Réttarríkið vann, ofstopalýðurinn tapaði

Með dómi Héraðsdóms yfir "níumenningunum" staðfestist endanlega að hérlendis er ennþá réttarríki og dómstólunum algerlega treystandi til að kveða upp rétta dóma samkvæmt lögum landsins og að sama skapi opinberaðist endanlega fáránleikinn í framkomu "níumenninganna" og "stuðningsmanna" þeirra á meðan að á málarekstrinum stóð.

Samkvæmt fréttinni var niðurstaða réttarins sú, að "Andri Leó var ákærður fyrir að bíta tvo lögreglumenn og hrinda þingverði á ofn. Þór var m.a. ákærður fyrir að halda hurðinni opinni fyrir hópnum, sem fór inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Tvær konur, Sólveig Anna Jónsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, voru dæmdar í 100 þúsund króna sekt en aðrir voru sýknaðir."

Með þessu virðist Héraðsdómur einungis dæma þá sem allra harðast gegnu fram í ofstopanum og sýknar alla hina, en stór hópur "stuðningsmanna" hefur látið öllum illum látum á meðan á réttarhaldinu stóð og m.a. margsinnis truflað störf réttarins með skrílslátum, upphrópunum og blaðaskrifum.

Vonandi verður þetta til þess að dómstólar landsins fái starfsfrið í framtíðinni til að fást við þau glæpa- og ofbeldismál sem til þeirra verður stefnt.  Dómstólarnir hafa sýnt það í hverju málinu á eftir öðru á undanförnum mánuðum, að þeim er algerlega treystandi til að kveða upp réttláta og sanngjarna dóma byggða á landslögum og öðru ekki.

Ofstopalýðurinn tapaði hins vegar stórt í dag og sýnir vonandi af sér meiri mannsbrag í framtíðinni. 


mbl.is 2 í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil er þórðargleðin hjá þér Axel,sennilegast finnst þér þessi hópur fólks bera ábyrgð á öllum þeim vandamálum sem þjóðin á við að eiga í dag. Starfsmenn Alþingis og lögreglumenn sem þarna komu að eru þaug að segja sannleikan? Þarna var ekki á ferðinni Ofstopalýður þarna var á ferðinni ungt fólk sem mun taka við þjóðfélaginu eftir okkar dag Axel. Hvernig dettur þér í hug að næsta kynslóð ætli að taka því með þögninni,þeim helsum og hlekkjum sem verið er að koma á þjóðina. Já Axel þú kynnir þig við mynd af þér á síðu þinni sem áhugamann um lífið og tilveruna,flott með það Axel,en dómharður ertu á þetta unga fólk sem eflaust einnig er áhugafólk um lífið og tilveruna.

Númi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 10:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég styð ekki ofbeldi og aðra glæpi, alveg sama í hvaða mynd þeir eru og sama á hvaða aldri gerendur eru.

Fólk þarf og á að vera ábyrgt gerða sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 10:46

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er ljóst að dómurinn hafnar kröfum Alþingis að þetta fólk verði dæmt fyrir árás á Alþingi.

"Ofstopalýðurinn" eins og þú kallar þetta fólk er dæmt sýkn saka að ákærum Alþingis. Gleymum því ekki að Alþingi kærði þetta fólk fyrir árás á Alþingi. Lámarks refsing fyrir slíkt er eins árs fangelsi. Það að tveir eru dæmdir í stutt skilorð, tvær eru dæmdar til að greiða sitthvorn hundraðþ.kallinn og aðrir dæmdir sýkn saka verður að teljast heldur rýr uppskera fyrir þá sem kærðu þetta fólk í nafni Alþingis.

Miðað við niðurstöður dómsins þá er ljóst að hinn raunverulegi "ofstopalýður" er fólkið sem situr á þingi á ákvað að fara fram með þessar alvarlegu ákærur á hendur níumenningunum.

Samkvæmt þessum dómi eru níumenningarnir ekki vandamálið.

Samkvæmt þessum dómi er Alþingi sjálft vandamálið.

Það að Alþingi kærir í fyrsta sinn í sinni 1081 ára löngu sögu sinn almenna borgara á Íslandi fyrir árás á Alþingi og tapar því máli nú stórt í Héraðsdómi Reykjavíkur segir okkur að þetta fólk sem situr nú á þingi er komið algjörlega úr takt við þjóð sína, uppruna og sögu.

Héraðsdómur hefur úrskurðar að þeir sem í þessu máli hafa farið fram með tilefnislaust ofbeldi að mati dómsins er Alþingi.

Og þennan svarta blett í sögu þingsins verður aldrei hægt að fjarlægja. Þessi svarti blettur í sögu þingsins verður því fólki sem nú situr á þingi til ævarandi skammar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 10:46

4 Smámynd: corvus corax

Lítil saga frá Skrípalandi.

Ókunnur, “óvelkominn” maður er staddur í inngangi stærsta skítakamars í Skrípalandi. Önugur kamarvörður ræðst aftan að þeim óvelkomna og reynir að ná á honum hálstaki. Kamarvörðurinn hefur færst fullmikið í fang og ræður ekki við aðstæður þannig að, með þann óvelkomna í fanginu sem enn snýr baki í hálstakskamarvörðinn, hrasar hann aftur á bak á annan ólánsaman kamarvörð með þeim afleiðingum að sá kamarvörður dettur á ofn á þili þar í innganginum og meiðist. Fyrir vikið er sá óvelkomni ákærður fyrir að hrinda ólánsama kamarverðinum á ofninn. Hann hlýtur svo fangelsisdóm fyrir “glæpinn”. Ef þessi saga væri um eðlilegt land en ekki Skrípaland mundi kamarvörðurinn með hálstakið vera dæmdur gerandi í málinu og hljóta fangelsisdóminn fyrir að hrinda kollega sínum á ofninn.En sagan er sönn og gerðist í risakamri í Skrípalandi en ekki í venjulegu ríki ...því miður.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 10:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Friðrik, dómstólarnir eru einmitt til þess að skera úr um það hvort fólk sé réttilega eða ranglega ásakað.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að dæma fyrir árás á þingið sem slíkt, heldur fyrir aðrar og minni sakir og er það vel.

Sjálfsagt getur skrifstofustjóri Alþingis sagt, eins og Svandís, að þarna hafi verið um túlkunarágreining á lögum að ræða.

Niðurstaða er fengin, ofstopamennirnir hafa fengið sinn dóm og svo er að bíða hvort þeir una honum, eða áfrýja til Hæstaréttar.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 10:52

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - sammála þér - eftir öll stóru orðin kom í ljós að 9 menningarnir voru bara loft og dæmdir í samræmi við það - allt fórnarlambatal þeirra um lífstíðarfangelsi var bara til í hugum þeirra. Nauðsyn til þess að láta taka eftir sér - þeim var bent á að þetta væri þvættingur - en þeim var þetta nauðsyn og fjölmiðlar lötu það allt upp eins og kötturinn undanrennuna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.2.2011 kl. 11:09

7 identicon

Það er rangt hjá Friðriki Axeli að aldrei hafi verið ákært fyrir 100. grein hegningarlaga, þ.e. árás á alþingi. Maður var eitt sinn DÆMDUR fyrir nákvæmlega 100 greinina og fleiri verið ákærðir en minnir mig að það hafi verið tengt einhverjum NATO mótmælum. Ákæruvaldið notaði það meira að segja í dómasamanburði sínum í nímenningamálinu

Mér finnst að það eigi bara að vera ávalt lokaður dómsalur fyrir almenningi nema fyrir þá sem tengjast málinu á beinan hátt eða í beinan ættlegg.

Almenningur MÁ og Á ekki að skipta sér að einstaka dómum og hvað þá alþingismenn. Við sem þegnar höfum skyldu til þess að þrýsta á alþingismenn að breyta lögum sem við erum ósátt með en ekki hvernig dæmt er eftir núverandi lögum.

 Þeir sem eru ósáttir með 100. grein hegningarlaga vinsamlegast snúið ykkur að alþingi á ábyrgan hátt til að breyta beita þrýstingu á breytingu laga.

En ég hef löngu lært það að það þýðir lítið að reyna að tala við anarkista um mikilvægi réttaríkis þar sem það hentar mjög illa hegðun þeirra. 

Sigmar (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 11:40

8 identicon

Anarkistar segir þú Sigmar,hvað ætli ég flokkist undir þá, ég sem vill miklu meiri hörku heldur en þessi hópur hugsandi ungmenna,er ásakaður fyrir og ranglega kærð fyrir. Hvað er það annað en ofbeldi sem verið er að gera þjóðinni af ráðamönnum hennar.  Ráðamenn eiga að óttast almenning,en almenningur á ekki að óttast ráðamenn. Þolmörk þjóðarinnar eru komin í topp.

Númi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 12:17

9 identicon

Axel er bara af gamla skólanum; Sauðir og smalar

doctore (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 12:19

10 Smámynd: corvus corax

Ekki vera leiðinleg við Axel í athugasemdum, hann er skemmtilegur bloggari, trúr sínum skoðunum og fer fljótlega að drífa sig á elliheimilið þar sem elliglöp eru eðlilegur hluti af daglegum hversdagsleika.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 12:41

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel á hvaða plánetu ert þú? Ekki á sömu og ég!

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 12:49

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi síðustu skrif lýsa engu öðru en innri manni skrifaranna, sem ekki bera virðingu fyrir einu eða neinu og allra síst sér eldra og reyndara fólki.  Að gera grín að elliglöpum segir margt um þann sem það gerir og dregur sá ekki upp fagra mynd af sjálfum sér og innræti sínu. 

Svona skrifar eingöngu rökþrota fólk, sem skákar í skjóli nafnleyndar, dulnefna og grímuklæðnaðar.  Meira að segja hundar og kettir eru þrifalegri en þetta lið, því þeir reyna að róta yfir skítinn úr sér, en ausa honum ekki yfir aðra.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 12:55

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, ég er ekki geimfari svo ég held mér við jörðina.  Þar sem það hlýtur þá að vera þú sem ert algeg út úr heiminum, ættirðu að segja okkur hvar í himinhvolfinu þú ert staddur um þessar mundir.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 12:57

14 Smámynd: corvus corax

Það vill nú þannig til að það eru áhöld um það hvor okkar Axels er eldri og reyndari. Nafnleynd og dulnefni eiga ekki við í mínu tilfelli, kenniheitið mitt stendur fyrir þekktan fugl sem hlýtur að bera sama nafn og faðir hans.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 13:14

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég verð að líta á það sem hól að vera talinn yngri en covus corax (sem er tegund af hrafni), en vafalaust er það mitt unglega og ferska útlit sem blekkir í því efni.

Annars snýst reynslan líka um að læra af henni og kunna að nýta sér þann lærdóm í lífinu.  Þar skilur greinilega mikið á milli mín og krumma.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 13:38

16 Smámynd: corvus corax

Það skilur reyndar ekki svo mikið á milli okkar Axel, með kveðju, Hrafn Hrafnsson.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 14:58

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Finnst þér ennþá Axel að hægt sé að bera virðingu fyrir alþingi?

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 16:29

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér á landi er lýðveldi með þingbundinni ríkisstjórn. Þar liggur lagasetningarvaldið og við það verður maður að sætta sig, þó fúlt sé stundum.

Maður berst fyrir sínum skoðunum en stundum lendir maður í minnihluta með þær og verður þá að una því. Fari hins vegar svo að forsetinn neiti lögunum staðfestingar, mun baráttan halda áfram.

Staðfesti forsetinn lögin verður maður því miður að játa sig sigraðan. Svo kemur að nýjum prófkjörum og kosningum og þá kýs maður auðvitað þá, sem eru með líkari skoðanir og maður sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2011 kl. 18:52

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Virðing mín og margra fyrir alþingi er réttilega fyrir löngu fokin út í veður og vind, hvort að þessari maðketnu stofnun tekst að ávinna sér trú og traust almennings aftur á eftir að koma í ljós, en það gerist ekki að sjálfu sér.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.2.2011 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband