29.3.2011 | 21:35
Arfur R-listans
Borgarstjórnarmeirihlutinn boðar róttækar aðgerðir til björgunar Orkuveitu Reykjavíkur, sem felast m.a. í eignasölu, risaláni frá eigendum, fækkun starfsmanna og að hætt verði við arðbærusta rekstur fyrirtækisins, þ.e. sölu á rafmagni til stóriðju. Afleit staða fyrirtækisins sést líklega best af því að enginn lánastofnun skuli treysta sér til að lána því til fjárfestinga vegna orkuöflunar til þess hluta rekstrarins, sem mestum arði skilar.
Þegar fyrirtæki eins og OR lendir í þvílíkum fjárhagsvanda og hér um ræðir, er líklega best að skera sjúklinginn upp strax og reyna að fjarlægja meinið í heilu lagi, þó það kosti lagnvarandi lasleika í langan tíma á eftir, en sé þó líklegt til að bjarga lífi hins sjúka. Svona aðgerðir eru líka þungbærar fyrir aðstandendur, sem í þessu tilfelli eru að stærstum hluta Reykvíkingar, en öðrum stendur ekki nær að sinna og kosta endurhæfinguna.
Ofan á annað í kreppunni mun þessi kostnaðarsama björgun OR koma illa niður á viðskiptavinum fyrirtækisins og þá að stærstum hluta Reykvíkingum, en hjá þeim er kreppan greinilega fyrst núna að bíta svo undan muni svíða og næstu ár munu verða mörgum erfið.
Jafnframt hefur verið samþykkt að setja á fót rannsóknarnefnd til að kanna rekstur OR nokkur ár aftur í tímann og ýmsar ákvarðanir um fjárfestingar, sem teknar voru í tíð R-listans og hafa leitt fyrirtækið í þær ógöngur sem það nú er í.
Loksins mun verða upplýst um þann tíma sem Alfeð Þorsteinsson stjórnaði OR eins og kóngur í ríki sínu og vegna oddaaðstöðu sinnar í borgarstjórn, hélt R-listanum í gíslingu vegna ýmissa mála sem hann vildi fá samþykkt í meirihlutanum.
Valdatími Ingibjargar Sólrúnar og Alfreðs Þorsteinssonar verður vonandi krufinn í eitt skipti fyrir öll og stjórnarhættir þeirra settir fram í dagsljósið.
Starfsmönnum fækkað um 90 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit nú ekki betur en að félagi þinn og flokksbróðir; Guðlaugur Þór (styrkjakóngur) hafi verið að véla með OR, og fyrirtæki tengd OR á sínum tíma. En tími Alfreðs, er og verður, sérstakt rannsóknarefni, svo mikið er víst. Eina leiðinlega við allar þessar eftirá-rannsóknir og skýrslur, þær skila engu, enginn tekur ábyrgð og engir peningar endurheimtast. Svona er þetta á Íslandi í dag.
Dexter Morgan, 29.3.2011 kl. 23:45
Sammála þér Axel Jóhann. En það vantar samt eitt og annað í bloggið þitt. Þyrfti ekki að skoða aðkomu sjálfstæðis og framsóknarmanna, eftir daga Alfreðs í rekstri OR. Þar var plottað grimmt og liðugt og þá í eiginhagsmunarskyni fyrir gæðingana. Vonandi er þetta ekki gleymt, eða hvað ?
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 00:43
Ef rétt er munað, þá var aðalskuldasukkstími OR einmitt valdatími Alfreðs og R-listans, en ekki á þessum rúmu tveim árum sem Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta.
Nægir að benda á Línu-Net, sem átti að leiða tölvutengingu inn á hvert heimili í gegn um raflínur, risarækjueldi, höfuðstöðvarnar forljótu o.s.frv.
Vonandi leiðir rannsóknarnefndin þetta allt fram í dagsljósið og að hlutur hvers um sig í sukkinu komi upp á yfirborðið, hvar í flokki sem viðkomandi hefur verið.
Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2011 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.