Stjórnarskrársniðganga

Sigurður Líndal, fyrrv. lagaprófessor, komst vel að orði, eins og oft áður, þegar hann mætti fyrir þingnefnd vegna fyrirhugaðrar skipunar stjórnlagaráðs á grundvelli úrslita ógildra kosninga, að hann teldi slík vinnubrögð, væru þau ekki klárt brot á stjórnarskrá, þá flokkuðust slík vinnubrögð a.m.k.  sem STJÓRNARSKRÁRSNIÐGANGA.

Samkvæmt stjórnarskránni sjálfri fer Alþingi Íslendinga með umboð til að stjórnarskrárbreytinga og skulu þær bornar undir tvö þing, með Alþingiskosningum á milli og þó heimilt sé að skipa ráðgefandi nefnd til að undirbúa og vinna tillögur til þingsins um slíkar breytingar, eru þær eftir sem áður á ábyrgð þingsins og fram til þessa hefur verið talið nauðsynlegt að sæmileg sátt væri innan þingsins og þjóðfélagsins um hvers kyns breytingar á sjálfum grundvallarlögum landsins.

Nú ætlar meirihluti þingsins að skipa nefnd til tillögugerðar um stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran hluta þingmanna, niðurstöðu Hæstaréttar og í óþökk stórs meirihluta þjóðarinnar, sem algerlega hundsaði kosningarnar til stjórnlagaþings, sem enda voru síðan úrskurðaðar ólöglegar.

Þrátt fyrir að væntanlegir nefndarmenn hafi alls ekki verið kosnir á löglegan hátt til starfsins, hafa nokkrir þeirra sagt að þeir myndu ekki taka sæti í nefndinni nema á sínum eigin forsendum og myndu ekki hlýða neinum fyrirmælum frá Alþingi um hvernig þeir muni haga störfum sínum og þar til viðbótar krafist þess að væntanlegar tillögur nefndarinnar verði bornar undir þjóðaratkvæði áður en Alþingi fjalli nokkuð um þær.

Eins og flest annað sem núverandi meirihluti á Alþingi og ríkisstjórn láta frá sér fara, er þetta stjórnlagaráðsskrýpi algjört rugl, sem aldrei verður nein samstaða um og ekki verður tekið alvarlega af nokkrum manni.


mbl.is Ítreka andstöðu við tillögu um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Axel

Þú skrifar:

Þrátt fyrir að væntanlegir nefndarmenn hafi alls ekki verið kosnir á löglegan hátt til starfsins, hafa nokkrir þeirra sagt að þeir myndu ekki taka sæti í nefndinni nema á sínum eigin forsendum og myndu ekki hlýða neinum fyrirmælum frá Alþingi um hvernig þeir muni haga störfum sínum og þar til viðbótar krafist þess að væntanlegar tillögur nefndarinnar verði bornar undir þjóðaratkvæði áður en Alþingi fjalli nokkuð um þær.

Sem er gott mál vegna þess að stjórnlaga undirbúningsnefndin fékk fyrirmæli um hvað ríkistjórn vildi að væri unnið að í stjórnarskránni (leynilegt skjal sem nefndin hafði sjálf en enginn annar fékk að vita efni þess). Það var síðan eftir á sem efni þessa var blandað inn í skýrsluna sem enn hefur ekki sést og augljóslega verið að seinka því að birta skýrsluna áður en að ákvörðun hefur verið tekin á þingi um málið. 

úr  nefndarálit alsherjarnefndar

Þjóðaratkvæðagreiðsla.
    Í framhaldsnefndaráliti allsherjarnefndar um stjórnlagaþing á 138. löggjafarþingi kemur fram að nefndin telur mikilvægt að almenningur fái tækifæri til að segja álit sitt á fyrirhuguðum stjórnarskrárbreytingum áður en þær öðlast gildi. Að mati nefndarinnar komu fjórar leiðir til álita í þeim efnum og voru þær raktar í álitinu.
    Meiri hlutinn ítrekar þau sjónarmið sem þar koma fram og er það vilji meiri hlutans að taka eins og hægt er tillit til hugmynda sem fram hafa komið um að efnt verði til kosningar um niðurstöður stjórnlagaráðs áður en þær koma til kasta Alþingis. Er þess vænst að stjórnlagaráðið geri tillögu um hvernig haga megi slíkri kosningu, sbr. 6. tölul. 2. mgr. tillögunnar. Nauðsynlegt er að skoða mjög vel hvernig best sé að útfæra slíka kosningu þannig að hún nýtist Alþingi sem best við áframhaldandi meðferð málsins. Þannig eiga menn ekki að gefa sér fyrir fram að bera eigi einn kost undir þjóðina, þ.e. að hún yrði beðin um að hafna eða samþykkja tiltekna útfærslu stjórnarskrárinnar. Æskilegt væri að finna leið sem gerði það kleift að bera mismunandi kosti undir þjóðina, t.d. þannig að menn gætu sjálfstætt lýst afstöðu um einstök ákvæði nýrrar stjórnarskrár eða eftir atvikum einstaka kafla hennar. Þannig fengi Alþingi mun gleggri upplýsingar um vilja þjóðarinnar um einstaka þætti í stjórnarskránni en ef kjósendum yrði gert að samþykkja eða hafna öllu sem kæmi frá stjórnlagaráðinu.

Sem þeir (alþingi og ríkistjórn) þó ætla sér að nota eftir eigin geðþótta og velja hvað verði notað.

Verði stjórnlagaráð að veruleika þá þurfum við að koma hugmyndum okkar inn í ráðið og vera aktiv í því! Vegna þess að það þarf að koma skýrt fram að það er þjóðin sem velur en ekki alþingi!

Guðni Karl Harðarson, 15.3.2011 kl. 14:55

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stjórnlagarþingið og nú stjórnlagráðið, er í rauninni ekkert nema óþarfur milliliður, við gerð nýrrar stjórnarskrár, eða breytingar á þeirri gömlu.  Ekki er fyrirbærið bara óþarft, heldur er verið að spreða hundruðum milljóna í þennan óþarfa.

 Það eina sem talist getur rétt í þessu ferli er, þjóðfundurinn og svo stjórnlaganefndin, sem vinnur úr tillögum þjóðfundarins og býr til beinagrind að nýrri stjórnarskrá, sem að stjórnlagafyrirbærinu er svo ætlað að vinna út úr.

 Ef að meirihluti þingsins, treystir ekki Alþingi til þess að taka við afrakstri þjóðfundar og stjórnlaganefndar og setja kjöt á beinagrindinna, þá hljóta þessir þingmenn að meina að þeir sjálfir treysti sér ekki í þessa vinnu og ættu þeir því að athuga alvarlega, hvort  eitthvað annað starf henti sér  ekki betur.

 Þjóðaratkvæði, einhvers staðar í ferlinu, breytir engu og er í rauninni ekkert nema ennfrekari fjáraustur út í loftið.  Úrslit þess þjóðaratkvæðis, hvorki eykur né dregur úr umboði, stjórnlagaráðs til þessarar vinnu eða eykur á vægi hennar. 

 Þjóðaratkvæði á ekki að nota til þess að móta afstöðu Alþingis til tiltekinna mála.  Þjóðaratkvæði á eingöngu að beita í þeim tilgangi, að leyfa þjóðinni til þess að taka afstöðu, með eða á móti þeim lögum sem Alþingi samþykkir og eru það umdeild að tiltekið hlutfall þjóðarinnar, eða þingmanna, krefst þjóðaratkvæðis.

 Sé engin samstaða á Alþingi með það að vinna að þeim breytingum, eða vega og meta þær breytingar sem  að þjóðfundur og stjórnlaganefnin leggja til, er varla þess að vænta að samstaða verði um þær breytingar, eða,,ekki" breytingar sem stjónlagaráðið leggur til.  Skiptir þar þjóðaratkvæðið engu, ef gengið er út frá því að alþingismenn haldi drengskaparheit sitt, sem þeir skrifa undir, við upphaf þingmennsku. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.3.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi klausa lýsir átakanlega vel í hverskonar klúður þetta mál allt saman stefnir.  Þvílíkt rugl og della sem "virðulegir" Alþingismenn geta látið frá sér fara.  Þetta á að vera fólkið sem á að leggja línur og leiða þjóðina út úr ógöngum.

Því miður sannast æ betur að fjárausturinn í þessa fyrirhugðuðu stjórnarskrárbreytingu verður aldrei annað en sóun á almannafé.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 15:23

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kristinn þú skrifaðir: Ef að meirihluti þingsins, treystir ekki Alþingi til þess að taka við afrakstri þjóðfundar og stjórnlaganefndar og setja kjöt á beinagrindinna, þá hljóta þessir þingmenn að meina að þeir sjálfir treysti sér ekki í þessa vinnu og ættu þeir því að athuga alvarlega, hvort  eitthvað annað starf henti sér  ekki betur.

Málið er að það er ekki Alþingis sem á að setja kjöt á beinagrindina heldur á þjóðin sjálf að gera það. Valdið kemur frá fólkinu en ekki öfugt.

Ég er á þeirri skoðun að ef ekki er hægt að kjósa aftur eftir 1 til 1.5 ár með öðrum aðferðum (eins og tildæmis ég hef lýst) þá á þjóðin að hafa orðið um þetta.  Þá þarf stjórnlaganefndin að taka við tillögum frá almenningi! Og fólk á auðvitað að fá að kjósa um útkomuna endanlega! 

Alþingi á ekki að breyta neinu af því sem almenningur vill breyta varðandi stjórnarskrána.

Guðni Karl Harðarson, 15.3.2011 kl. 17:48

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá, er það Alþingis að breyta stjórnarskránni.  Hvað fólki kann að finnast að ætti að vera í nýrri/breytri stjórnarská, þá ber að virða þá stjórnarskrá sem er í gildi hverju sinni.

 Annað fellur í jafn gáfulegan jarðveg og málflutningur blaðamanns visir.is á Bessastöðum, um daginn, þegar hann spurði forsetann að því, af hverju hann færi ekki eftir stjórnskipun annarra landa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.3.2011 kl. 18:03

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðni, því miður mun þetta fyrirhugaða stjórnlagaráð ekki skipa þverskurð af almenningi í landinu, þar sem notast á við úrslit ólöglegu kosninganna, en í þeim var kjörsókn svo dræm að í efstu sætin röðuðust aðallega fulltrúar úr miðbæ Reykjavíkur og t.d. aðeins þrír fulltrúar landsbyggðarinnar.

Jafnvel þó kosningin hefði ekki verið dæmt ógild, þá endurspeglaði niðurstaðan sem sagt engan vilja þjóðarinnar, því hún mætti ekki á kjörstað til að velja sér fulltrúa á stjórnlagaþing.

Ekki síst þess vegna er skipun þessara aðila í stjórnlagaráð algerlega galin.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 18:26

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo er Hreyfingin að toppa vitleysuna, með því að leggja til a.m.k. 200 milljóna fjáraustur í viðbót í þjóðaratkvæði, til að ganga úr skugga um að þjóðin styðji sniðgöngu Alþingis á úrskurði Hæstaréttar. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.3.2011 kl. 18:45

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Axel ég hef einmitt verið að skrifa um það á bloggi mínu. Endilega lestu það. Ég nefni þetta einmitt með að þrír utan af landi náð kjöri.

Að mínum dómi mistókst algjörlega að kjósa með landið sem eitt kjördæmi. En ég var svo sem búinn að vara við því og hef nefnt aðra aðferð til að kjósa. Sanngjarna því með henni fá allir fjórðungar landsins jafn marga fulltrúa og höfuðborgarsvæðið rétt vægi (9).

En hver hlustar á mig?

Guðni Karl Harðarson, 16.3.2011 kl. 00:44

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kristinn veit ég það vel. En hver segir að ekki mætti finna leið til að breyta því. Eða kannski forseti okkar?

Gætum við ekki fundið leið til að breyta þessu?

Guðni Karl Harðarson, 16.3.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband