Ríkisstjórnin að eyðileggja kjarasamninga

Nú er að koma í ljós það sem margir óttuðust, að ríkisstjórninni er að takast að eyðileggja möguleikana á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum til þriggja ára og viðhalda þannig óvissu um nýja atvinnuuppbyggingu og minnkun atvinnuleysis.

Ríkisstjórnin hefur barist með ótrúlegu þolgæði gegn öllum þeim atvinnutækifærum sem mögulegt hefði verið að koma af stað við eðlilegar aðstæður og nægir þar að nefna byggingu nýrra fyrirtækja á Suðurnesjum og við Húsavík, ásamt þeim virkjanaframkvæmdum sem þeim framkvæmdum hefði fylgt.

Sjávarútvegurinn hefur verið í algerri óvissu vegna innbyrðis ósamkomulags innan og milli stjórnarflokkanna og í þeirri grein hefur ríkt alger stöðunum og öllum framkvæmdum verið slegið á frest, enda hefur enginn hugmynd um hvaða rekstrarskilyrði atvinnugreininni verður boðið að starfa við á næstunni.

Við þær aðstæður sem ríkja í stjórnarfari landsins dettur engum í hug að hægt sé að ganga frá kjarasamningum til langs tíma og er það með ólíkindum að ríkisstjórn nokkurs lands skuli berjast gegn kjarasamningagerð með þvílíku offorsi sem íslenska ríkisstjórnin gerir nú.

Vonandi verður ríkisstjórnin fallin og ný tekin við, þegar þráðurinn verður tekinn upp á ný við gerð samninga, svo launþegar fái langþráðar kjarabætur og nýtt hagsældartímabil geti hafist.


mbl.is Reyna að ná skammtímasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist því miður engum takmörkum sett hvað þú getur bullað, Axel?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 20:17

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Axel það eru engin fordæmi fyrir því að sjávarútvegsmál og stjórnun fiskveiða séu tengd við almenna kjarasamninga. Það er ógeðsleg frekja þorsteins Má sem kemur fram í þessu frumhlaupi LÍÚ og óþolandi sama hvaða Ríkisstjórn situr að hagsmuna samtök sem mega þakka fyrir að fá að róa eftir þeim skilyrðum sem þjóðin setur hverju sinni. Þau lög sem róið er á núna standast ekki m lög um mannréttindi. Hér ætti þegar í stað að afnema þessi ólög um Kvótakerfið og taka upp stjórnkerfi Sjálfstæðisflokksins Sóknarmarkið og fleygja Framsóknarkerfinu. Fór Davíð Oddsson ekki á þing undir kjörorðinu "moka framsóknar flórinn". Ég vissi ekki betur. Hér verður ekki eytt spillingu ef kvótakerfið verður við lýði.

Ólafur Örn Jónsson, 15.4.2011 kl. 20:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, það er alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvað þú bætir bullið upp með gáfulegum og djúphugsuðum athugasemdum þínum.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 20:20

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já ég held að það hljót að vera nær einsdæmi að ríkistjórn nokkurs, lands haldi atvinnuvegunum í gíslingu þegar atvinnuleysi er allt of mikið og okkur vantar sárlega meiri útflutningstekjur. En það er svona að hafa fólk við stjórnvölinn sem ekki hefur hundsvit á atvinnurekstri.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.4.2011 kl. 20:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, það er lágmarkskrafa að ríkisstjórnin komi frá sér frumvarpi að nýjum lögum um fiskveiðistjórnunina svo menn í greininni viti eftir hvaða kerfi þeim verður ætlað að starfa í framtíðinni.

Ég hef ekkert minnst á óbreytt kerfi, aðeins að þessi ríkisstjórnardula komi málinu frá sér og til umræðu í þinginu.

Tvö ár hefðu nægt hvaða ríkisstjórn annarri er þessari, til að móta sér stefnu í þessu mikilvæga máli.

Enginn gerir kjarasamninga til margra ára, án þess að hafa hugmynd um þann rekstrargrundvöll sem fyrirtæki hans er ætlaða að starfa á.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 20:24

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta í mál og flestum þeirra er sátu í svokallaðri sáttanefnd um stjórn fiskveiða, hlýtur að finnast þeir hafi verið hafðir af fíflum.

Sáttanefndinni sem í sátu fulltrúar þingflokkanna og hagsmunaaðila í greininni náðu sátt í málinu fyrir rúmlega hálfu ári.  Sátt sem að samkvæmt öllu eðlilegu, hefði verið grunnur að nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða.   Síðan þá hafa fulltrúar stjórnarflokkanna, sem og ríkisstjórnin verið að karpa um einhverja aðra lausn á málinu, en byggða á þessari sátt, sem stjórnarflokkarnir og ríkisstjórnin var jú aðili að. 

 Þetta er bara enn eitt dæmið um sundurlyndið í gamla fangelsinu við Lækjartorg, sem allt lífvænlegt er að drepa í þjóðfélaginu.   Þjóðhættulega verkóstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, knúna áfram af langrækni, hefnigirni og þvermóðsku.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.4.2011 kl. 20:39

7 identicon

Hverning skal vera hægt að byggja hér upp réttlátt og sanngjarnt samfélag með fugla eins og þennan Axel Jóhann með kosningarétt. Ég er búsettur á Húsavík og er því vel upplýstur um gang máli hér hvað álverksmiðju varðar. Þínar fullyrðingar að ríkisstjórnin hafi komið í veg fyrir þessar framkvæmdir er rangar. Þú virðist vera á svipaðri bylgjulengd og Árni Sigfússon, sem er búinn að keira allt í þrot á Suðurnesjum. Gerði þína heimavinnu áður en þú ferð að krota á þína bloggsíðu. Til allrar hamgju geta vinir mínir erlendis ekki lesið það sem þú skrifar, en sem Íslendingur mundi ég skammast mín fyrir þitt krot.

 

Hér er svo tengill inn á Eyjuna með fyrstu ummælin varðandi kjarasamningana.

http://eyjan.is/2011/04/15/kjarasamningar-i-uppnami-kvotakerfid-helsta-hindrun/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 20:40

8 identicon

Mannstu dæmi um eitthvað sem þessi rikisstjórn hefur byggt upp ,en ekki rifið niður ? Datt einhverjum i hug að eitthvað væri á hana að treysta ? það er óskandi að þessu fari að letta af landi og þjóð . ....þvi  meira vantraust er ekki hægt að hafa á eina Rikisstjórn en þessa .

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 20:45

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, þú ættir að minnka áhyggjur þínar af mínu kroti. Þér veitir greinilega ekki af að koma einhverju skipulagi á eigin hugsanir.

Þegar þú ert búinn að hugsa málið betur, gætir þú ef til vill útskýrt hverju þessi tilvitnaða frétt á Eyjunni breytir um það sem hér er til umfjöllunar.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 20:50

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo má einnig minna fólk á það, hversu vel ríkisstjórninni tókst að uppfylla stöðugleikasáttmálann.   Ríkisstjórnin á ekkert traust inni hjá aðilum vinnumarkaðsins, frekar en hjá restinni af þjóðinni. 

Ætli fólk að fá eitthvað ákveðið í hendi frá ríkisstjórninni, annað en áframhaldandi kreppuástand og örbirgð, þá hefur fólk lært það að loforð um e-ð frá ríkisstjórninni er einskis virði.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.4.2011 kl. 20:50

11 identicon

Af gefnu tilefni Haukur og þar sem eg þekki til á sama stað og þú ,Myndi eg minnka orðaforðann um helmimg !!! og ef þú ætlar að fara kenna fólki i heraði um hvernig gengur með ÁLVERS mál her, þá hallaðu þer til morguns  !! Lagaðu svo rettritunina þina  áður en þú skrifar meira  !.Vinsaml .

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 20:57

12 identicon

...keira skal vera keyra, hamjgu skal vera hamingju. Fannstu eitthvað fleira Ragga? Hinsvegar skrifa ég ekki ríkisstjórn með stórum staf, nema í byrjun setningar og það sama gildir um "Myndi". En þú hlýtur að geta skrifað hver sé karl faðir þinn. Annars ætla ég mér ekki oftar að skrifa hér athugasemdir. Hér eru einkum samankomin ofstækisfull ultra-hægri öfl. Þau hafa alltaf verið mér "obnoxious".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 21:27

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, það er alveg merkilegt með ykkur ultra-vinstra liðið, að treysta ykkur aldrei í skoðanaskipti við þá sem ekki eru eins villtir í vinstrinu eins og þið sjálfir. Þið virðist eiga í ótrúlegum erfiðleikum með að koma frá ykkur öðru en skít og svívirðingum um annað fólk.

Á meðan þú hefur ekki annað til málanna að leggja en skítkast, verður þín ekki sárt saknað af þessum bloggi, en annars ertu velkominn með athugasemdir, þegar þér dettur eitthvað vitrænt í hug til að leggja til umræðunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 21:37

14 identicon

Her er föðurnafnið mitt Haukur ,sem er ekkert leyndarmál En það er leiðinlegt þegar fallegir drengir Húsavikur verða ömurlegir fullornar karlrembur  !!!  En það verður ekki við öllu seð .........

Ragnhildur H. Jóhannesdottir (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 21:58

15 Smámynd: Lára Ágústsdóttir

Það er sama hvaðan skítjast kemur það er alltaf sóðalegt. Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga sem varða mál og óska málefnalegra svara

1. Er það ekki staðreynd að gýfurlegir fjármunir hafa farið út úr greininni með frjálsu framsali aflaheimilda milli óskyldra útgerða.?

2.Er það ekki staðreynd að kvótakerfið hefur fengið dóm frá mannréttindastofnun S.Þ?

3.Er það ekki staðreynd að kvótakerfið hefur skaðað minni sjávarbyggðir landsins?

4.Og er það ekki staðreynd að núverandi ríkistjórn á eingan þátt í þessum vanda?

Ef þú hefur áhuga á að hefja þetta stóra mál á hærra plan, þá er ég tilbúin að rökræða um þaðvið þig.

Lára Ágústsdóttir, 15.4.2011 kl. 22:26

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lára, þú hefur greinilega ekki fylgst með skrifum á þessu bloggi um kvótamálin, því hefðir þú gert það, þá vissir þú um andstöðu mína við kvótasölu og - leigu.  Ég hef oft bloggað um þau mál og get t.d. vísað á ÞESSA færslu því til staðfestingar, en margar hafa fylgt í kjölfarið.  Færslan sem þarna er vísað til birtist mörgum mánuðum áður en sáttanefnd ríkisstjórnarinnar náði "sáttum" um fiskveiðistjórnunina, en í þeirri "sátt" var ekki reiknað með banni á framsalinu.

Spurningum þínum get ég svarað á eftirfarandi hátt:

1.  Miklir fjármunir hafa farið út úr greininni vegna kvóta-, skipa- og fyrirtækjasölu, enda hefur ekkert verið í lögum, sem hamlað hefur slíkum viðskiptum.  Þvert á móti var einn aðaltilgangur þeirra, sem kvótaframsalinu komu á, að auðvelda mönnum að selja sig út úr greininni og þar með fækka fiskiskipum og útgerðarfyrirtækjum.

2.  Mannréttindanefnd SÞ taldi það brot á mannréttindum að hver sem er geti ekki stundað fiskveiðar í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, en Hæstiréttur Íslands hefur komist að þveröfugri niðurstöðu og telur að lögin standist mannréttindarákvæði íslenskra laga.  Hæstiréttur er æðsta úrskurðarvald í ágreiningsmálum hérlendis, eins og æðstu dómstólar annarra ríkja.

3.  Sjávarútvegur og fiskvinnsla hafa minnkað í ýmsum stærri og minni byggðalögum landsins frá því að kvótaframsalið var heimilað og hnignun ýmissa byggða hófst löngu áður en farið var að takmarka sóknina í fiskistofnana.  Eftir að framsalið kom til skjalanna hafa vel rekin fyrirtæki lifað og dafnað, en illa reknu fyrirtækin hafa annaðhvort selt frá sér heimildirnar og hætt af þeim sökum, eða hreinlega orðið gjaldþrota.  Kvótakerfið sem slíkt hefur ekki ráðið lífi eða dauða fyrirtækjanna, heldur stjórnun þeirra, fyrst og fremst.

4.  Rétt er það, að núverandi ríkisstjórn á ekki "sök" á kvótaframsalinu, en það var sett í lög af síðustu vinstri stjórninni sem við völd var í landinu, næst á undan þeirri hreinu og tæru, sem nú situr.  Það var gert með lögum nr. 38/1990 og í þeirri ríkisstjórn sátu fyrirrennarar núverandi stjórnarflokka, þ.e. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, ásamt Framsóknarflokki.  Ef þú telur að einhvejir stjórnmálaflokkar eigi að svara til saka í þessum málum, hljóta það að vera núverandi flokkar, þó þeir hafi báðir skipt um nafn og kennitölu á tímabilinu, eins og ýmsir aðrir kennitöluflakkarar hafa gert.  

Þetta veist þú auðvitað allt saman, eins og aðrir sem hafa fylgst með þessum málum í gegn um tíðina og getur því rætt um fiskveiðistjórnunina, kvótaframsalið og -leiguna af sanngirni, sannleiksást og án fordóma og slíkri umræðu ber að fagna.  Nóg er nú af fleiprinu og staðreyndafölsununum í umræðunni um þessi mál.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 23:12

17 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvernig getur KRINGLAN gert sína arðsemisútreikninga á reksri húseignarinnar, ef henni er hótað  að t.d. rafmagni verði úthlutað einvörðungu til þeirra verslana sem    hafa opið 4 daga í viku, vegna þess að Ríkisstjórn vill setja  takmarkanir  á kúnnafjölda þeirra.

Ríkisstjórnin vill að það verði verslað við alla þá sem dettur í hug að setja upp verslun annarsstaðar en í KRINGLUNNI og dreifa versluninni.

Eggert Guðmundsson, 15.4.2011 kl. 23:41

18 identicon

Takk Axel.

Þrátt fyrir "leikhús fáráðnleikans" hér að ofan að þá þarf fólki að vera það ljóst að undir ríkisstjórn sem ekki getur ákveðið sig um neitt nema ljósabekki gæti gert töluverðan glundroða í kerfi sem telur 7-10% atvinnu á Ís(h)landi.

Með upptöku kvóta er einungis verið að hugsa um skammtíma hagsmuni fárra útvaldra sem eiga að taka við því sem fáum útvöldum var rétt áður.

Með því að hugsa hlutina til skamms tíma fer enginn að fjárfesta í togara sem kostar milljarð eða tvo ef að kvótanum sem þarf að standa undirr fjártfestingunni er aðeins úthlutað til árs í senn.

Þetta svo þýðir aftur að eftir áratug verða menn róandi á fjölum úr gömlum húsum eftir fiski sem er á djúpslóð.

Það þarf að fá fólkið sem hefur veitt á miðunum í 20 ár til að miðla reynslu sinni áður en að 1500 manns sem aðeins hafa veitt á grunnslóð farast í hafi vegna reynsluleysis og enskis annars.

Ríkisstjórnin? sem nú situr gæti ekki staðið í fæturna þó líf þeirra lægi við.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 00:25

19 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Nú hefur Þorsteinn Már náð fram hótun sinni og látið LÍÚ nota SA til að stöðva samninga viðræður um lausn deilu á almennum vinnumarkaði. Hér er um forkastanlegt athæfi að ræða sem á sér enginn fordæmi. Þetta er bein aðför að Lýðræði Axel og ekkert annað. Skiptir ekki máli hvaða Ríkisstjórn á í hlut svona gera menn ekki.

Frekjan og valdshrokinn sem í þessu felst gerir okkur ekki kleift sem þjóð að gera neitt annað en að kalla öll veiðileyfi þess fólks sem að þessu stendur inn og úthluta ekki fyrr en þau eru búin að sætta sig við að veiða framvegis þegjandi og hljóðalaust eftir þeim reglum sem þjóðin setur.

það hefur hvergi verið nefnt Axel að ekki megi eða eigi að veiða. Hvað er LÍÚ þá að fara fram á? Jú að þau geti áfram spilað rúllettuna með peningana það er það eina sem Þorsteinn Már er að draga félaga sina í LÍÚ á asna eyrunum út af. Veðin í bönkunum.

Það verður haldið áfram að veða hve mikið kemur í hvers hlut eða hvort verður sóknarmark. Þetta eru allt spurningar. Skistjóri fær ekki plan fram í tímann hann snýr skipi sínu og leitar að fiski. Ríkisstjórni segir honum ekki hvar fiskurinn 3 ár fram í tíman eða eins og Þetta fólk er  að fara fram á 35 ár fram í tímann?  

Mannréttindi og Hæstiréttur Íslands. Axel mér sýnist þeir dómarar sem nú skipa Hæstarétt vera farnir að missa sig svolítið í dómum sínum og er ég ekki einn um það. Lítur út fyrir að þeir haldi að Davíð-isminn sé enn við líði. Kvótakerfið stendst engan veginn alþjóðalög um mannréttindi og við erum búnir að skuldbinda okkur að fara eftir þessum lögum. Þessi alþjóðalög eru útaf spilltum dómum eins og dómi Hæstaréttar Ísland. Hugsa sér Axel að við skulum vera komin niður á það plan að við verðum að sækja út fyrir landsteinanna til að ná rétti okkar í mannréttindum. 'Island!!

Hvað með mín mannréttindi til dæmis Axel? Ég hef full réttindi sem skipstjóri, var einn af aflahæstu skipstjórum landsins í 20 ár var rekinn vegna skoðana minna og fæ hvergi starf á íslensku skipi og fæ ekki að koma með mitt eigið skip þrátt fyrir að hafa opnað mörg af bestu aflamiðum sem nú eru að gefa. Skapaði stærsta kvóta á landinu en fæ ekki að veiða á trillu? Endilega tala við mig um mannréttindi Axel.

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 03:10

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, ég hef ekki sett nein lög í landinu, hvorki um mannréttindi eða fiskveiðiheimildir.

Hæstiréttur dæmir eftir þeim lögum sem sett eru á Alþingi á hverjum tíma. Hann setur engin lög sjálfur, en hvort sem það eru lög um mannréttindi eða fisveiði, þá fellir hann sína dóma í samræmi við þau.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2011 kl. 04:15

21 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Nei Axel sannleikurinn um kvóta söguna er bestur. Þarf ekki að vaða í villu hvað er í gangi bak við þetta sjónarspil sem verið er að spila og draga þjóðina á asnaeyrunum inní. Fiskveiðarnar þurfa að fara aftur til þeirra sem vinna við veiðar og síðan setja lög um allan fisk á markað svo hagkvæmustu vinnslurnar fái sinn skerf af aflanum. Allir eiga þá rétt að koma að greininni og hagkvæmni er tryggt.

Ofbeldið sem mönnum hefur verið sýnt er ónefnt en margir eru með símanúmer Þorsteins Má á símunum hjá sér þar sem hann veður yfir menn með hótunum um ofbeldi ef þeir halda ekki kjafti um siðleysið í greininni svo ekki sé talað um þá sem lentu á "dauðalistanum". 

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 10:01

22 identicon

Ekki var það "Davíð-isminn" sem kom á framsalinu eða kvótakerfinu í núverandi mynd. Hér hefur marg komið fram að nær væri að andskotast út í Alþýðuflokks-/Alþýðubandalags-/Framsóknarflokks ismann.

Þar liggur ábyrgðin og svo nú hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfússonar fyrir verkleysið og að hafa látið þetta eitt mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar reka á reiðanum bara af því að stólarnir undir þeim gætu brotnað ef á yrði tekið.

Nú eru tannhjól íslenska stjórnkerfissins að brotna hvert á fætur öðru og stutt í að vélin hrynji endanlega í miðjum ólgusjó. Það yrði heimaskítsmát á heimsmælikvarða.

Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 10:51

23 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Halldór Ásgrímsson er höfundur Kvótans Sveinn og jú framsalið var sett á undir forystu Framsóknarflokksins en Davíð fór inn með það umboð að "moka framsóknarflórinn" en í staðinn gerðist hann GUÐFAÐIR kerfisins eða ertu búinn að gleyma "opinberri heimsókn" Davíðs til Samherja?Þarna hófst mesta niðurlægingar skeið þessarar þjóðar sem endaði með hruni okkar góða þjóðfélags ..... Davíð ber ábyrgð á því.

Hér stefndi allt í að samningar næðust en fyrirlitleg framkoma LÍÚ er núna að stefna okkur í vandræði. Svona hegðun er einsdæmi í Lýðræðis þjóðfélagi og er ég hræddur um að eitthvað heyrðist t.d. í Noregi ef Olíu fyrirtækin leyfðu sér svona svívirðu. Það skiptir ekki máli hvar í flokki við stöndum ekki má leyfa svona valdhroka. Hér er ekki farið gegn Ríkisstjórn hér er farið gegn þjóðinni. 

Það rekur ekkert á reiðanum. Hér verður áfram veiddur fiskur enginn er í útgerð sem ekki gerir sér grein fyrir að ekki er hægt að gera "BUSINESS MODEL" að hætti Wall Street í útgerð. Og hvaða fjárfestingar liggja fyrir??? Skuldirnar eru 500 milljarðar come on )))))) 

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 11:13

24 identicon

Ekki ætla ég landkrabbinn að fara að segja þér eitthvað um fiskveiðar eða fiskveiðkerfi Ólafur til þess ber ég of mikla virðingu fyrir þinni þekkingu þar. En þegar kemur að því að draga áliktanir um orsakir og afleiðingar af verkleysi ríkisstjórnarinnar í kvótamálum þá erum við ekki á sama máli. Ég tel að ríkisstjórnin hafi verið á undan LÍÚ að taka kjarasamningana í gíslingu og hafi eytt dýrmætum tíma í að þvæla málinu þannig að engin hagsmunasamtök með réttu ráði myndu gera langtíma samninga í algjöru óvissu ástandi til 3ja ára. Alveg sama hvort forvígsmennirnir heita Þorsteinn Már eða Jón Jónsson, til þess höfum við ríkisstjórnir til að leysa hagsmunamál og við það borð sitja útvegsmenn alveg eins og aðrir sem þurfa lausn sinna mála. Þú ert of reyndur skipstjóri til að samþykkja ekki að stöðugar fjárfestingar í sjávarútvegi eru lífsnauðsyn sama þó skulir séu háar enda er íslenski fiskveiðiflotinn einn sá best menntaði og tæknivæddi í heimi og þar eru gríðarlegar eignir á móti skuldum.

Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 12:09

25 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er kanske sangjart að Hóteleigendur eigi     _    stóran kvóta og leigi hann svo út,einn  er slíkur í Vestmanneyjum.? það eru margir sem eiga kvóta en engvan Bátinn.Og hafa það fínt á Spánni .það er spurning fyrir hverja vinnur L'I'U og SA ?

Vilhjálmur Stefánsson, 16.4.2011 kl. 16:39

26 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sveinn þetta byrjaði ekki með þessari samninga hrinu. Þetta byrjaði þegar Þorsteinn fékk menn til að hóta að sigla flotanum í land. Þeir misstu svo í buurnar þegar fyrir lá að þá misstu þeir leyfin.  Það er yfir 60 % af þjóðinni andvígur þessu kerfi. Það stennst ekki almenn mannréttindi. Framgangur kerfisins verður ekki gerður í samkomulagi við útgerðamenn! Þeir hafa ekkert meiri rétt á þessum veiðum en hver annar sérstaklega þeir sem vinna í sjávarútvegi og hafa þjálfað sig og menntað í þessari grein.Hverjum dettur í hug að setja kvóta á lögfræði eða skósmíði eða barnapössun eða verslanna rekstur?Skósmiður stundar skósmíði, tannlæknir stundar tannlækningar o. frv. 

Ef við tölum um botnfiskútgerðina ertu ekki vel að þér í skipakostinum því skipin eru flest komin á eftirlauna aldur og ætti að vera búið að endurnýja fyrir nokkru. En afhverju hefur ekki verið endurnýja Sveinn? Skuldir útgerðarinnar hafa 7 faldast á síðustu 17 árum og eru orðnar yfir 500 milljarðar! Þetta fjarfestingar kjaftæði er bara fyrirsláttur það liggja engar fjárfestingar fyrir aðrar en að senda fleiri útgerðamenn á milljarða eftirlaun og láta síðan afskrifa lánin. 

Losum þjóðina við þetta sauðspillta kerfi sem kostað hefur sjávarbyggðirnar lífsviðurværið og þjóðina alla milljarða tekjur í of litlum afla og brott kasti. Nýtt Ísland verður ekki byggt með þetta stjórnkerfi í sjávarútvegi það er kristall tært. Ef þetta kerfi verður áfram verður farið á eftir fólki með þvílíkri heift að fleiri manns munu verða að flýja land undan böðlum Þorsteinn Má. Hann er ekki maður sem bara hringir í menn og hótar þeim öllu illu. Hann stendur við sínar hótanir þótt síðar verði og nú er hann að freista þess að ná algerum undirtökum á þjóðinni. Ef honum tekst það verður hér ekkert Lýðræðir meir. Þetta veit ég og hef kynnst af eigin raun. 

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 17:58

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, ekkert veit ég um illdeilur þínar við Þorstein Má, en finnst óvild þín í hans garð lita málflutning þinn helst til mikið og sama má segja um litla ást þína á Davíð Oddsyni, sem vinsælt er af vinstri mönnum að tákngera fyrir hvað sem er í þessu lífi og mönnum dettur í hug að vera á móti. Ég verð nú að segja alveg eins og er, að ég tek alltaf minna mark en ella á málflutningi sem byggður er upp á slíku hatri á einstaka persónum.

Annars er auðvitað ekki hægt að jafna saman lögfræðistörfum og veiðum á lifandi dýrum þar sem stofnstærð er ekki slík, að hægt sé að leyfa algerlega ótakmarkaðar veiðar. Með sömu rökum mætti mótmæla kvóta á hreindýraveiðum og rjúpnaveiði til dæmis.

Sérfræðingar eru einfaldlega ekki á því að mögulegt sé að veiða fiskistofnana án nokkurra sóknartakmarkana og á meðan við trúum því að svo sé, verða menn seint sammála um hverning þær takmarkanir skuli framkvæmdar, eða afla skipt milli skipa og fyrirtækja.

Þess vegna þarf að ræða sig niður á sátt í málinu, án stóryrða, sleggjudóma og haturs á einstaklingum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2011 kl. 19:47

28 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Axel báðir þessir menn sem þú nefnir eru búnir að gera þjóð sinni mikinn skaða. Ég kaus Davíð Oddson til borgarstjóra einu sinni en þurfti að vitna að hann var gjörspilltur og gekk ekki erinda kjósenda sinna. Ég varð vitni að því þegar hann í reiði útaf skipun Björgvins Guðmundssonar í forstjóra stól Búr setti upp plott og notaði BúR til að hysja buxurnar upp um Ísbjarnar bræður sem búnir voru að setja fyrirtæki föðurs síns á hausinn.Eftir þetta fylgdist ég með þessum spillta stjórnmála manni gjöreyðileggja þjóðfélagið sem ég dáði.

Já mér er ekki vel til Þorsteins af persónulegum ástæðum. Hann var á bak við miklar aðfarir að mínu lífshlaupi án þess að ég kæmist að því fyrr en fyrir rúmu ári að hann sagði mér það sjálfur í síma. En þá sagði hann mér líka frá því plotti sem hann hefur staðið fyrir og ég setti hann aldrei í samband við af því ég trúði ekki að hann væri slík manneskja að láta græðgi ráða sínum gerðum sem raun bar vitni. 

Þessir tvei menn ásamt Halldóri og Kristjáni Ragnarsyni eru guðfeður þess plotts sem fór fram milli bankanna og útgerðarinnar. Og svo miklar voru væntingarnar að farið var á eftir okkur öllum sem sáum hvað var í bígerð og okkur var "eytt" úr íslenskum sjávarútvegi til að þagga niður í okkur. 

Síðan eftir að búið var að reka mig af skipi mínu var ég að vinna í Hampiðjunni þegar ég tók þátt í kosnigabaráttu Frjáslynda Flokksins að Þorsteinn með nokkra útgerða menn með sér krafðist þess að ég yrði þegar í stað rekinn úr starfi. Þessu komst ég að eftir samtalið fyrir ari.

Eftir þetta þagði ég í 12 ár þangað til fyrir 3 árum að ég hafði stofnað útgerð um skip í Mauritaniu að Þorsteinn kom Sigurbirni Nokkrum Svavarsyni í minn hóp og hann fór á eftir mér með rógi við fjárfesta mína og kom mér út úr mínu eigin fyrirtæki. 

Þessi maður er ekki allur þar sem hann er séður og ef þú ferð að fylgjast með honum munt þú sjá að hér er valdagráðugur maður á ferð sem svífst einskis hann vinnur bak við tjöldin og skaðar þá sem tala gegn fyrirætlunum hans.  Mér líkar ekki spilling og græðgi og ætla ekki að láta þennan mann gera fleiri mönnum skaða. 

Allt sem ég rita er sannleikanum samkvæmt. Ef það er ekki málefnalegt þá get ég ekki betur. 

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 23:27

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, það er erfitt að ræða málin og taka afstöðu til þeirra út frá þeim persónulegu hliðum sem þú setur fram, enda veit maður auðvitað ekkert um raunverulegt innihald þeirra, eða ástæður.

Hins vegar vantar eiginlega fleiri innlegg frá Láru, enda ætlaði hún, að eigin sögn, að koma umræðunni upp á æðra plan.

Vonandi verður hægt að halda umræðunni um fiskveiðistjórnunina og kvótamálin á því háa plani, þar til þjóðarsátt næst um þau. Meðan núverandi ríkisstjórn situr eru þó litlar líkur til að svo verði.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2011 kl. 10:21

30 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Nú skil ég þig ekki Axel? Hvernig er hægt að ræða kvótamálið án þess að þessir fjórir menn flækist inní umræðuna. Ekki má kenna mönnum um það sem þeir bera ekki ábyrgð á. Þess vegna tel ég betra að nafngreina þá sem ég veit um. Ég þekki Þorstein Má það vel að ég veit að hárin rísa á hnakka hans þegar hann sér mig skrifa og mér leiðist það ekki. Sorry!

Ég er sannanlega ekki eini maðurinn sem hef fengið hringingar frá Þorsteini eða Kristjáni. Ég varð fyrir barðinu á þessum mönnum útaf skoðunum mínum á kvótakerfinu. Af því að þeir fóru á eftir mér gerir það mig óhæfan til að fjalla um þetta málefni?

Ég er búinn að fjalla um kvótakerfið síðan 1984 Axel og ég hitti Halldór tvisvar 1984 og fékk hann til að samþykja skipstjórakvótann fyrir mig og áhöfn mína og reyndi að benda honum á vitleysurnar sem fælust í kerfinu og úthlutunar reglunum. Gerir þetta mig óhæfan til að fjalla um kvótakerfið? Ég hef unnið í Sóknarmarki, ég hef unnið í kvótakerfi án framsals og í framsali gerir það mig óhæfan til að fjalla um kvótakerfið? Ég er ekki að aumkast yfir sjálfum mér Axel en ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur til að afmá þessa skömm úr íslenskum sjávarútvegi svo afkomendur okkar þurfi ekki að lifa í þjóðfélagi sem hyglir spillingu og yfirgangi og virðir ekki almenn mannréttindi og málfrelsi. Við erum ekki bananalýðveldi er það Axel erum við kannski banana lýðveldi? Hæstiréttur sendir furðuleg skilaboð um þessar mundir?

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 20:59

31 Smámynd: Dexter Morgan

Endemis vitleysa er þetta hjá þér. Þarna eru bara kótakóngarnir og þeirra skósveinar á ferðinni til að verja og vernda það sem þeir telja vera "sitt", með húð og hári. Það ætla seint að komast inn í kúpuna á þeim að þeir EIGA ekki fiskinn í sjónum. Þjóðin (við) eigum hann. Við eigum að fá af honum arð. Við eigum að ákveða hver veiðir hann Ef þeir eru ósáttir við það, þá eru nógir um það að vilja sækja hann og kótakóngarnir og þeirra hyski mega bara pakka saman og láta sig hverfa.

Ekki bætir svo úr skák þegar svona atvinnu-bloggarar eins og þú að mæra þetta og skammast í þeim sem vilja koma þessu í betra horf. Svei-attan, segi ég nú bara, eins og hún amma mín agði gjarnan, þegar henni var misboðið.

Dexter Morgan, 18.4.2011 kl. 00:09

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter, áður en þú setur inn athugasemdir ættir þú fyrst að lesa það sem aðrir skrifa og lang best væri að þú skildir það líka og þá gætir þú ef til vill lagt fram snefil af einhverju málefnalegu um það um er rætt.

Þessi athugasemd þín er eins og oftast áður eintómar upphrópanir, sleggudómar og gífuryrði.

Frekar er að eyða tímanum í svona þvælu, ættir þú að benda á hvar og hvenær ég varði óbreytt kvótakerfi og skammaðist í þeim, sem vilja koma málum í betra horf.

Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2011 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband