Hvernig á að greiða Icesave? - Veit það ekki

Á sjöunda þúsund manns hefur nú greitt atkvæði utankjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort staðfesta skuli, eða hafna, lögunum um að gera íslenska skattgreiðendur ábyrga fyrir vöxtum og að hluta til höfuðstól Icesaveskuldar Landsbankans.

Ótrúlega fáir virðast gera sér grein fyrir því að þessar kröfur Breta og Hollendinga verða ekki greiddar, nema með miklu meiri álögum á skattgreiðendur hér á landi, en nú eru við lýði og þykur þó flestum nóg um það skattabrjálæði sem þjakar landann um þessar mundir.

Afar athyglisverð könnun var gerð fyrir Andríki um afstöðu fólks til þess, hvernig ætti að greiða þessar kröfur og kom í ljós að aðeins 8% vildu gera það með hækkun skatta, en 55% vissu hins vegar ekki hvernig ætti að fara að því.  Þessa könnun má sjá HÉRNA

Það er með ólíkindum að stór hópur kjósenda skuli halda að þetta mál hverfi einhvernveginn út í buskann með því að segja JÁ þann 9. apríl n.k.

Verði niðurstaðan sú, að meirihlutinn segi JÁ, þá fyrst tekur alvara lífsins við, með stórfelldum skattahækkunum og niðurskurði ríkisútgjalda, með tilheyrandi auknu atvinnuleysi opinberra starfsmanna.


mbl.is Tvöfalt fleiri atkvæði utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka merkilegt að andríki virðist ekki vita að þessir peningar eru að mestu leiti til í innistæðutryggingasjóðnum (22 eða 23 milljarðar) og verða þeir peningar nýttir í þessa fyrstu greiðslu. Afhverju spurði Andríki ekki hvort það ætti að nota þá peninga ? Eða er Andríki að reyna afvegaleiða umræðuna?

Er þetta eitthvað sport hjá nei-sinnum að ljúga bara upp rökum?

Lokaðirðu á mig af því að ég vogaðist að benda þér á að þú og fleirri nei-sinnar stunda lygastarfsemi til að færa rök fyrir ykkar máli?

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta eru heimildir Andríkis, sem forsendur könnuninnar byggjast á.  Varla telst það lygi eða hræðsluáróður að byggja á heimildum frá fyrstu hendi.

,,Forsendur spurningarinnar eru fengnar úr umsögn fjármálaráðuneytisins (bls. 1) til fjárlaganefndar Alþingis 11. janúar 2011. Þar segir: „Gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja TIF til 26,1 mia.kr. á árinu 2011, þar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009-2010 umfram þá 20 mia.kr. sem sjóðurinn sjálfur getur staðið undir og 17,1 mia.kr. vegna vaxtagreiðslna á þessu ári.“

Árin 2009 og 2010 kosta TIF 29 milljarða, árið 2011 kostar TIF 17,1 milljarð.  29 + 17,1 = 46,1 milljarður.  46,1 - 20 =26,1.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.4.2011 kl. 12:33

3 identicon

Afhverju finnur maður ekkert um þessa umsögn á netinu? Eina sem ég finn sem líkist þessari fullyrðingu þinni er eitthver texti, sem virðist vera skáldaður í kringum þessa skoðanakönnun, á heimsíðu kjósum.is.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, þú ættir aldrei að ásaka aðra um heimsku og lygar, þegar staðreyndin er sú að þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala.

Útgreiðsla úr ríkissjóði á þessu ári verður 26,1 milljarður, til viðbótar við þá tæpu 20 milljarða sem til eru í Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, eins og Kristinn Karl bendir á og vísar þér beint í frumheimildir.

Hættu svo að hreykja þér og gala eins og hani á haug, a.m.k. þangað þú hefur eitthvað fyrir þér í því sem þú vilt gala um.

Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2011 kl. 12:42

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, þú þarft ekki að leita lengi á netinu til að finna staðfestingar á þessum tölum.  T.d. fann ég þessa frétt á einni sekúndu og þú gætir byrjað leitina með því að lesa hana HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2011 kl. 12:46

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.

Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um það hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.

Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 13:08

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bjöggi, þessar upplýsingar sem Kristinn bendir á eru kunnar og marg oft komið fram, bæði í ræðu og riti. Ríkið þarf að leggja TIF til 26 miljarða fyrsta virkan dag eftir að lögin hafa verið samþykkt. Þar við bætast síðan um 10 miljarðar á næsta ári.

Hvaðan þessir peningar eiga að koma ættu jásinnar að benda á. Við höfum tvær leiðir til að borga þetta, annars vegar með hærri sköttum og auknum samdrætti og hins vegar með erlendu láni. Báðar leiðir eru slæmar, skattpíningin er þegar komin yfir þau mörk sem launafólk ræður við og samdráttur í rekstru grunnþjónustunnar er kominn á hættulegt stig. Ef taka á erlent lán fyrir þessu þarf fyrst að fá einhvern til að lána okkur, ekki er víst að það gangi vel, auk þess sem slík lausn gerir ekkert annað en að lengja örlítið í hengingarólinni.

Ég ráðlegg þér eindregið að kynna þér samningana og þær staðreyndir sem fram hafa komið um þá, áður en þú ferð á kjörstað. Þetta ættir þú að gera samvisku þinnar vegna. Menn hafa brennt sál sína á því að treysta orðum annara.

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband