Mögnuð niðurstaða kosninga

Ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um þrælalögin sem felld voru með afgerandi hætti, svo afgerandi, að varla mun verða reynt frekar að troða þeim ofan í kok landsmanna með ógnunum og ofbeldi af hálfu Breta, Hollendinga, ESB og íslensku ríkisstjórnarinnar.

Afstaða kjósenda var eindregin gegn lögunum í öllum kjördæmum, nema Reykjavík suður og verða það að teljast ein af merkum niðurstöðum kosningannna, að þær sýna að hugsunarháttur manna breytist nokkuð, því nær sem dregur 101 Reykjavík.

Eftir þessa niðurstöðu mun þjóðin vonandi leggja niður allar deilur um þetta mál og snúa sér óskipt og sameinuð að uppbyggingu og endurreisn atvinnulífsins og taka á þeim erfiðleikum sem þessari niðurstöðu fylgir, ef þeir þá einhverjir verða. Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar í sjónvarpssal við úrslitunum gefa þó ekki góðar vonir um baráttuvilja og - þrek ráðherranna.

Þessi úrslit kosninganna munu án vafa vekja heimsathygli og almenningur í öðrum löndum mun taka þeim sem hvatningu til aðgerða gegn hvers kyns tilraunum til að velta skuldum glæpsamlega rekins fjármálakerfis yfir á skattgreiðendur. Vonadi breytir þetta einnig því hugarfari ráðamanna, að sjálfsagt sé að gera skattgreiðendur að vinnu- og afplánunardýrum fyrir glæpagengi.

Risinn er nýr dagur, með nýjum áskorunum og markmiðum.


mbl.is Yfir 58% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsunarhátturinn, þegar að nær dregur 101 er ekkert öðruvísi en annarsstaðar, þeir voru bara hræddir við geðstirðu konuna sem ég bloggaði um hér og þorðu ekki að segja sannleikann fyrr en hún var farin að sofa. Það voru yfir 54% í Reykjavík suður

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Nú hefur hinn þögli meirihluti sigrað. Lét ekki hræðsluáróður áhrifafólks sem hvöttu fólk til að kjósa með jáinu hafa áhrif á sig.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 09:04

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var greinilega ekki nógu vel vaknaður, þegar upphaflega færslan var skrifuð, og var ennþá í þeirri meiningu að Reykjavík-suður hefði samþykkt lögin. Íbúar 101-Reykjavík eru hér með beðnir afsökunar á þessum mistökum mínum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2011 kl. 12:03

4 identicon

BARA SORGLEGT. Þú virðist ekki horfast í augu við að þjóðin er algjörlega klofin í þessu máli. Framundan er margra ára þrautarganga. Ég vona svo sannarlega að nei menn hafi rétt fyrir sér en er alls ekki bjartsýnn á það. Nú mun það koma í ljós.

Sverrir Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:03

5 identicon

Borist hafa fréttir af því að Gnarrrrrinn hafi verið að kaupa miða uppi í Leifsstöð. Ólyginn sagði mér að hann hafi verið stílaður á Grænhöfðaeyjar.  

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband