Aðlögun atvinnuleysis að ESB?

Atvinnuleysið hér á landi er í þeim hæstu hæðum, sem það hefur nokkurn tíma verið í og með einarðri baráttu ríkisstjórnarinnar til að viðhalda því er ekki mikil von til þess að ástandið batni á næstunni.

Stjórnin hefur barist af öllum sínum mætti gegn allri þeirri atvinnuuppbyggingu sem þó hefur verið í boði frá hruninu 2008 og nægir þar að nefna lögbrot Svandísar Svavarsdóttur vegna virkjanamála, baráttuna gegn stóriðju við Húsavík og í Helguvík og nú síðast harkalega framgöngu til að koma í veg fyrir kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Í fréttinni er þetta m.a. haft eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar: "Þetta er mjög óvenjulegt. Þetta hefur að líkindum ekki gerst síðan 1930, eða þar um bil. Það voru margir án atvinnu á árunum frá 1993 til 1995 en þá fór meðaltalsatvinnuleysið hins vegar aldrei yfir 5%."

Viðvarandi meðaltalsatvinnuleysi í ESB hefur verið um 8-10%, í sumum löndunum minna og alveg upp í 20% og sá grunur fer að læðast að, að stefna íslensku ríkisstjórnarinnar með baráttu sinni fyrir viðhaldi svona mikils atvinnuleysis hér á landi sé liður í að aðlaga íslenskan vinnumarkað að ástandinu eins og það er og hefur verið í ESB.

Það væri eftir öðru, að þessi stefna í atvinnumálunum sé hluti af aðlögunarferlinu, sem Samfylkingin er að reyna að troða upp á Íslendinga. 


mbl.is Jafnast á við ástandið 1930
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Þetta finnst mér nú svolítið áhugaverð pæling...og er fátt sem kemur manni á óvart lengur þegar snýr að þessari +oþverra ríkisstjórn sem með ÖLLUM tiltækum ráðum ætlar að reyna troða okkur inn í ESB....

Þetta er svo fáránlega heimskulegur kostnaður sem ráðist var í með þessari aðildaumsókn in í ESB í stað þess að láta það fara fyrir þjóðina og sjá hvort að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Það hefði að sjálfsögðu verið fellt með afgerandi meirihluta sem þá hefði sparað skattgreiðendum einhverja milljarða sem hefði mátt nota í annað..

Sigurður Árni Friðriksson, 13.4.2011 kl. 11:15

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

,,Hæfilegt atvinnuleysi" er viðurkennt hagstjórnartæki.  Þannig er hægt að halda niðri verðbólguhvetjandi eftirspurn.  Atvinnuleysi dregur líka úr eftirspurn eftir lánsfé til fjárfestinga, sem leiðir svo til lægri vaxta á markaði.

Hins vegar kostar hver prósenta í atvinnuleysi ríkissjóð, ca. 5 milljarða.  Sé eingöngu litið til kostnaðar vegna atvinnuleysisbóta og tapaðra skatttekna í gegnum tekjuskattstofninn.  Svo er það spurningin hversu miklu má bæta við, vegna lægri tekna af neysluskattstofninum. 

Eina jákvæða við þetta er það, að kostnaður ríkissjóðs pr. hverja prósentu atvinnuleysis, hefur dregist saman um  ca. 1 milljarð undanfarin tvö ár.  Hins vegar er ástæða þess ekki jákvæð.  Lækkunin skýrist með því að bakvið hverja prósentu í atvinnuleysi, eru nú 400 færri en voru fyrir tveimur árum.  

 Það skýrist að stærstum hluta af því að fólk hefur flúið atvinnuleysið hér á landi og greiðir sína skatta í aðra ríkissjóði en þess íslenska.  Burtflúnir Íslendingar, hjálpa ekki íslenskum framleiðslufyrirtækjum með því að kaupa íslenskar vörur.  Það leiðir svo til að eftirspurnin eftir þeim vörum minnkar og svo í framhaldinu fækkar það starfsfólki þessara fyrirtækja og eykur atvinnuleysið, eða þá fjölgar Íslendingum á erlendum vinnumarkaði.

Í stuttu máli, þá mun stigvaxand tap/kostnaður ríkissjóðs leiða til enn frekara atvinnuleysis.  Næsta holskefla hópuppsagna, mun vera vegna niðurskurðar á útgjöldum ríkisins.  Það gerir hins vegar fátt annað en að færa kostnaðartölur til í ríkisbókhaldinu og lægri tölur birtast tekjumegin, vegna lægri skatttekna.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 12:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allt er þetta hárrétt, Kristinn Karl, og sýnir í enn betra ljósi hversu heimskuleg þessi "atvinnustefna" ríkisstjórnarinnar er.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2011 kl. 13:04

4 identicon

Þú veist kannski ekki af því Axel, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar hefur atvinnuleysi á landsvísu farið minnkandi frá fyrra ári í hverjum einasta mánuði síðan í apríl 2010, eða í slétt ár núna. Þú getur séð það hérna (mars ekki kominn inn enn, en talan er sú sama og fyrir febrúar): http://the.fact.is/h3LAex.

Hjörvar Pétursson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hjörvar, ætli það stafi ekki fyrst og fremst vegna brottflutnings fólks af landinu og þá helst til Noregs.  Eini útflutningurinn sem ríkisstjórnin hefur sjálf staðið fyrir undanfarin tvö ár eru á fólki og atvinnuleysi.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2011 kl. 14:18

6 identicon

Ég hef heyrt að það séu ekki nema tæpl. 3000 íslendingar á atvinnuleysisskrá, restin útlendingar sem flestir unnu hér í byggingavinnu. Nú hef ég ekkert á móti útlendingum þar sem ég bjó sjálf lengi erlendis. En mér finnst erfitt að heyra af fólki hér á atvinnuleysisbótum, í 100% vinnu á svörtum launum og síðan í biðröðum fyrir fátæka, að sækja sér ókeypis mat... Auðvitað misnotar sumt fólk svona ef það er ekkert eftirlit. Því miður.

Ég ráðlegg eftirlitinu að gera rassíu á t.d. öllum veitingastöðum og hótelum í bænum. Það er talað um atvinnulausa bifvélavirkja í fréttunum, en það er ekkert mynnst á fólk í öðrum svörtum jobbum. Við erum svo fámenn að það á að vera hægt að halda utanum misnotkun á atvinnuleysisbótum. Það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir svarta vinnu en ég trúi ekki að þessar tölur standist.

anna (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:27

7 identicon

Nei, reyndar ekki. Samkvæmt Hagstofu Íslands skilst mér að fólki hafi farið fjölgandi hérna síðasta árið.

Hjörvar Pétursson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hjörvar, þú þyrftir að skoða tölur Hagstofunnar betur, því brottfluttir af landinu voru 2.040 fleiri en aðfluttir á síðasta ári.

Þú getur skoðað þessar tölur betur HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2011 kl. 14:47

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það að horfa bara í prósentutölur atvinnuleysis, segir engan vegin alla söguna.  Ef að atvinnuleysisprósentan myndi lækka um eitt prósentustig í dag, án þess að fólk hyrfi af vinnumarkaði, myndi slíkt þýða ca. 1600 ný störf.  Í byrjun árs 2009 hefði slík lækkun, með sömu forsendum þýtt ca. 2000 ný störf. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband