Sjálfstæði - Þorskastríð - Icesave

Árið 1944 var samstaða þjóðarinnar um að lýsa yfir sjálfstæði Íslands alger og allir Íslendingar tilbúnir til að takast á við að berjast fyrir lýðveldið Ísland, þrátt fyrir fyrirséða erfiðleika, fátækt og basl, sem því yrði samfara til að byrja með. Sjálfstæðinu var lýst yfir í óþökk Dana, sem áður voru herrar landsins og tók þá nokkra áratugi að fyrirgefa "svik" Íslendinga.

Eftir miðja síðustu öld færðu Íslendingar út landhelgina í nokkrum skrefum, fyrst úr fjórum mílum í fimmtíu og síðar úr fimmtíu í tvöhundruð mílna fiskveiðilögsögu. Í bæði skiptin var það gert í algerri óþökk annarra þjóða, t.d. Þjóðverja, Hollendinga, Belga, Breta o.fl. Í bæði skiptin sendu Bretar flota sinn á Íslandsmið til verndar togurum sínum og við lá að þeir stórslösuðu og jafnvel dræpu íslenska varðskipsmenn í tilraunum sínum við að sökkva skipunum undan þeim, en svo er forsjóninni fyrir að þakka að það tóks ekki, en skipin voru hins vegar stórlöskuð eftir þau átök.

Í Þorskastríðunum stóðu Íslendingar þétt saman gegn yfirgangi og ofbeldi Breta og tóku á sig ýmsa efnahagslega erfiðleika sem fylgdu þessari réttindabaráttu. Bretar, sem áður voru helsti innflytjandi fisks frá Íslandi, settu löndunarbann á Íslensk fiskiskip og settu þar með gríðarlega efnahagslega pressu á afkomu Íslendinga, sem þó létu ekki kúga sig til uppgjafar og þrátt fyrir mun lægra útflutningsverð fundust aðrir markaðir fyrir fiskinn og þá aðallega í vöruskiptum við Sovétríkin sálugu.

Í dag gefst Íslendingum enn á ný tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, þegar þeir standa frammi fyrir þvingunum og hótunum um efnahagslegar refsiaðgerðir, verði þeir ekki við ólöglegum kröfum erlendra kúgunarþjóða, þar sem Bretar eru í broddi fylkingar eins og áður og hafa meðal annars beitt hryðjuverkalögum í þeim tilgangi að koma íslensku efnahagslífi endanlega á kné.

Í kosningunum í dag velur þjóðin um að sýna stolt sitt, sjálfstæði og baráttuvilja fyrir réttindum sínum með því að seja NEI við að selja sig í skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga til næstu ára- eða áratuga vegna skulda óreiðumanna, sem skattgreiðendur bera enga ábyrgð á. Kjósendur hafa einnig þann valkost að segja JÁ í þessari atkvæðagreiðslu, en með því er umheiminum sýnt fram á að sá baráttuandi sem áður einkenndi þessa þjóð er henni horfinn úr brjósti og ný kynslóð sé ekki tilbúinn til að leggja á sig nokkurt erfiði þjóð sinni og landi til varnar á örlagastundu.

Valið í dag stendur á milli þess að sýna umheiminum að hér búi ennþá sjálfstæð og stolt þjóð, sem ekki lætur troða á rétti sínum, eða baráttusnauðar undirlægjur sem öllu eru tilbúnar að fórna vegna ótta við einhverja erfiðleika sem þjónkunarsinnar erlendra kúgara hóta að beita þá, gangi þeir ekki skilyrðislaust að fjárkúgunarkröfunum.

Þessu verður best svarað með því að merkja við NEI á kjörseðlinum.


mbl.is Stefnir í mikla kosningaþátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

NEI-ið verður vonandi nógu stórt til að heyrast um heimsbyggð alla. (En utan dagskrár: Útfærslurnar voru 3-4 mílur, 4-12 mílur, 12-50 og 50-200 mílur án þess að það skipti nokkru máli í dag :-) ).

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.4.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hárrétt Magnús, ég gleymdi alveg tólfmílunum, sem auðvitað voru millistigið frá fjórum og upp í fimmtíu.

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2011 kl. 09:03

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þarna stóð þjóðin saman, vinstri og hægri menn, hvað hefur breyst? Af hverju stöndum við ekki öll saman og segjum NEI?

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2011 kl. 09:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er óskiljanlegt, að ekki skuli vera alger samstaða um NEI gegn svona yfirgangi.  Sem betur fer eigum við víða stuðning úti í heimi, bæði hjá virtustu fjármálablöðum vesturlanda og ýmsum einstklingum og fræðimönnum, eins og t.d. Michael Hudson.  Sjá HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2011 kl. 10:08

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Axel ! Já segðu það, en áróðurinn og "fagurgalinn" fyrir þessu síðasta Icesave samningi, er nú búinn að vera aldeilis rosalegur, svo maður hefur vissann skilning á þessu, en ætla eiginlega að "kommenta" á þetta frábæra innlegg þitt um landhelgisdeilurnar og samlíkingu við Icesave deiluna.

Undirritaður hefur stundum líkt þessum tveim málum, þorskastríðunum og Icesave deilunni, saman, venjulega fengið kröftug mótmæli frá Icesave sinnum og ESB sinnum einnig, en þó málin séu ólík í eðli, eru þau meira lík í þýðingu og mikilvægi fyrir þjóðina,en margir vilja játa, en menn gleyma stundum að þjóðin var ekki eins einhuga og stundum er gert úr í minningunni, Guðni Th. sagnfræðingur bendir á það í þessum pistli sínum, presónulega fannst mér hann ganga nokkuð langt í því að kveða niður "goðsögnina" eins og hann kallar það og hefur þessvegna örugglega verið að þessu í þeim tilgangi að hafa áhrif á mál dagsins, en hann fer með rétt mál þarna að vissu marki, það voru undansláttarmenn þá líka, talandi um "vinaþjóðir" og framkomu okkar við þær.

Aftur á móti komst ég svo seinna yfir þessa ritgerð Gests Pálssonar, þar sem hann tekur ferilinn um þriðja (200mílna) þorskastríðið, saman byggt á samtíma og seinni heimildum, þar er fjallað vandlega og hlutlaust um málið og að mínu mati alls ekki fjarri sanni að líkja þessum tveim málum saman eftir þann lestur, Gestur hafði Guðna Th sem kennara þegar ritgerðin var gerð 2005 samkv. þessu HÉR.

Svo þá eins og nú var viss klofningur meðal þjóðarinnar varðandi málið, líklega þó mun færri gegn en með á móti því hve virðist tiltölulega jafnt á milli "JÁ" og "NEI" varðandi ICESAVE III, en sjáum til, öll kurl eru ekki komin til grafar enn.

Athygli vekur að þeir sem benda á að Landhelgisdeilan (sú síðasta) hefði verið leyst með samningum, og vísa þá líklega til að slíkt eigi gera í Icesave III einnig, en staðreyndin er sú að eftir að Íslendingar höfðu staðið eindregið og hugrakkir gegn ágangi og herskipum Breta og hafnað öllum samningaumleitunum, endaði þetta með því að Bretar "dröttuðust" að samningaborði í Osló, vel vitandi hvað hafréttarráðstefna Sameinuðu Þjóðanna myndi segja um málið, (30 maí minnir mig) og gegn því að draga öll herskip út úr landhelginni, virða að fullu 200 mílna rétt Íslendinga, fengu þeir veiðiheimild fyrir 24 togara í 6 mánuði, svo "OVER and OUT !! Charlie" í des sama ár. líkið þessu saman við að ganga að Icesave III, þeir sem vilja og nenna.

Það sem máli skifti þá eins og nú, er að meirihluti þjóðarinnar beygði sig ekki fyrir óréttmætum né ólöglegum kúgunum, jafnvel þó úrtölu og undansláttarmenn finndust þá líka.

Óska þér Axel ! og gestum þínum hér góðs kosningadags, og sama hvernig fer, þá heldur stríðið áfram á morgun, en ef orrustan um Icesave III vinnst, verður framhaldið auðveldara.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 9.4.2011 kl. 15:52

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Við fellum þessa samninga og stöndum saman sem þjóð á móti þessari kúgun,og munum vera virt af öðrum þjóðum sem þjóðin,sem sagði peningavaldinu stríð á hendur og viss er ég um að margir muni fylgja á eftir okkar ákvörðum og um leið mun ESB lýða undir lok og þjóðir verða sjálfstæðar aftur.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 21:05

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Auðvitað gildir ekkert annað en nei, þó ekki væri til annars en að halda sjálfsvirðingunni. En því miður virðist það hugtak vera að gleymast mörgu fólki, svo sem þeim sem ollu ósköpunum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.4.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband