2.4.2011 | 19:21
Gnarrandi hrun
Samkvæmt nýjustu Gallupkönnun hefur fylgi Besta flokksins aðeins hrunið úr 35% fylgi frá borgarstjórnarkosningum, niður í 19%.
Verður þetta að teljast ótrúlegt fylgi við þennan skrípaflokk, sem ekkert bitastætt hefur lagt til vitrænnar umræðu um borgarmálefni og lagt fram hverja klúðurstillöguna um breytingar á grunnþjónustu borgarinnar, sem íbúarnir hafa snúist öndverðir gegn og kveðið í kútinn með miklum samtakamætti.
Að nánast fimmti hver kjósandi í Reykjavík skuli ennþá segjast styðja þessa trúða og skemmtikrafta, sem eru mjög góðir sem slíkir en ömurlegir stjórnmálamenn, er stórfurðulegt og rannsóknarefni fyrir mannfræðinga.
Reykvíkingar munu þó sitja uppi með þennan einnota stjórnmálaflokk í þrjú löng ár í viðbót. Það er þung refsing fyrir kjósendur, sem ætluðu sér bara að refsa gömlu flokkunum með því að kjósa "eitthvað nýtt".
Fylgishrun hjá Besta flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var alveg fyrirséð miðað við hvernig hann talaði í kosningabaráttunni og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þeir sem kusu Gnarrinn fengu nákvæmlega það sem þeir kusu.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 19:30
Axel, ég er hreint út sagt bit, eins og mamma sagði alltaf þegar að hún var hissa, er þér svo innilega sammála,
Hvaða heilvita maður, hvað þá 19% borgarbúa eru svo illa vitlausir að sjá hag sinn enn best borgið hjá þessum fáráðnlega flokki sem er á góðri leið með hjálp Samfylkingar að drepa niður allt skólastarf og minnist ég ekki einu sinni á Orkuveituna í þessu svari!!
Guðmundur Júlíusson, 2.4.2011 kl. 20:07
Greina má Axel að Þráinn Bertelsson er fremur varfærinn maður. Að Besti flokkurinn skuli enn njóta stuðnings 19% kjósenda segir allt sem segja þarf.
Gústaf Níelsson, 2.4.2011 kl. 20:19
Já sæll Axel, ég verð að segja það að ég er hreint út sagt orðlaus yfir þessari stöðu með Borgarstjóra og mér finnst það skrítið ef að við Reykvíkingar getum ekki rekið hann...
Reyndar skilst mér að það séu engin lög sem segja að við getum ekki rekið hann...
Við getum kosið og þegar við kjósum í þessar stöður þá erum við að kjósa fólk til vinnu, mér finnst ég sjá mikla veruleikafyrringu í gangi og varð sérstaklega vör við það þegar Borgarstjóra var gefið fullt leyfi til rannsaka orsök þessara stöðu sem kom upp varðandi OR...
Reykvíkingar eru búnir að vita um erfiða fjárhagsstöðu innan OR, og svo augljóst að ummæli Jóns Gnarrs sem Borgarstjóra höfðu mikið ef ekki allt um það að segja hvernig viðbrögð lánadrottna urðu, ég get ekki séð annað en að hann Jón hafi fengið leyfi til að rannsaka sjálfur hvort hans eigin orð höfðu áhrif eða ekki...
Annars féll það litla álit sem eftir var hjá mér gagnvart honum sem Borgarstjóra þegar hann svaraði einum fyrirspyrjanda á fundi í Grafarvoginum um daginn....
Nei ég nenni ekki að svara þér mér finnst þú leiðinlegur... Ég varð orðlaus ásamt fleirum og finnst ekki sæmandi að Borgarstjóri gefi svona svör...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.4.2011 kl. 21:02
Það sniðuga við þetta er að það er sama hvort litið er til landsstjórnar eða borgarstjórnar að kjósendur héldu að þeir væru að refsa einhverjum en sitja uppi með fláráða og flón sem ekkert kunna til verka og sitja þar með í súpunni sjálfir.
Lýðræðið er til hægri en hitt dótið til vinstri.
Það er auðvelt að losna við lýðræðið en það er mun erfiðara að losna undan einræði eða flokksræði. Þannig að langi menn að leika sér smá stund í þessu efni þá ætu menn að hugsa aðeins áður.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2011 kl. 22:25
Hvar er varðhundafélaga best flokksins núna, með einhvern Ágúst í broddi fylkingar? Kannski finnst þeim þessi umræða bara leiðinleg og ákveða þess vegna að svara engu um afglöp og fáráðlinga vinnubrögð eigin flokks. En er ekki hægt að safna undirskriftum borgarbúa undir uppsagnarbréf á núverandi meirihluta. Er það ekki íbúa lýðræði þegar að þessir aðilar eru frá degi 1 búnir að ganga framaf fólki með illa unnum, óútreiknuðum og óhugsuðum áætlunum í öllum málum sem þau hafa komið nálægt. Ekki skal standa á mer að skrifa undir svoleiðis plagg. kv Guðlaugur.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 10:14
Ég vil taka það fram áður en ég skrifa það sem ég ætla að skrifa að ég kaus ekki Besta flokkinn.
Ef einhver annar flokkur hefði verið kosinn þá hefði staðan í Borginni verið alveg eins. Það hefðu kannski verið teknar aðeins öðruvísi ákvarðanir hér og þar. Einhverjir aðrir hópar væru kannski að kvarta en eru núna. En þetta hefði verið mjög svipað. Það þurfti að skera niður eða hækka tekjur með hækkun útsvars eða hækkun á gjöldum. Það hefði verið gert hjá hvaða flokki sem hefði verið við völd.
Vonbrigðin með Besta flokkinn eru hins vegar þau að þau stóðu ekki við það sem þau (lesist Jón Gnarr) gáfu í skyn, að þau myndu verða eitthvað öðruvísi og fara aðrar leiðir en hafa verið farnar.
Besti flokkurinn settist bara niður eftir kosningar og gerði alveg eins og hinir flokkarnir hafa gert. Ekkert meira og ekkert minna.
Andri (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.