Hefur ASÍ umboð aðildarfélaga og launþega í Icesave?

ASÍ eru heildarsamtök verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði og hefur það hlutverk að annast samræmingu og úrvinnslu krafna féganna í ýmsum málum, ekki síst varandi kjarasamninga og önnur hagsmunamál launþega í landinu.

Slíkum fjöldasamtökum skyldi maður halda að væri stjórnað á lýðræðislegan hátt með sem mestri aðkomu þeirra félaga sem samtökin mynda og ekki síður frá grasrótinni í aðildarfélögunum, þ.e. launþegunum sjálfum.

ASÍ sendir um þessar mundir frá sér áróðursrit til að hvetja almenning í landinu til þess að taka á sig tug- eða hunraðamilljarða skattaklafa vegna ólöglegra krafna ríkisstjórnar Íslands, Breta og Hollendinga á hendur honum. Helstu rökin fyrir samþykkt fjárkúgunarkröfunnar virðast vera þau, að betra sé að heiðra óbótamanninn en að verjast honum og fórna til þess öllum væntanlegum kjarabótum, sem hægt verður að kreista út úr atvinnulífinu í náinni framtíð.

Ekkert væri við þessa áróðursherferð ASÍ að athuga, ef hún væri studd samþykktum aðildarfélaganna og þær væru studdar af niðurstöðum skoðanakannana innan verkalýðshreyfingarinnar í heild, en ekki hefur heyrst af nokkrum slíkum könnunum eða umræðum yfirleitt meðal almennra verkalýðsfélagsmanna.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru það fyrirtækjaeigendur, hálaunaðir stjórnmálamenn, forstjórar, embættismenn og annað hálaunafólk sem helst er fylgjandi samþykkt skattaklafans, en þeir sem lægri launin hafa á móti honum, enda vita þeir sem er, að þeim verður ætlað að strita fyrir kostnaðinum, en hálaunafólkið mun að sjálfsögðu finna mun minna fyrir okinu.

Telur ASÍ virkilega að það sé kjarabót fyrir launþega í landinu að bæta sköttum vegna Icesave á sig, til viðbótar við annað skattabrjálæði sem yfir hefur dunið að undanförnu og á eftir að skella á vegna hallareksturs ríkissjóða á næst ári?

Þær skattahækkanir munu koma til viðbótar sköttunum sem lagðir verða á vegna þess hagvaxtar sem flytja á úr landinu í nafni Icesave.


mbl.is Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðbjóðslegasti verknaður hrunsins var framinn af stjórnvöldum þegar þau settu á neyðarlög fyrir 2% þjóðarinnar á kostnað hinna 98% sem áttu ekki innistæður umfram tryggingar. Í raun var landið gert gjalþrota með þessum ólögum.

2% elítan fékk allt sitt greitt í topp og pöpullinn borgar fyrir það næstu 40 árin. Borgar hærri skatta, borgar stökkbreyttar skuldir. Borgar meira fyrir mikið skerta opinbera þjónustu. Borgar meira fyrir annars flokks heilsugæslu. Borgar meira fyrir annars flokks skóla og borgar meira fyrir stórlega skert tryggingakerfi. Borgar meira fyrir ónýtan lífeyri. Næstu 40 árin, borga meira fyrir minna. Í 40 ár eða svo fyrir 2% elítuna.

Og nú skal pöpullinn greiða viðbjóðinn erlendis líka á meðan 2% elítan hlær alla leið í bankann. Sömu ólög gerðu Hollendinga og Breta brjálaða því eins og eðlilegt er vilja þeir fá sömu fyrirgreiðslu.

Að samþykkja Icesave er að borga fyrir viðbjóð 2% elítunnar. Samþykkja skerðinguna næstu 40 árin eða svo. Það er að samþykkja neyðarlegasta viðbjóðin í hruninu og er þó af nógu að taka.

Að samþykkja Icesave er viðbjóðslegur verknaður og aðeins neyðarlögin frá haustinu 2008 eru viðbjóðslegri. Hafnið Icesave og hafnið viðbjóði 2% elítunnar.

sr (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 19:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

sr, þetta er þvílíkt rugl, að mann setur hljóðan. Ríkissjóður greiddi ekki krónu fyrir þær innistæður, sem fluttar voru í nýju bankana úr þeim gömlu.

Þegar þú gefur þér allar forsendur vitlausar, þá verður niðurstaðan í samræmi við þær.

Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband