Eina rétta leiðin

Rök þeirra stjórnmálamanna sem ætla að greiða Icesave III atkvæði sitt á Alþingi hafa helst verið þau, að samþykkt þrælasamningsins myndi liðka til fyrir endurreisn atvinnulífsins í landinu og að mikil áhætta fælist í því að fara með málið fyrir dómstóla.

Allir eru hinsvegar sammála um að fjárkúgunarkrafa Breta og Hollendinga sé ólögvarin og ekkert í tilskipunum eða regluverki ESB skyldi ríkissjóði til að ábyrgjast tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta í Evrópulöndum, heldur þvert á móti banni í raun slíkar ábyrgðir vegna samkeppnissjónarmiða.  Þetta hafa ráðamenn innan ESB staðfest og það fleiri en einn ásamt því að allir lögspekingar, sem um málið hafa fjallað eru á sama máli.

Af þeim sökum er vandséð í hverju sú áhætta á að vera fólgin að fara með málið fyrir dómstóla, enda hefur enginn stjórnmálamaður reynt að útskýra hvar sú áhætta liggur.  Ekki hefur heldur verið útskýrt með viðhlýtandi hætti hvernig það myndi stuðla að endurreisn atvinnulífsins og liðka til fyrir með erlendar lántökur að ríkissjóður tæki á sig tuga eða hundraða milljarða skuldbindingar vegna gjaldþrota einkabanka.

Allt þetta gæfist tóm til að ræða og útskýra fyrir þjóðinni í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu, ásamt því að leggja fram og ræða þær skattahækkanir og þá nýju skatta sem leggja þyrfti á íslenska skattgreiðendur til að standa undir greiðslu þessara auknu útgjalda ríkissjóðs. 

Með málefnalegri umræðu og útskýringum gætu kjósendur gert upp hug sinn hvort þeir væru tilbúnir til að leggja fram það fé sem til þarf til greiðslu þrælaskattsins og engir eru bærari til að ákveða um það, aðrir en þeir sem sjálfir þurfa að þola svipuhöggin frá þrælahöfðingjunum.

Á hátiðar- og tyllidögum er vinsælt hjá stjórnmálamönnum að tala um lýðræðið og aukna þátttöku almennings í afgreiðslu stórra mála með beinni aðkomu í þjóðaratkvæðagreiðslum.  Nú hafa þeir tækifæri til að standa við fögru orðin með því að samþykkja á morgun að vísa Icesave III til kjósenda til endanlegrar afgreiðslu.

Til þess að sýna samhug með slíkri afgreiðslu málsins er nauðsynlegt fyrir almenning að skrá sig á undirskriftalista kjosum.is strax í dag, því á morgun getur það verið orðið of seint.  Fljótlegt er að skrifa nafnið sitt á þennan áskorendalista, sem finna má HÉRNA

 


mbl.is Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Where did all the money that Icelanders borrowed come from? You know....the money that thousands and thousands of Icelanders borrowed from the banks to pay for all the toys......Range Rovers, Caravans, summer cabins, big houses.... All bought (or nearly all) bought with borrowed money......Please tell me what money was used for all those "currency" loans......and for Christs sake.....Try and remember that "iceSave" is 3% of your total debt.....If not, go to court....loose the case (and you will loose the case) and pay much more......Remember that there is concrete proof that the Icelandic Government was allowing money to be moved (stolen?) from the UK even after the bankrupt declaration......

Good luck

Fair Play (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 15:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

If you borrow money then you must pay it back yourself.  Don´t expect others to pay for you, not even the Icelandic nation.

Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2011 kl. 15:25

3 identicon

Rétt hjá þér Axel, If I borrow money  then I am obligated to pay it back but if you get a loan I am not responsible for your dept,   Let the financial terrorists pay their own bills, strip them of all their possesions to pay for their 'loans'.   The BIBLE says that the LOVE of money is the root of all EVIL  ( GREED ) and that surely seems to be the case here. Þessir Íslensku  græðskis drullusokkar eiga best heima á Eldey,  með eitt stk. gám sem heimili í nokkra mánuði og allar eignir teknar af þeim til að borga skuldir SÍNAR.  Sendum Steingrim þangað líka, allir í sama púkkinu

Birkir Traustason (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Obbobbob Birkir. 

Eldey er friðuð. 

Enga drullu þangað. 

Sendum þá frekar til Jan Mayen.   Gott fyrir ísbirnina.

Benedikt V. Warén, 15.2.2011 kl. 16:49

5 identicon

Steingrímur hlýtur að vera einn vitgrannasti maður allra tíma. Og það segi ég ekki honum til álösunar, heldur okkur hinum, sem greinilega þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, og passa okkur að vanda betur valið á þeim sem við kjósum til valda, að dæma menn eftir einhverju raunverulegu, ekki hysmi og tómum orðum sem ekkert fylgir...sama hvað þeir þykjast standa fyrir.

Hvernig getur maðurinn, sem barðist svo mjög fyrir að Svavarssamningurinn yrði samþykktur, og játaði sig svo sigraðan af þjóðinni, og sparaði sá sigur þjóðarinnar milljarða á milljarða ofan......nú farið fram með nákvænlega sama söng, nákvæmlega, nákvæmlega sama svipinn, í nákvæmlega sama anda, jafn fullviss um að hann sé alvitur en þjóðin safn fífla. Á svona maður að hafa völd í lýðræðisríki? 

Þetta er sorglegt og við skulum passa okkur að endurtaka aldrei þau mistök að kjósa vanvita. Og meðan við höfum ráðrúm til. Förum á http://www.kjosum.is  !!!!!

Baráttukveðjur, 

fyrrum kjósandi Steingríms.

Tómas (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband