Stórhættuleg afskipti þingmanna

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Samfylkingarkona og einkavinur Jóhönnu, varar eindregið við því að ríkisstjórnin og alþingismenn fari að skipta sér af rekstri Landsvirkjunar og taki í sínar hendur að ákveða hvar og hvenær verði virkjað og enn frekar að ætla sér að ákveða í hvaða landshlutum iðnfyrirtæki verði starfrækt. 

Slíkar hugmyndir stjórnmálamanna telur hún stórhættulegar rekstri fyrirtækisins, trúverðugleiki þess og lánshæfi hverfi eins og dögg fyrir sólu, enda vita allar fjármála- og lánastofnanir heimsins að slík "byggðastefna" gengur hvergi upp og skapar aldrei störf til langs tíma, enda hugsa stjórnmálamenn eingöngu um eigið endurkjör á fjögurra ára fresti, en ekki langtímahagsmuni lands og þjóðar.

"Byggðastefna" sem hefur byggst á því að ríkið hafi ætlað sér að hafa forgöngu um atvinnuuppbyggingu á ákveðnum svæðum hér á landi hafa aldrei gengið upp og nægir að benda á hörmungarsögu Byggðastofnunar í því sambandi.  Núverandi ríkisstjórn lofaði í Stöðugleikasáttmálanum að liðka til fyrir uppbyggingu stóriðju á Reykjanesi og sveik það loforð jafnharðan.  Stjórnin hélt ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum og lofaði þar mikilli atvinnuuppbyggingu, sem helst átti að byggjast á stofnun herminjasafns, en ekkert hefur frést af þeim áformum síðan.

Nýlega fundaði stjórnin á vestfjörðum og lofaði þar gulli og grænum skógum til handa heimamönnum og munu þeir ekki vera búnir að jafna sig ennþá á því áfalli, enda vandamálin sem við er að glíma í landsfjórðungnum næg, þó ekki bætist svikalisti ríkisstjórnarinnar þar við.

Farsælast er að láta atvinnulífið og fyrirtækin sjálf komast að niðurstöðu um það hvar hagkvæmast er að byggja upp atvinnustarfseminga og þar ráði eingöngu hagkvæmni og arðsemi förinni.

Það mun verða þjóðfélaginu farsælast og þá ekki síst launþegum sem með því geta reiknað með stöðugri og varanlegri atvinnu.


mbl.is Ríkið haldi sig frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já stjórnendur fyrirtækjanna sjálfra vita alltaf best hvað er gott fyrir hagsmuni eigenda fyrirtækisins.  Þetta er íslenska aðferðin!  Stundum fara hagsmunir stjórnenda fyrirtækja ekki saman við hagsmuni eigenda, og hvursvegna ættu eigendur fyrirtækisins (ríkið) að vilja tortíma arðsemi fyrirtækisins?  Fáránleg umræða!  Bankastjórar fyrrum banka og forstjórar orkuvirkjanna voru nú ekkert sérstaklega gott fordæmu um afskiptaleysis eigenda þessara fyrirtækja, er það??

Jonsi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 16:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónsi, þar sem þú ert greinilega sérfræðingur í fyrirtækjarekstri, þá hefur þú væntanlega kynnt þér árangur "byggðastefnu" undanfarinna áratuga og gengi þeirra fyrirtækja sem ríkið hefur átt hringinn í kringum landið, eða látið Byggðastofnun fjármagna í gengum tíðina.

Glæparekstur banka og slæmur rekstur OR eru vægast sagt léleg rök frá öðrum eins sérfræðingi og þú gefur þig út fyrir að vera.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 19:33

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það heyrir til undartekninga ef ég sé ósammála Bryndís Hlöðversdóttir, og þá helst að mér finnst blogg hennar um jafnræðismál oft byggð á mikilli einföldun. Eins og jafnan þá hefur hún alveg rétt fyrir sér hérna. Það skiptir ekki hvort það heitir að reisa álver í landsbyggðum til að tryggja þar atvinnu frekar en á höfuðborgasvæðinu, eða fúlgu fjár eyðsla í vegavinnuframkvæmdir á vegum þar sem enginn ferðast, eða byggðakvótar, eða landbúnaðartollar, niðurgreiðslur til landbúnaðar eða hvað þetta allt saman nú heitir þar sem gefið er kúk og kanil í starfsfólk og neytendur í Reykjavik. Allt er gert til að ýta undir rassgatið á landsbyggðarfólkið, samt er alltaf viðkvæðið út á landi, að afæturnar í Reykjavík séu að leggja landsbyggðina í eyði, tala stundum um kvótann eins og að það sé einhver guðsgefinn réttur landsbyggðarfólks að veiða og landa kvóta frekar en Reykvíkingar.

Stjórnmálamenn eiga bara að hundskast til að láta af því að ákvarða þessa hluti fyrir fyrirtæki sem er í þjóðareign, ekki landsbyggðareign, nema þá að landsbyggðin geri líka sérstakt tilkall framyfir Reykvíkinga á landsvirkjun.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.4.2011 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband