ESB í stríð við Íslendinga

ESB hefur staðið þétt að baki Bretum og Hollendingum, ásamt AGS, í efnahagsþvingunum þeirra gegn Íslendingum vegna Icesave og einnig hafa Evrópuþjóðirnar beitt fyrir sig Norræna fjárfestingabankanum og Evrópska fjárfestingabankanum, sem síðast í dag ítrekaði hótanir sínar um að standa gegn atvinnuuppbyggingu landsins, verði þrælalögin felld þann 9. apríl n.k.

Sjávarútvegsráðherra Skota skýrði frá því opinberlega í dag, að hann hefði loforð um að Evrópusambandið muni fljótlega tilkynna um aðgerðir gagnvart Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar. Ofbeldi við úrlausn deilumála eru ær og kýr ESB, a.m.k. þegar smáríki eiga í hlut og er þá ekki hikað við að leggja jafnvel efnahag þeirra í rúst, detti þeim í hug að mögla vegna yfirgangs sambandins og einstakra ríkja þess.

Íslendingar geta ekki og mega ekki láta kúga sig til uppgjafar, hvorki vegna þrælasamningsins um Icesave né makrílveiðanna, en í báðum málum er allur réttur Íslendinga megin.

Úrslitanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni er beðið af almenningi víða í Evrópu, því almenningur landanna stendur ekki að baki efnahagsstríðinu, heldur þvert á móti lítur á atkvæðagreiðsluna sem fordæmi fyrir aðra til að rísa upp gegn því að vera látinn taka á sig þungar byrðar vegna skulda óreiðumanna.

NEI eru einu rökréttu skilaboðin sem íslenskir kjósendur geta sent frá sér.


mbl.is Aðgerðir vegna makríldeilu væntanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er alveg ótrúlegt að lesa en svona er þetta...

Það eina rétta sem við Íslendingar gerðum núna er að draga þessu ESB umsókn til baka og hafna þessum löglausa reikningi Icesave. Það verður að stokka spilin hérna heima upp algjörlega upp á nýtt og forgangsraða hér upp á ný...

Að ESB skuli koma með þetta útspil er alveg ótrúlegt segi vegna þess einhvern vegin þá hef ég staðið í þeirri trú að þeir séu búnir að ofveiða allt innan sinna marka og að Makríllinn sé eina fiskitegundin sem ESB á etir að ofganga á...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 20:23

2 identicon

Sæll; Axel Jóhann - sem og, aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Í þessu máli; skal ég alveg taka undir, með þér. Ofríki Evrópu rikjanna; sem í Evrópusambandinu fara fremst, er með öllu ólíðandi.

Þarna; verða Færeyingar og Íslendingar að standa saman, algjörlega.

Tek einnig; undir skynsamlegar ábendingar Ingibjargar Guðrúnar.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 20:28

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þvílíkar stafavillur sé ég að það hálfa væri nóg...

Það verður að stokka spilin hérna heima algjörlega upp á nýtt og forgangsraða...

Að ESB skuli koma með þetta útspil er alveg ótrúlegt segi ég vegna þess að einhvernvegin þá hef ég staðið í þeirri trú að þeir séu búnir að ofveiða allt innan sinna marka og Makrílinn sé eina fiskitegundin sem ESB á eftir að ofganga á...

Erum við Íslendingar annars að landa miklum makríl innan ESB svæða, veistu eitthvað um það Axel, það er eins og mig minnir að við gerum ekki svo...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 20:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, Íslendingar landa ekki Makríl í ESB löndum, en talsvert mun flutt þangað af unnum vörum úr þessum fiski. Löndunarbannn á Makríl, eitt og sér, myndi því engin áhrif hafa, en einhvern veginn finnst manni að lesa megi einhverjar meiri hótanir út úr þessum fréttum.

Hitt er annað mál, að við erum með samning um evrópska efnahagssvæðið, þannig að einhver vandræði verða fyrir ESB að setja á okkur innflutningshöft, a.m.k. á þeim vörum sem sá samningur nær yfir.

Fróðlegt verður að fylgjast áfram með þessum hótunum og hverjar framkvæmdir verða á þeim, ef þetta er þá ekki allt saman í nösunum á þeim.

Hins vegar er verra mál að Norræna fjárfestingabankanum og þeim Evrópska skuli vera beitt algerlega miskunnarlaust í þágu fjárkúgaranna vegna Icesave. Að neita afgreiðslu lánsloforða þaðan getur framlengt kreppuna hérlendis um einhvern tíma vegna tafa á uppbyggingu nýrra fyrirtækja.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 21:04

5 identicon

það eina sem er ofveitt er, er okkar ó stjórn

gisli (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:06

6 identicon

það eina sem er ó ofveitt er, er okkar ó stjórn

gisli (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:11

7 identicon

Sammála, plús þetta mun aldrei virka hjá þeim, ég bý á fiskisvæði hérna í UK og þegar það kom eitt skipti fyrir (ekki fyrir svo löngu síðan) að það var bannað íslensku skipi að landa fisknum í höfn hér í englandi, þá varð allt brjálað, en það voru ekki íslendingarnir sem voru brjálaðir heldur þeir bresku, því víst að fiskurinn var ekki landaður þá hafði hafnar fólkið ekkert að gera og enginn fiskur fór í búðirnar og þau fyrirtæki sem vinna með fisk eins og vonast var. Allt þetta útaf einu íslensku skipi sem var bannað að landa, því að þeir ætluðu að vera svo sniðugir og ná niður á íslendingunum á þennan hátt, málið er bara að íslenski fiskurinn heldur mörg hundruðu fólki hérna í vinnu  og það þarf sko alls ekki að vera að bæta við fólki á atvinnuleysisskrá hérna úti.

Þeir eiga eftir að reka sig á það.

Við erum mikilvægari en þeir halda =)

Anna Lísa (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:24

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Axel takk fyrir þetta svar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 22:30

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Anna Lísa ekki slæmt að hafa þetta á bakvið eyrað og það skyldi þó aldrei verða svo að það yrði þá kannski hægt að minnka atvinnuleysið hér heima með því að fá þennan fisk í vinnslu hér á Land...

Svo sannarlega myndi það verða gott fyrir hagvöxtin hér á landi sem svo sannarlega verður líka að fara í gang...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband