Brandararnir duga Jóni Gnarr ekki lengur

Jón Gnarr náði að gabba þriðja hvern kjósanda í Reykjavík til þess að kjósa Besta flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum með fíflagangi, bröndurum og kæruleysislegri framkomu og með því að tala niður stjórnmálin í borginni og gera lítið úr embætti borgarstjóra, sem hann sagðist myndu eiga létt með að gegna, enda væri þetta bara þægileg innivinna og embættismenn sæu hvort sem er um allt sem gera þyrfti.

Nú hefur Jón Gnarr gengið með borgarstjóraembættið venjulegan meðgöngutíma, þ.e. níu mánuði, og nú er alvara lífsins að taka við og brandarnir duga ekki lengur, nú þarf að taka alvöru ákvarðanir um málefni borgarinnar og íbúanna og þegar á reynir sýnir sig að hugsandi fólk hafði hárrétt fyrir sér með viðvörunarorðum sínum um vanhæfni frambjóðenda Besta flokksins til að stjórna borginni og taka skynsamlegar ákvaranir í erfiðum málum.

Ekki bætir samstarfsflokkurinn úr skák, en það var sá flokkur sem mesta rassskellinguna fékk frá borgarbúum í kosningunum, enda hafði Samfylkingin löngu sýnt og sannað að ekki var meira í hana spunnið en reyndist svo vera með Besta flokkinn.

Á fundunum í dag um skólamálin, mættu nokkur hundruð foreldrar skólabarna í Grafarvogi og Breiðholti og hreinlega hrópuðu niður tillögur borgarfulltrúa meirihlutans um "sparnað" og "hagræðingu" í rekstri skólanna í hverfunum og kröfðust vitrænna tillagna um málaflokkinn, sem reyndar verður að teljast nokkuð bjartsýn krafa.

Reikna má með að a.m.k. þriðji hver fundarmaður hafi kosið Jón Gnarr og Besta flokkinn út á grínið og brandarana, en sá hópur er greinilega steinhættur að hlæja.


mbl.is Ósátt við forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með 3 börn í Hólabrekkuskóla og vil alls ekki sjá sameiningu við Fellaskóla.Ég er mjög ánægður með skólan eins og hann er og svo bý ég innst í Hólahvefinu og þetta verður ansi langur labbitúr fyrir krakkana(nema það eigi að taka upp skólaakstur og þá er ekki mikill sparnaður í þessu furðudæmi hjá meirihlutaskrípunum)ég er að fara að stækka við mig og hugmyndin hefur alltaf verið að halda sig við Hólahverfið enn ég er farin að íhuga að fara í annað bæjarfélag því meðan svona trúðar stjórna borginni þá er ég ekki viss um að ég vili vera hér(ég er ekki einn af þeim sem kaus þessa trúða )

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 21:07

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nei, það  er ljóst að ekki er ástæða til að hlægja og hefur aldrei verið, þessi skrípafokkur er gersamlega að rústa borginni með ótrúglegum ákvörðunum, eins og til dæmis  sorphirðumálinu, sem er svo sívirðilegt að engu tautir!!!

Þetta lið í borgarstjórn ættu heldur betur að skammast sín og  taka til í sínum ranni!!!!! 

Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 22:20

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Til hvers ætllast fólk fyrir peningana sem eru til skiptanna? Ég er ekki að bera í bætifláka fyri Besta flokkinn hér, eða neinn annan. Málið er bara að það verður að spara og það verður líka að afla tekna. Auðvitað kemur þetta niður á öllu starfi, skólamálum sem öðrum. Ég er líka öskuvond út í öskutunnurnar, en eins og ég sagði, þá er borgarstjórnin greinilega að reyna að afla fjár með sparnaði og ráðdeild, hvort sem forgangsröðunin er rétt eða ekki, en slíkt hefur alltaf og mun alltaf koma við kaunin á þeim sem fyrir verða.

Við búum ekki á fimm stjörnu hóteli lengur, það ættu allir heilvita menn að sjá. Mér fyndist nær að fólk sem lætur sig þessi mál varða reyndi að koma með einhverjar tillögur,  bæði um úrbætur og sparnað, því sífellt tuð og skammir án þess að benda á eitthvað til hins betra, hvort sem það er hér á blogginu eða annarsstaðar breytir engu. Ígrundaðar og marktækar tillögur og samvinna er mögulega það sem getur hjálpað, hitt er bara ergelsishjal út í vindinn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.3.2011 kl. 02:53

4 identicon

Axel: Jón Gnarr var ekki að gabba neinn er þriðji hver kjósandi kaus hann og Besta, fólkið neyddist til þess þar sem Sjálfstæðisflokkur o.fl  var óstjórntækur með meðlimi eins og Þorgerði kúlu og Bjarna vafning innanborðs.

Axel: Ég var á fundinum í Rimaskóla í gær, eftir að hafa kynnt mér málin er þau afar einföld Jón Gnarr á mjög bágt, og þarf að vistast inn á viðeigandi stofnum sem allra fyrst og það þarf Einar Örn að gera líka, að ekki sé minnst á veruleikafirringu Oddnýjar Sturlu. Ég var eining að fá upplýst að Jón Gnarr ku víst vera lesblindur og ætti erfitt með að sitja alla fundi, ef svo er virkilega þá að að hjálpa manninum og það eigum við að gera, það á nefnilega alltaf að aðstoða þá sem bágt eiga.

Það var agalegt að hlusta á jón Gnarr í gær, hann vissi ekki einu sinni um hver innkoma borgararinar var fyrir þetta ár né önnur og fór með fleipur sí og æ UUU----IIIII´´´JAAA kom svo inn á milli.

Á fundinum var dreift minnisblaði um útstreymi fjárhagsáætlunar, þar sést að rekstur í ólögbundinn verkefni t.d. HÖRPUNNAR eru fyrir árið 2010 0g 2011 eru 453 milljónir og öðrum frágangangi HÖRPUNNAR er 330 milljónir og Lækjargata 2 101 Reykjavik og Austurstræti 22 101 Reykjavik 1.480 milljónir, en niðurskurður lögbundins Strætó og Slökkvilið er mínus 270 milljónir.

Þetta heitir að hreini íslensku að enn er lifað á fimmstjörnu hóteli í 101 Reykjavik en nú skal berja á BÖRNUNUM okkar með engum sparnaði eins og sýnt var fram á heldur skyldi heimska og veruleikafirring ráða ríkjum þar til yfir lyki.

Þetta var skelfilegur fundur í gær með Jóni Gnarr, svo skelfilegur að ég gekk að honum og sagði beint við hann " Jón Gnarr þinn tími er liðinn farðu heim, við kusum fólk til að stjórna en ekki GEIMVERUR" ég held að hann hafi því miður ekki skilið þetta, sem þýðir að verður hinn sem viljum verja BÖRNIN okkar og BORGINA okkar verðum að koma honum í skilning um það.... maðurinn á virkilega bágt..... að mínu mati og þetta hefur ekkert með grín að gera hvorki nú né í upphafi

Kristinn J (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 09:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú brandari út af fyrir sig að þú skulir vera með blessaðan borgarstjórann svona á heilanum.  Þú hefur skrifað ótölulega mörg gremjublogg um hann frá því að han var kosinn og virðist gnísta tönnum yfir þessu daginn út og inn. Hvað í ósköpunum veldur þessari hlægilegu áráttuhegðun?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2011 kl. 11:00

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað finnst þér annars um sameiningarmál í hagræðingarskyni á landsbyggðinni?  Ja...tökum dæmi frá fjallabyggð, þar sem skólar voru sameinaðir, svo drösla þarf börnum á milli fjarða á hverjum morgni í öllum veðrum.  Hefurðu einhverja skoðun á því?  Ekki kom Jón Gnarr þar nærri allavega. Þetta fólk er náttúrlega að þessu af tómum djöfulsskap og illkvittni er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2011 kl. 11:07

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, auðvitað verður ráðdeild og sparnaður að vera í forgangi við stjórnun borgarinnar eins og annarsstaðar, enda var ég t.d. ekkert að amast út í þá hugmyndafræði, heldur hvernig haldið er á málum almennt hjá borginni og samskiptunum við borgarbúa. Framgangan á því sviði hefur verið með ólíkindum hjá meirihlutanum í borginni og framkoma borgarstjórans svo gjörsamlega til skammar, enda skín óhæfnin til að gegna starfinu af manninum hvar og hvenær sem hann kemur fyir almenningsstjónir.

Þú segir í lokin: "Ígrundaðar og marktækar tillögur og samvinna er mögulega það sem getur hjálpað, hitt er bara ergelsishjal út í vindinn." Á þessum fundum og áður einning, hefur fólk einmitt verið að fara fram á að sjá og ræða "ígrundaðar og marktækar tillögur", þ.e. á meðan þær eru á mótunarstigi, en standa ekki frammi fyrir þegar teknum ákvörðunum, sem eru bæði illa grundaðar og ómarktækar. Jón Gnarr og aðrir borgarfulltrúar sóttust eftir kosningu til þess að hafa forystu um þessi mál, en löngu er komið í ljós að Besti flokkurinn veldur þessu verkefni alls ekki og Reykvíkingar eru að vakna upp af þeim vonda draumi um þessar mundir.

Kristinn J., Bjarni og Þorgerður Katrín voru ekki í framboði til borgarstjórnar, en Hanna Birna var það hins vegar og hún hafði sýnt og sannað árin tvö fyrir kosningar að hún hafði góð tök á stjórn borgarinnar og var besti borgarstjóri Reykvíkinga í langan tíma. Hún hefur sýnt og sannað á sínum ferli að hún er einn mesti leiðtogi sem nú er völ á í íslenskum stjórnmálum og hennar tími mun koma, eins og kellingin sagði.

Annars sýnist mér á athugasemd þinni, að þú staðfestir allt sem sagt hefur verið um stjórnunar- og leiðtogahæfileika Jóns Gnarr, en því miður munum við þurfa að sitja uppi með þessi ósöp í þrjú ár í viðbót.

Axel Jóhann Axelsson, 13.3.2011 kl. 11:08

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Steinar, ég blogga mikið um allt og ekkert og Jóni Gnarr bregður fyrir í þessum bloggum svona að meðaltali einu sinni í mánuði og ef þú kallar það að hafa manninn á heilanum, þá er það algerlega ný skilgreining á því hugtaki.

Ég hef hins vegar áhuga á stjórnmálum almennt og fjalla nokkuð mikið um þau á blogginu, bæði varandi landsmálin og borgarmálin og um þetta verður ekki rætt án þess að nefna nöfn og gerðir stjórnmálamanna í því samhengi.

En fyrst þú spyrð um skólaakstur á landsbyggðinni, þá eru aðstæður þar víða á þann veg, að aka þarf börnum talsverðar vegalengdir í skóla, en ég hef ekki séð tillögur um að tekinn verði upp skólaakstur í Reykjavík á milli hverfa. Þar gera tillögurnar ráð fyrir því að hvert barn komi sér sjálft í skólann, burtséð frá vegalengdum, sem auðvitað kallar á mikinn og aukinn akstur foreldranna með börnin fram og aftur.

Í Fjallabyggð þarf hvert einasta foreldri ekki að keyra börnin sín í skóla á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, þannig að þrátt fyrir að þurfa að samnýta skólana þar, þá er a.m.k. því óhagræði létt af foreldrunum, en auðvitað er skólaaksturinn dýr fyrir sveitarfélagið, eins og svo margt annað sem er miklu óhagkvæmara við búsetu á landsbyggðinni en í borginni.

Borgarbúar hafa hins vegar ekki haft miklar áhyggjur af þeim mismun hingað til og einkenninlegt að benda á óhagræði við búsetu á landsbyggðinni sem afsökun fyrir illa grunduðum, illa unnum og illa kynntum, sparnaðartillögum borgarstjórnarmeirihlutans, sem þar að auki er skellt framan í notendur eins og þeir væru sjálfir öskutunnur í tuttugu metra fjarlægð frá sorphirðubíl.

Axel Jóhann Axelsson, 13.3.2011 kl. 11:23

9 identicon

Axel. Auðvitað veit ég að Bjarni og Þorgerður voru ekki í framboði til borgarstjórnar en flokkur sem inniber svoleiðis mútu og spillingaröfl kýs maður ekki, það er engin munur á kúk og skít.

Kristinn J (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 16:54

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það vitrænasta sem kom út úr þessum "kynningarfundum" var plaggið sem einhverjir heilvita einstaklingar tóku saman og sýndi bruðið í ólögbundin verkefni á vegum Borgarinnar. Vel á þriðja milljarð.

Með þannig vinnubrögðum verður hulunni svipt af gríninu.

Ragnhildur Kolka, 13.3.2011 kl. 17:12

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, enginn hefur getað bendlað Bjarna og Þorgerði við mútu- og spillingaröfl, en óábyrgir blaðrarar láta slíkt frá sér fara án þess að láta sér nokkurn tíma detta í hug að benda á sannanir fyrir máli sínu.

Að öðru leyti hættir maður sér ekki til að deila um lífrænan úrgang við menn sem virðast vera með hausinn á kafi í holræsunum og sjá ekki annað en það sem um þau rennur.

Axel Jóhann Axelsson, 13.3.2011 kl. 18:29

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ragnhildur! Finnst þér peningum varið til meningarmála bruðl? Það að ljúka tónlistarhúsinu mun laða hingað ferðamenn og skapa verðmæti. Það eru allir að tala um að byggja upp atvinnulífið og lít á að húsið verði mikil tekjulind fyrir okkur. Þess utan er menningin aldrei eins nauðsynleg og þegar kreppir að. Þeir sem skynja það ekki eru að mínu mati hálfblindir.

Það getur varla kostað stórfé að höggva niður þessar andstyggilegu aspir sem virðast fara jafnmikið í taugarnar á borgarstjórninni og mér. Það er þjóðþrifaverk.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.3.2011 kl. 19:35

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Við verðum að gæta þess að hatast ekki svo mikið út í borgarstjórann að við skjótum okkur í fótinn og sjáum ekki hvort þessir hlutir sem fólk er að fárast út í eru mögulega arðbærir. Það er staðreynd að þegar kreppir að sækir fólk í menninguna, hver sem hún er.

Það er segin saga að ef Jón Gnarr opnar munninn tryllast bloggheimar, þe. þeir sem láta hann fara svona óskaplega í taugarnar á sér. Ég hef ekki orðið vör við að hann hafi orðið sér svona stórkostlega til skammar eins og andstæðingar hans halda fram. Við erum öll geimverur, ef fólk hefur ekki fattað það ennþá, þess vegna sé ég ekkert athugavert við að vera ein slík. Ég er ekkert hissa þó borgarstjóri hafi ekki skilið þig og sé einhverjum vorkunn, finnst mér þú hafa vinninginn Kristinn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.3.2011 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband