Hussein, Gaddafi og stuðningur Íslendinga

Fyrir nákvæmlega átta árum var ráðist inn í Írak, með stuðningi hinna viljugu þjóða, til þess að koma illmenninu Saddam Hussein frá völdum, en hann stjórnaði landi sínu með harðri hendi og fannst ekki vera stórt mál að murka lífið úr löndum sínum, ef honum þurfa þótti og beitti jafnvel til þess eiturgasi.

Íslendingar studdu innrásina í Írak og allt fram á þennan dag hafa verið háværar raddir í þjóðfélaginu, sem harðlega hafa gagnrýnt þann stuðning og kallað hann nánast landráð og nokkrir þingmenn núverandi ríkisstjórnar hafa jafnvel talað um að flytja tillögu um sérstaka rannsóknarnefnd til að upplýsa leyndardóminn um stuðning þáverandi stjórnvalda við innrásina.

Nú, upp á dag átta árum seinna er gerð árás á Líbíu í þeim tilgangi að vernda almenning þar í landi fyrir sínum eigin æðstráðanda, sem stjórnað hefur landinu áratugum saman með harðýðgi og grimmd og ekki vílað fyrir sér að drepa landa sína og aðra, hvenær sem hann hefur fundið til þess þörf.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og ríkisstjórnin hefur stutt árásina á Líbíu staðfastlega og lýst miklum vonbrigðum sínum með að ríkisstjórnir vesturlanda hafa ekki viljað ganga eins langt og íslenska ríkisstjórnin í hernaðaraðgerðum gegn Gaddafi og hans hyski.

Skyldu þeir sem mest hafa gasprað um innrásina í Írak og eru reyndar flestir stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, vera búnir að semja varnarræðurnar fyrir Össur og ríkisstjórnina vegna stríðsæsinganna gegn Líbíu?


mbl.is Líkir árásum við hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ert þú nokkuð að styðja við Sjálfstæðismenn fyrir þennan gjörning forðum, að vísu ásamt Framsókn? Rangur gerningur er alltaf rangur, hvort sem annar álíka er framinn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 20:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var ekki að lýsa neinni afstöðu, heldur var ég að varpa fram spurningu um afstöðu þeirra sem nú styðja svipaðar aðgerðir og þeir fordæmdu áður.

Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2011 kl. 20:45

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gott mál!

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 20:56

4 identicon

Ertu nokkuð búinn að gleyma hvert yfirskinið var á þeim gerningi? Í öðru lagi voru á einhvern hátt sömu aðstæður í Írak þá og í Líbíu núna? Þetta er svolítið hjá þér eins og að bera saman epli og appelsínur. Hernaðar afskiftin eru líka frábrugðin.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband