Fjárfesta fyrst - ríkisborgararéttur síðar

Lögfræðingurinn David Lesperance útskýrir í löngu máli ástæður þess að hópur kanadískra og bandarískra auðmanna hefur áhuga á að fá íslenskan ríkisborgararétt og séu tilbúnir til þess að festa háar fjárhæðir í atvinnurekstri hér á landi.

Ástæðurnar, sem gefnar eru upp, eru m.a. þær að þeir vilji forða börnum sínum frá því að verða kvödd til herþjónustu, þeir vilji ekki að skattfé þeirra sé notað til hernaðarmála, þeir séu náttúruunnendur og hafi áhuga á "grænni orku", ekki séu nein kjarnorkuver á Íslandi o.s.frv., o.s.frv.

Engin ástæða er til þess að afgreiða svona mál með upphrópunum um að hér séu tómir glæpamenn á ferðinni, sem séu á einhvern hátt að forðast réttvísina í heimalöndum sínum, enda engar fréttir borist af því að þeir liggi undir rannsóknum vegna starfa sinna og hvað þá ákærum.

Vel mætti hugsa sér að setja fram skilyrði um fjárfestingu fyrst og ríkisborgararétt síðar, þ.e. að fyrst þurfi útlendingar sem óska íslensks ríkisfangs að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum hérlendis, en ekki bara koma hingað með einhverja peninga, sem lagðir yrðu inn á bankareikninga eða til kaupa á ríkisskuldabréfum.

Fjárfesti slíkur aðili í fyrirtækjarekstri hérlendis, eða stofni ný fyrirtæki, með fjárfestingu upp á t.d. 500 milljónir króna, þá þurfi hann ekki að bíða nema í eitt ár eftir ríkisborgararétti, 400 milljónir gæfu tveggja ára biðtíma, 300 milljónir samsvöruðu þriggja ára bið og koll af kolli.

Slíkt kerfi myndi tryggja raunverulega fjárfestingu í atvinnuskapandi fyrirtækjarekstri, sem viðkomandi myndi eiga í erfiðleikum með að hlaupa fyrirvaralaust með úr landi aftur og einnig myndi þessi aðferð tryggja að raunverulegur og fölskvalaus áhugi væri fyrir hendi og ekkert annað, sem réði ferðinni í málinu.

Jafnframt þyrfti að setja skilyrði um að öll fjölskylda viðkomandi fylgdi með í pakkanum og eldra ríkisfangi yrði afsalað um leið og það íslenska yrði veitt.


mbl.is Spurningar og svör um auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það kom að því að við yrðum sammála um eitthvað, lýst vel á tillögur þínar.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2011 kl. 05:05

2 identicon

"Fjárfesti slíkur aðili í fyrirtækjarekstri hérlendis, eða stofni ný fyrirtæki, með fjárfestingu upp á t.d. 500 milljónir króna, þá þurfi hann ekki að bíða nema í eitt ár eftir ríkisborgararétti, 400 milljónir gæfu tveggja ára biðtíma, 300 milljónir samsvöruðu þriggja ára bið og koll af kolli."

Samkvæmt þessari klausu þinni, þá væri ríkisborgararéttur Íslands til sölu !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 06:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Birgir, þetta er bara ótrúlega næmur skilningur hjá þér á textanum. Útlendingar fá undanþágur frá biðtímanum af ýmsum ástæðum og hópur þeirra fær samþykktan ríkisborgararétt frá Alþingi á hverju ári, t.d. vegna hjónabanda með Íslendingum, vegna einhverra annarra sérstakra ástæðna, t.d. Bobby Fischer o.s.frv.

Því skyldi ekki eiga að vera möguleiki á að flýta slíkri samþykkt fyrir erlenda fjárfesta, sem sýna raunverulegan áhuga á að fá íslenskan ríkisborgararétt með fjárfestingum í atvinnulífinu. Að sjálfsögðu ætti að kanna allan bakgrunn slíkra manna til að útiloka alla vafasama aðila, en þeir sem stæðust allar kröfur ættu að vera velkomnir.

Umræðan undanfarið hefur öll snúist um einhver aukaatriði, eins og að allir auðugir einstaklingar séu þjófar og glæpahyski, sem fyrir alla muni verði að forðast eins og pestina. Svona mál þarf að ræða fordómalaust og ef það er eitthvað sem vantar í landið um þessar mundir, þá er það erlendur gjaldeyrir og erlendir fjárfestar.

Ríkisstjórnin er nógu fjandsamleg atvinnulífinu, þó almenningur fari nú ekki að taka sömu afstöðu, þannig að niðurstaðan verði sú að landið verði algerlega sniðgengið af þeim sem fjármagni ráða í veröldinni. Nóg er nú samt böl þjóðarinnar nú á tímum.

Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2011 kl. 07:26

4 Smámynd: Reynir W Lord

Tek undir þetta, tryggja að raun áhugi sé fyrir hendi með fjárfestingu

Reynir W Lord, 3.4.2011 kl. 08:51

5 identicon

Ég get líka tekið undir þetta sjónarmið, með skilyrðum. Þau mættu gjarnan vera fleiri þeir yrðu að fjárfesta í fasteign hér fyrir sig og fjölskyldu sína til að búa í. Þeir og aðrir fjölskyldumeðlimir þeirra sæktu tíma í íslensku námi sem þeir þyrftu að greiða fyrir að öllu leyti sjálfir.

Þeir mættu ekki hafa gerst brotlegir við refsilöggjöf né skattalöggjöf heimalanda sinna né annrsstaðar.

Að svona skilyrðum uppfylltum fyrir utan fjárfestinguna sem þú nefnir þá sé ég ekkert annað en gott við að

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 10:26

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnlaugur, það er einmitt rétta afstaðan, að ræða þessi mál út frá öllum hliðum, setja skilyrði sem þeir sem virkilegan áhuga hafa á búsetu hér og fjárfestingum myndu og yrðu að uppfylla til að flýta því að fá ríkisborgararétt.

Alls ekki ætti að veita fólki sem er einhversstaðar á sakaskrá, eða þekkt fyrir eitthvað misjafnt, ríkisborgararétt en ekki má heldur kasta öllum svona hugmyndum beint fyrir borð og afgreiða þær með offorsi, minnimáttarkennd eða einhverskonar þjóðernisrasisma, þar sem Íslendingar þykjast alltaf öðrum meiri og betri.

Allt sem getur orðið landi og þjóð til gagns á að ræða af yfirvegun og ofstopalaust.

Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2011 kl. 11:38

7 identicon

Ég veit ekki hvað vakir fyrir  þessum mönnum en það er hvorki herskylda í Kanada eða Bandaríkjunum. Ég ætla ekki að fullyrða neitt en það læðist að manni sá grunur að ekki sé allt með feldu. Það sjá náttúrulega allir að hér á landi komast hvítflibbar upp með nánast hvað sem er en eins og alþjóð veit þá hefur enginn verið sakfelldur  vegna bankahrunsins peningum komið undan án þess að nokkrar eignir hafi verið frystar.  Ísland er náttúrulega paradís fyrir þá sem eitthvað þurfa að fela.

Það getur vel verið að þetta séu hinir mætustu menn en Það ætti að skoða þetta mjög vandlega áður en nokkuð er ákveðið með ríkisborgararétt. Við eigum víst nóg af innlendum krimmum þó við förum ekki að flytja þá inn líka.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 17:57

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mörg siðferðisleg sjónarmið koma upp í hugann.

Nú hafa margir Íslendingar tapað sparifé sínu í útrásinni, t.d. með hlutabréfum sem nú eru einskis virði. Magma er dæmi um slíkt þar sem fjöldinn tapaði öllu sínu.

Orkuveita Reykjavíkur er verðmætt fyrirtæki. Er OR næsta markmið nýrra erlendrta fjárfesta eftir Hitaveitu Suðurnesja? Þar var platfyririrtækið Geysir Green í aðalhlutverki.

Fjárglæfrar eru því miður orðnir of algengir. Og eigum við að leyfa hverjum sem er að féfletta okkur?

Mosi.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 00:15

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðjón, það hefur enginn verið að gefa undir fótinn með að hleypa glæpamönnum inn í landið. Það er ekkert endilega samasemmerki á milli auðs og glæpa. Hvaða fjöldi tapaði á Magma? Magma er ekki íslenskt fyrirtæki og hefur aldrei verið á hlutabréfamarkaði, þannig að það er nú ekki heppilegt dæmi um tap almennings á hlutafjárkaupum.

Burtséð frá því, þá hef ég a.m.k. verið að tjá mig um að strangar reglur yrðu settar um veitingu ríkisborgararéttar til þeirra erlendu fjárfesta, sem hér myndu vilja setjast að. Bendi þér á að lesa upphafspistilinn aftur, ásamt athugasemdunum sem komnar voru, áður en þú settir þína hér inn.

Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2011 kl. 01:43

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða eignir gleypti Magma? Voru það ekki fyrirtæki sem íslenskur almenningur átti hluta í? Þannig var t.d. Atorka sem að stofninum var Íslenski hlutabréfasjóðurinn. Atorka gleypti Jarðboranir og Geysir grín gleypti þær einnig. Þessi viðskiptaflétta sem m.a. Hannes Smárason beitti sér fyrir sem stjórnarformaður GGE endaði í höndunum á Beaty Ross sem keypti HS Orku fyrir slikk.

Fjárglæframennirnir ganga enn lausir. Hvers á það fólk að gjalda sem lagði sparifé sitt í hendurnar á svona mönnum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 10:22

11 identicon

Þessir tímenningar lofa ekki að búa á íslandi, þeir lofa ekki að eiga lögheimili, endu myndu þeir þá þurfa að logga sig inn á rsk.is á hverju ári og telja fram til skatts.

Þeir vilja bara ríkisborgararétt og lofa að fjárfesta aðeinis í einhverjum skrípafyrirtækjum.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband