Ólöglegt verðsamráð?

Í öllum verðkönnunum reynist Bónus vera með lægst heildarverð á þeim vöruliðum sem kannaðir eru í hvert skipti og er í raun ekkert nema gott um það að segja, kæmu ekki upp í hugann spurningar um það, hvaða aðferðum Bónus notar til að verðleggja vörur sínar.

Sjálfur versla ég nánast eingöngu í Krónunni á Bíldshöfða og nánast í hvert einasta skipti sem þangað er komið, hvenær dags sem er og hvaða dag sem er utan Laugardaga og Sunnudag, er þar staddur starfsmaður frá Bónus með verðskanna og afritar þau verð sem Krónan býður sínum viðskiptavinum.  Sjálfsagt er sömu sögu að segja um aðrar verslanakeðjur, þ.e. að Bónus sé einnig með starfsmenn þar til verðkönnunar.

Í verðkönnunum kemur svo í ljós að í mjög mörgum tilfellum er vöruverð einni krónu lægra hjá Bónusi en Krónunni, þannig að augljóst er að Bónus stillir sínum verðum eftir verðum keppinautanna, en ekki eftir eigin útreikningum miðað við sitt innkaupsverð og annan kostnað.

Í ljósi umræðna um ólögleg verðsamráð og markaðsráðandi stöðu fyrirtækja vaknar sú spurning hvort svona aðferðir við verðlagningu söluvöru sé eðlileg, jafnvel þó ekki sé um eiginlegt samráð að ræða heldur einhliða njósnir um útsöluverð keppinautanna.

Að minnst kosti getur þetta varla kallast eðlileg samkeppni.

 


mbl.is Bónus oftast með lægsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég held að svona aðferðir séu fullkomlega eðlilegar.Á þessu byggist samkeppnin.Ef þú færir í Bónus yrðir þú kannski var við hið sama.Ef ekki væru Krónan og hinar verslaninar ekki að standa sig.Í samkeppni verða allir að fylgjast með keppinautunum hvað þeir eru að gera og reyna að gera betur.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 19:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt, Jósef, að samkeppni byggist meðal annars á því að fylgjast með keppinautunum og reyna svo að gera betur. Hins vegar finnst mér svolítið óeðlilegt að verðleggja mikið af sínum vörum einni krónu lægra en keppinauturinn, eftir verðkönnun hjá honum.

Getur ekki verið að Bónus sé með betri innkaupsverð en keppinautarnir og ætti því jafnvel að geta verið 5-10 krónum lægri, en ekki einni krónu. Ef þeirra innkaupsverð gæfi þeim svigrúm til að vera með mun ein eina krónu, þá eru þeir í raun að svína á viðskiptavinum sínum.

Það er ekki heiðarleg og eðlileg samkeppni og stuðlar ekki endilega að lægsta mögulega vöruverði, því í þessu tilfelli er t.d. ekkert sérstakt kappsmál fyrir Krónuna að verðleggja sínar vörur mjög lágt, þar sem þeir vita að Bónus fer alltaf einni krónu niður fyrir þá. Þannig stuðla svona vinnubrögð frekar að hækkun vöruverðsins, frekar en lækkun þess.

Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2011 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband