Enn eitt vígið fallið

Mál og menning hefur verið lýst gjaldþrota og þar með hverfur af sjónarsviðinu enn eitt af þeim gamalgrónu fyrirtækjum sem settu svip sinn á þjóðlífið áratugum saman. Á kaldastríðsárunum var Mál og menning helsta vígi vinstrisinnaðra rithöfunda og Almenna bókafélagið gaf á hinn bóginn út verk hægrisinnanna í bókmenntaheiminum og voru litlir kærleikar þar á milli.

Almenna bókafélagið fór á hausinn fyrir mörgum árum og nú fellur hitt vígið frá þessum árum og þar með lýkur merkilegum kafla í menningarsögu þóðarinnar. Erlendis er algengt að fyrirtæki á öllum sviðum nái háum aldri, jafn vel nokkur hundruð ára, og nægir að nefna í sambandi banka, iðnfyrirtæki, bari og útgáfufyrirtæki.

Íslendingar hafa hins vegar sjaldan náð að reka nokkurt fyrirtæki nema í eina til tvær kynslóðir, en fæst lifa af þriðju kynslóðina og væri þarft verk að rannsaka þessa einkennilegu og sérstöku viðskipasögu íslenskra fyrirtækja.

Banka- og útrásargegnin náðu aðeins að reka sín fyrirtæki í 10-15 ár, áður en þau hrundu eins og spilaborg og þá aðallega vegna rána innanfrá, sem svo leiddi til þess að varla er nokkurt rekstrarhæft fyrirtæki efir í landinu.

Núlifandi Íslendingar munu varla lifa það, að nokkurt fyrirtæki sem kveði að muni ná eitthundrað ára aldri, enda virðast þeir sem taka við rekstri þeirra af stofnendunum og frumkvöðlunum aðallega hugsa um að ná sem mestum arði út úr fyrirtækjunum í eigin vasa, í stað þess að hafa rekstur, uppbyggingu og hag fyrirtækjanna sjálfra í fyrirrúmi.

Á meðan slíkur hugsunarháttur ríkir hérlendis munu fyrirtækin deyja ung, eins og raunin hefur verið fram til þessa.


mbl.is Bókabúð Máls og menningar gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamla Mál og menning tilheyrir nú Forlaginu og er ennþá til, sem slík. Bókabúð Máls og menningar er hinsvegar vörumerki sem var keypt fyrir tæpum tveim árum þegar gamla búðin var gleypt af Pennanum-Eymundsson. Það er sú verslun sem nú er farin á hausinn.

Arngrímur Vídalín (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 02:09

2 identicon

Það sorglegasta við þetta er að nú er ríkið nánast einrátt með rekstur bókabúð, með öllum þeim möguleikum á ritskoðun, skoðanakúgun og öðrum Animal Farm fasisma sem slíkt ástand bíður upp á...Þetta fyrirtæki var ekki að standa sig sem skyldi, úrvalið lélegt og fyrirsjáanlegt, en sorglegt og óæskilegt fyrir lýðræðið ef enginn betri kemur í staðinn.

Jón (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband