Kjósendur hafa ekki vit á "svona máli"

Úrslit í atkvæðagreiðslu Alþingis um Icesave III er lokið og það sama er að segja um breytingartillögur sem gerðu ráð fyrir að lögin tækju ekki gildi nema þau yrðu staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lögin um ríkisábyrgð á skuldum einkabanka, sem rekinn var á glæpsamlegan hátt, var samþykkt með talsverðum meirihluta, en tillögurnar um að vísa endanlegri ákvörðun í málinu til þjóðarinnar var samþykkt með litlum mun, eða 33 atkvæðum gegn 30.  Helstu rök þingmanna fyrir því að hafna beinum afskiptum þjóðarinnar voru þau, að "svona mál" hentaði ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og að þingmenn væru til þess kjörnir að afgreiða "svona mál" sjálfir.

Þessi afstaða er mikil móðgun við kjósendur, sem þessir þingmenn telja nógu góða og gáfaða til að kjósa þá sjálfa á þing, en hafi hins vegar ekkert vit á "svona málum" og geti því ekki tekið skynsamlega afstöðu til þeirra.  Með því að vísa málinu til þjóðarinnar hefðu talsmenn þeirra sem vildu samþykkja og hinna, sem vildu hafna frumvarpinu, haft gott tækifæri í aðdraganda kosninganna til þess að leggja öll spil á borðið og útskýra sína afstöðu og á hverju hún væri byggð.

Kjósendur eru ekki algjör fífl og hefðu vel getað meðtekið skýringar beggja fylkinga og lagt síðan sitt mat á það hvað rétt væri að gera í stöðunni.  Að halda því fram að kjósendur hefðu ekki forsendur til að meta "svona mál" eru algerlega fáránlegar og eingöngu til þess fallnar að lítilsvirða þá sem eiga að búa við þessi lög og greiða allan kostnað þeirra vegna, sem fljótlega mun koma fram í skattahækkunum, sem fylgja "svona máli".

Kjósendur munu ekki verða búnir að gleyma þessari framkomu í sinn garð í næstu Alþingiskosningum.


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Vonandi verða kjósendur ekki heldur búnir að gleyma hvernig Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir sjálfstæðismenn greiddu atkvæði í þessu máli!

corvus corax, 16.2.2011 kl. 15:56

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

en tillögurnar um að vísa endanlegri ákvörðun í málinu til þjóðarinnar var samþykkt með litlum mun, eða 33 atkvæðum gegn 30

 Hefur væntanlega verið typo hjá þér en breytingartillögunum báðum var hafnað með 33 gegn 30.

Jóhannes H. Laxdal, 16.2.2011 kl. 16:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu var þarna um "mismæli" að ræða varðandi tillögurnar um að vísa málinu til þjóðarinnar.  Þeim var auðvitað hafnað með 33-30, en ekki samþykktar.

Margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins munu ekkert verða búnir að gleyma þessari afgreiðlsu Alþingis þegar kemur að næstu þingkosningum og vonandi munu vinstri menn leggja þetta vel á minnið líka.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 16:07

4 Smámynd: corvus corax

Sem fyrrverandi vinstri maður var ég farinn að hallast glannalega mikið til hægri en rétti snarlega við þegar Bjarni Ben tók kúvendinguna í IceSave málinu. Og það kemur að því að við fáum að vita hvað hann fær borgað frá ríkisstjórninni fyrir þessu kúvendingu á sannfæringunni sinni. Verður það á vettvangi orkufyrirtækja eða kvótamálsins. Sama hvort verður, það vera mútugreiðslur aldarinnar.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 16:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkert held ég að það þurfi að brigsla mönnum um óheiðarleika og mútuþægni vegna þessa, hvorki Bjarna eða öðrum.  Hann er stálheiðarlegur maður, en það breytir ekki því að margir Sjálfstæðismenn eru algerlega ósammála þeim þingmönnum flokksins sem greiddu atkvæði með þessum lögum.  Það verður væntanlega gert upp í næstu prófkjörum.

Til þess að hafa það skjalfest hvernig atkvæði féllu þá lítur sá listi svona út:

 Já sögðu: Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Mörður Árnason, Oddný Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Inga Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svanís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Árni Þór Sigurðsson, Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason. Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Ólafur Gunnarsson, Helgi Hjörvar og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Nei sögðu:  Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson,  Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Lilja Mósesdóttir, Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir.

Hjá sátu: Siv Friðleifsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Steingrímsson. 

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 16:17

6 identicon

Sorgardagur !!.... Fullveldi  Island  svivirt og niðurlægt   Skömm þeirra sem að standa með hótunum , kúgunum og valdníðslu   !!  ótrúlegt  hvað fólk leyfir ser i skjóli VALDS

Ragnhildur H.J. (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 16:24

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við lokum alþingi og biðlum til Ólafs R Grímssonar að vísa þessu í þjóðaratkvæði!

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 16:27

8 identicon

Allir þeir sem þáðu fé, á alþingi af Landsbankanum og eigendum hans, eru óhæfir að fjalla um málið. Og áttu að sýna sóma sinn og þjóðinni þá virðingu að víkja í atkvæðagreiðslum um málið.

Og vísa málinu til þjóðarinnar

Guðlaugur Þór Þórðarson er maður meiri fyrir sína aðkomu.

Það verður ekki sagt um Þorgerði kúlu, Össur Skarphéðinsson, Björgvin G. Sigurðsson, Kristján L. Möller og alla hina mútuþegana.

Forseti vor hlítur nú að vísa þessu til þjóðarinnar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 16:41

9 Smámynd: Hilmar Örn

er fólk virkilega enn haldandi að það komi sitthvor niðurstaða eftir því hvaða flokkur er kosinn... sona án þess að vera eitthvað hógvær eða hvað sem orðið er sem ég er að leita af, þá er alveg meirihlutinn á alþingi nautheimskt lið sem virkilega heldur að það viti eitthvað í hausinn á sér, og því getiði ekki neitað.

Hilmar Örn, 16.2.2011 kl. 16:56

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þann 29. desember 1998 skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður í stjórnarandstöðu, grein á vefsíðu Samfylkingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Í greininni var Jóhanna afar áhugasöm um að auka rétt kjósenda til að taka afstöðu til ýmissa mála í þjóðaratkvæðagreiðslum og lauk greininni á þessum orðum:

"Ljóst er af umræðum á þessu kjörtímabili um þetta frumvarp að stjórnarflokkarnir hafa lítinn áhuga á að tryggja fólkinu þann rétt sem felst í heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur á móti er þetta mál að finna í málaskrá samfylkingarinnar, sem eitt af mörgum framsæknum málum sem samfylkingin mun beita sér fyrir."

Þetta var að vísu þá, en nú er Jóhanna búin að gleyma fögru orðunum um stefnu Samfylkingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur um "svona mál".

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 18:47

11 identicon

Þau munu sjá eftir því að vanvirða kjósendur sína. Ekki aðeins kjósum við þau ekki aftur, heldur munu mörg þeirra sótt til saka og þurfa að sitja í fangelsi. Steingrímur og Jóhanna þar á meðal.

Fyrrum kjósandi fávita. (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:38

12 identicon

Er ekki kominn tími til að Mörður Árnasonm verði hreinlega lagður inn?

Almúgamaður (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband