20.4.2011 | 07:19
Vík burt, Gnarr
Jón Gnarr, svonefndur borgarstjóri, grét og skældi á borgarstjórnarfundi í gær yfir því hvað allir væru vondir við sig og misskildu allt sem hann segði og gerði og hefðu þar að auki engan húmor fyrir bröndurunum sínum.
Í huga Gnarrins eru allir sem gagnrýna hann fyrir getuleysið í borgarstjórnastólnum eintóm húmorslaus illmenni, sem meira að segja skilja ekki brandara um að setja feitan kött i Húsdýragarðinn og misskilja svo annað sem frá þessum brandarakarli kemur.
Júlíus Vífill Ingvarsson sagði á fundinum að Jón Gnarr væri ekki starfi borgarstjóra vaxinn og því bæri honum að víkja úr embættinu. Langstærstur hluti Reykvíkinga deilir þessari skoðun með Júlíusi Vífli, meira að segja stór hluti þeirra sem kusu Besta flokkinn í kosningunum í fyrra, en hafa nú viðurkennt mistök sín og dauðsjá eftir atkvæði sínu í þetta misheppnaða grínframboð.
Sjái Jón Gnarr ekki sjálfur að hann hafi hreint ekki getu til að gegna borgarstjórastarfinu, er hann jafnvel dómgreindarlausari en ætla mætti og er þó ekki með miklu reiknað, miðað við frammistöðuna það sem af er stjórnmálaferlinum.
Vill að borgarstjóri víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir að langstærstur hluti Reykvíkinga séu skoðanabræður þínir. Ertu með heimildir fyrir þessu?
Mér leiðist þetta einelti, sem Jón Gnarr er beittur. Hann þorir að taka ákvarðanir, sem aðrir meirihlutar hafa skirrst við. Tiltektin í Orkuveitunni er gott dæmi. Einnig er samgöngumiðstöðin gott dæmi, sem JG sópaði út af borðinu. Niðurskurður í mennta- og menningarmálum er að sjálfsögðu sársaukafullur. En hann er nauðsynlegur.
Ég rifja upp darraðardans fyrri borgarstjórna, sem var engum til sóma. Skoðum Orkuveitubruðlið. Risarækjueldi, hvað var það? Lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur, hvers vegna í ósköpunum gerði OR úttekt á því? Skoðum kumbaldaræflanu á horni Laugavegs og Skólavörðustígs, sem keyptir voru fyrir hálfan milljarð. Allar ákvarðanir virtust teknarí popúlísku miði. Ég vona að þú sér ekki búinn að gleyma þessum dapurlega tímabili.
Axel Jóhann Axelsson. Ég vona að þú hafir þetta í huga næst, þegar þú hyggst níða borgarstjórann.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 12:23
Gnarrinn er ekki stærsta vandamálið - Samfylkingin er vandamálið - hún er með Bestaflokkinn í hundabandi!
Benedikta E, 20.4.2011 kl. 13:25
Samfylkingin er ekki minna vandamál en Besti flokkurinn, enda var hann í meirihluta mestan þann tíma sem Sigurður fjallar um, enda var ýmiss skandallinn gerður á valdatíma R-listans.
Hanna Birna var hinsvegar komin vel á veg með tiltekina eftir það tímabil, þegar þessi nýji hörmungarmeirihluti tók við í fyrra.
Því miður verðum við líklega að sitja uppi með hann í þrjú ár í viðbót, sem er kvíðavænlegt.
Hins vegar er hlægilegt að tala um einelti í sambandi við borgarstjórann, enda er hann opinber persóna í mikilvægu embætti, sem hann kom sér sjálfur í og verður því að þola gagnrýni á störf sín og framkomu.
Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2011 kl. 14:58
Sammála því að Samfylkingin er mesta vandamálið. Samfylkingin er mesta vandamál sem yfir þjóðina hefur dunið frá stofnun hennar, hvort sem litið er til landstjórnar eða sveitastjórna. Þetta er gjörsamlega ósamstarfshæft flak með örfáum undantekningum nokkurra flokksmanna, þó nú væri, enda flestir aðrir fyrrverandi kommar og Allaballar. Hvað varð af gamla góða Alþýðuflokknum! Mesta glappaskot Sjálfstæðisflokksins var að fara í stjórn með Samfylkingunni á sínum tíma. Mun skárra hefði verið að halda áfram stjórnarsamstarfi við Framsókn þótt meirihlutinn væri lítill, en að vísu þurfti þá að treysta á Bjarna Harðarson, núverandi komma. Samfylkingin ber alveg jafnmikla ábyrgð á hruninu og aðrir. Burt með Jóhönnu og burt með Jón Gnarr sem er á ábyrgð Samfylkingar.
Aðalbjörn Þ Kjartansson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 18:15
Það sem fer öfugt í mig, er að þetta er svo ómálefnalegt hjá þér. Þú níðir manninn, án þess að gera grein fyrir hvers vegna (svoldill Mogga-bragur á þessu hjá þér). Segðu alla vega hvað það er, sem þér finnst hann gera illa og svo getur þú troðið hann í svaðið.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 18:21
Jæja enn og aftur fer það illa í gnarrista þegar sannleikurinn er sagður um þá. Það virðist vera svo að Sigurður hér að ofan fylgist ekki með umræðunni sem er í gangi i Reykjvík í dag. 20 % kjósenda sögðust í skoðanakönnu nýlega geta kosið Besta flokinn áfram það þýðir 80 % prósent vill ekki sjá hann. Það er alveg nógur rökstuðningur. Svo er annað persónulegt, að ég sem íbúi í Reykjvík skammast mín fyrir framkomu og framgöngu þessa gerpis sem kallað er Borgarstjóri í dag. Borgarstjóra embættið er ekki brandarakeppni það er virðingar stað. Þeim sem bjóða sig fram til þessa embættis þurfa að hafa eitthvað meira á milli handanna en skrifað handrit til að geta tjáð sig af viti, sem þessu manni sem nú gegnir stöðunni er gjörsamlega fyrirmunað. Það er annar rökstuðnungur. Ég læt hér við sitja i bili en af nógu er að taka. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 22:40
Þú ert öfgafullur asni sem merk er ekki takandi á
Lára Ágústsdóttir, 20.4.2011 kl. 22:55
Gnarrinn ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér og það strax.Það er ekki til vanæfara eintak enn hann.Það versta við þetta stjórnmálabrölt hans er að ég get ekki lengur horft á gömlu atriðin hans því hann fer orðið svo hryllilega í taugarnar á mér sem er slæmt því mér fannst hann frábær leikari áður
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 07:55
Lára, fátt er nú asnalegra en að þykjast heita Lára, en birta mynd með nafninu sínu af einhverjum karli, sem segist heita Hafsteinn.
Að vísu er til sjúkdómur þar sem einstaklingurinn er haldinn geðklofa og í honum brjótast um tvær eða fleiri persónur og ekki útilokað að slíkt sé að ræða í þessu tilfelli. Ef svo er, þé eru svona innlegg, eins og þetta nr. 7, algerlega skiljanleg.
Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2011 kl. 11:07
Ég óska þeim hér hafa tjáð sig gleðilegs sumars og páskahátíðar. Enginn er fullkominn, sem betur fer, hvorki ég, þið né borgarstjórinn, en ég vona samt að allir geti notið hátíðarinnar af þeim sökum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 22.4.2011 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.