergi að réttlæta eitt né neitt hér.

Og svo sagðist ég ætla að reyna á það vitandi að það myndi aldrei takast.  Ég veit að það mun aldrei takast.  Af hverju?  Því að hræsnin er á mörgum stöðum. 

Svo einfalt er það.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 20:25

20 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jón Ingi, skelfilega ertu vitlaus, ég get ekki séð annað en að þú hafir verið tekin í bakaríið og afhöfðaður, kjöldreginn og gefin svínunum

Til að pissa aðeins á gröf þína http://www.youtube.com/watch?v=nOgOlZ1BAIg   og http://www.youtube.com/watch?v=XeGzPPfetgE  . Þetta er ekkert annað en gróf móðgun við það Biblían kennir en það ver enginn drepinn af þeim sökum, engum misþyrmt eða sett af stað hefrerð eða verið notað sem ástæða til að útríma heilli þjóð

Googlaðu "jesus jokes" eða "funny jesus pichers"  eða farðu á http://photobucket.com/images/funny%20jesushttp://www.youtube.com/results?search_query=family+guy+jeasus&aq=0

Jón Ingi, þú ert drullusokkur af verstu sort, þú kallar eftir skopmyndum af jesús en netið sjónvarpið, bara nemdu það er fult af því en virðist ekki taka eftir því. Þú seigir þetta því þú ert blindur gagnvart því sem er að eiga sér stað í löndum í kring

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.4.2011 kl. 20:39

21 Smámynd: Che

Takk fyrir upplýsingarnar um zombietime.com, Jóhannes.

Che, 25.4.2011 kl. 20:52

22 identicon

Erm.  Brynjar.

Alt í lagi að vera aðeins slakur á því drengur.  Óþarfi að vera með skítkast og persónulegar árásir á menn.

ÉG veit ALLT um þessar myndir.  Enda eru þetta skopmyndir og eru andsk. fyndnar í þokkabót.  Og Family Guy er tær snilld og svona fyrir þig þá kemur Múhammed nokkrum sinnum fyrir þar og reyndar einnig í South Park og svei mér þá þá held ég að ég hafi séð þá báða í Amerikan dad.

ÞAÐ sem ég var að segja eð það eru engar "skopmyndir" af Jesú sem bendla hann við ýmis illvirki sem kristnir hafi staðið fyrir í gegn um aldirnar og sér í lagi krossferðirnar þarsem fjöldamorðin voru gífurleg í "guðs" nafni.
LESTU áður en þú byrjar með skítkastið.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 21:12

23 identicon

Góður pistill Axel.

En burtséð frá öllum metingi sumra athugasemdaskrifiara um hvort til séu ljótari myndir af Múhammeð en Jesú - finnst mönnum ekki eitthvað skakkt við þennan möguleika að hægt sé að lögsækja í öðru landi fyrir hluti sem eru jafnvel löglegir í heimalandinu?

Gætu þá Jórdanir ekki lögsótt íslenskan einstakling fyrir t.d. samkynhneigð?  - Bara svona sem dæmi. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 10:01

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Góð ábending, Sigrún, og sýnir einmitt enn einn fáránlega vinkilinn á þessu máli.

Ef hægt er að dæma í þessu máli í Jórdaníu, má líklega búast við réttarhöldum um hvað sem er, sem er ólöglegt í einu landi en löglegt í öðru.

Þá fer nú aldeilis að verða vandlifað í henni veröld.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2011 kl. 10:40

25 Smámynd: Che

Sigrún, má ég benda þér á 5.grein íslenzkra hegningarlaga, sem eru alveg út úr kú. Á meðan 5. (og 6.gr.) eru í gildi, er þá ekki hræsni að segja að Jórdanir megi ekki það sem íslenzk yfirvöld leyfa sér?

5. gr. Fyrir verknað, sem íslenskir ríkisborgarar eða menn, búsettir á Íslandi, hafa framið erlendis, skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum:    1. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum heimaríkis sakbornings.   2. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess. Ákvæði 1. mgr. má beita um verknað manns, sem er ríkisborgari í eða búsettur í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð og dvelst hér á landi.

 Í þeim tilvikum sem greinir í 2. tölul. 1. mgr. skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot manns, sem var íslenskur ríkisborgari eða búsettur hér á landi á verknaðarstundu, er fellur undir 218. gr. a og framið er erlendis þrátt fyrir að verknaðurinn teljist ekki refsiverður eftir lögum þess ríkis.

 (Feitletrun mín) Það næsta, sem íslenzka ríkisstjórnin mun krefjast er að íslenzk lög og reglugerðir, sama hversu femínískar/heimskulegar þær reglur eru, gildi um gjörvallan heiminn. Það mun ekki takast, því að íslenzk lög og reglur gilda aðeins á Íslandi og hvergi annars staðar og þannig mun það vera. Hvernig 5. grein hafi þá getað verið samþykkt á Alþingi er mér hulin ráðgáta.

Che, 26.4.2011 kl. 10:46

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Che, þessi lagagrein virðist aðeins ná til íslenskra ríkisborgara sem fremja lögbrot, en ekki um ríkisborgara annarra landa, sem fremja afbrot í sínum heimalöndum. Undantekningar eru þó um borgara hinna Norðurlandanna, ef rétt er skilið.

Íslenskir dómstólar gætu þannig ekki dæmt t.d. jórdanskan ríkisborgara fyrir eitthvað sem hann gerði í sínu heimalandi og væri löglegt þar, en ólöglegt á Íslandi.

Samkvæmt greininni væri hins vegar hægt að dæma Íslending fyrir að haga sér í samræmi við lög þess lands sem hann væri staddur í, ef viðkomandi verknaður er ólöglegur hér á landi.

Það er í sjálfu sér meira en lítið skondið, því hugsanlega væri hægt að dæma Íslendinginn fyrir lögbrot í viðkomandi landi, ef hann héldi fast við að fara að íslenskum lögum, sem gætu brotið í bága við lög viðkomandi lands.

Það er sem sagt vandlifað í henni veröld nú þegar.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2011 kl. 11:08

27 identicon

Rétt hjá þér Che, þessi 5. málsgrein er alveg út úr kú.

En hún breytir því ekki að teiknarinn Westergaard er danskur ríkisborgari og starfar í sínu heimalandi.

Já strákar mínir,  það virðist sannarlega vandlifað í henni veröld.

Góðar stundir samt

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 12:24

28 Smámynd: Che

Það sem Jóhannes skrifar hefur mörgum verið umhugsunarefni. Hvers vegna að leggja fæð á einn mann og eitt dagblað og eitt land (Danmörk), þegar enn svæsnari myndir eru út um allt? Það sýnir, að þeir sem leggja á ráðin um að myrða Westergaard eða sprengja upp Jyllandsposten geta ekki hugsað sjálfir, en taka við skipunum frá múslímskum leiðtogum, sem hafa gert Westergaard að blóraböggli, en láta aðra í friði. Fyrir múslímska leiðtoga og ofsatrúarmenn er rökhugsun og samræmi eitthvað sem er mjög slæmt og sem aðeins hugsandi menn telja sig þurfa.

Eiginlega er þetta ekkert skrýtið. Kynslóð eftir kynslóð hafa múslímar í Mið-Austurlöndum, Mið-Afríku og norðanverðri Afríki verið alin upp á þvælunni í Kóraninum og hafa aldrei mátt efast um réttmæti textans. Hversu mikill hræsnari Múhammeð var í raun sést bezt á teiknimyndunum neðst á þessari síðu frá Zombietime, þar sem súrus Kóransins eru bornar saman við gjörðir hans.

Che, 26.4.2011 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband