Marðarmútur

Mörður Árnason, Samfylkingarþigmaður, er frægur að endemum vegna ýmissa ummæla sem hann hefur látið falla um menn og málefni í gegnum tíðina. Flest hefur það auðvitað verið tóm vileysa, enda Mörður ekki hátt skrifaður í huga fólks sem þingmaður, heldur endalaus uppspretta spaugs og gamanmála.

Í þætti Egils Helgasonar í dag, mun Mörður hafa sagt að þátttaka Landsvirkjunar í greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulags Flóahrepps væri ekkert annað en mútur og til að leggja sérstaka áherslu á þá skoðun sína sagði hann kokhraustur, eftir spurningu frá Agli um hvort hann væri virkilega að gefa í skyn að um mútugreiðslu væri að ræða:  "En úr því að þú spyrð þá segi ég mútur og skrifa mútur".

Það er alvarlegt lögbrot að bera mútur á menn og ekki síður að þiggja þær.  Nú verður Mörður að standa fyrir máli sínu og sanna ásakanirnar, því ekki verður við það unað að þingmaður á Alþingi ásaki fólk um glæpi í þeirri vissu að ekki sé hægt að kæra hann fyrir ummælin í skjóli þinghelgis hans.  Þjóðin á ekki skilið að sitja uppi með huglausa ómerkinga sem fulltúa sína á Alþingi og svona framkoma eins og Mörður sýndi þarna er algerlega óásættanleg.

Hvað segir Mörður um fjögurra milljarða króna greiðslu frá ESB til ríkisstjórnarinnar og ýmissa stofnana til nota í jákvæðan áróður fyrir ESBinnlimun þjóðarinnar?

Mörður verður að upplýsa þjóðina um það, hvort hann kalli þá greiðslu mútur og þar með sjálfan sig, ríkisstjórnina og fleiri sem þessar greiðslur þiggja, mútuþega. 


mbl.is Segi mútur og skrifa mútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já, þú segir nokkuð!

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.2.2011 kl. 19:33

2 identicon

,,Þjóðin á ekki skilið að sitja uppi með huglausa ómerkinga sem fulltúa sína á Alþingi". Samt þurfti skynsamari hluti þjóðarinnar að þola valdagræðgi og hroka Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og þjáningarsystkynna þeirra í stjórnmálaflokkunum í áráðir.

Valgeir (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 20:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svokallaðir bloggheimar eiga ekki skilið að þurfa að þola huglausa ómerkinga, sem þora ekki einu sinni að koma fram grímulausir.

Vonadi verða málaferlin sem nú standa yfir vegna ábyrgðar á nafnlausum bloggræflum til þess að ekki verði framar hægt að koma fram á netinu í felulitum.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2011 kl. 20:16

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En getur ekki verið, Axel, að þarna hafi verið um mútur að ræða ?

Jóhannes Ragnarsson, 13.2.2011 kl. 22:04

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, viltu þá ekki taka að þér að upplýsa málið. Annaðhvort sýnið þið Mörður hvernig hægt er að heimfæra þetta undir mútur, eða Mörður situr eftir sem alger lygamörður og ómerkingur orða sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2011 kl. 22:11

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Burt séð frá því sem kemur hérna til tals, hjá svokölluðum Valgeiri, og Jóhannesi, viðhafði Mörður þessi orð, og það eina sem hann getur gert, er að útskýra þau nánar og biðjast afsökunar, ef ekki reynist innistæða fyrir ásökununum.  Það er óþolandi að alþingismenn leyfi sér að verja misgerðir ráðherra með þessum hætti, undir þinghelgi.

Hvað er svona merkilegt að hans mati, eða ómerkilegt að okkar, við Svandísi, að svokallaður "háttvirtur alþingismaður" leyfi sér að tala svona. Hvers vegna athugaði hann ekki hvort um mögulegar mútur var að ræða í raun og veru, og ef svo er, að gera þá allt vitlaust. Ef hann er svona viss, á hann bara hreinlega að fara rétta boðleið og heimta rannsókn, þykist hann vita eitthvað meira um málið. Það er lágmarkskrafa að hann geri hreint fyrir sínum dyrum. Á maður svo að treysta þessu fólki til að stjóra landinu?

Ég ætla ekki að eyða orðum að sinni í þetta pisserí utan í ESB, en það skelfir mig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.2.2011 kl. 23:49

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki get ég sagt af eða á í þessu máli, en líklegt er, að Mörður framið glæp.

Ef hann býr yfir upplýsingum sem benda til þess að um mútur sé að ræða, þá er það lögbrot að kæra ekki og ef hann talar gegn betri vitund, þá er það lögbrot að ljúga glæp upp á aðra.

Það væri ágætt að rannsaka þetta mál í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn kallaði eftir heiðarleika og lýsti yfir vilja til að rannsaka allt sem vafasamt gæti talist.

Jón Ríkharðsson, 14.2.2011 kl. 00:31

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En hún lætur hlaupa á eftir litla manninum, sem er að berjast í bökkum, meðan hún sefur Þyrnirósarsvefni yfir þeim sem komu þjóðinni í þau vandrræði sem hún á við að stríða í dag. Maður gæti næstum haldið að sú bið sé til að þeir sleppi nú örugglega, allir með tölu, við að standa ábyrgð gerða sinna. Ég er löngu hætt að skilja hvað er í gangi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.2.2011 kl. 01:20

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Enda held ég að ábyrgð sé að verða úrelt hugtak í dag. Það virðast sárafáir vita hvað það merkir, þrátt fyrir að því sé veifað ótt og títt út um allt. En að svara til ábyrgðar er alveg gleymt, amen.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.2.2011 kl. 01:25

10 identicon

Ef maðurinn getur ekki sannað jafn alvarlega afsökun, þá hefur hann gerst sekur um að vega að mannorði einhvers, eða libel, sem er saknæmt athæfi sem fyrir er margra ára fangelsisvist samkvæmt íslenskum lögum. Geti hann ekki sannað þetta, ber honum að segja af sér, og sitja svo sinn dóm á Litla Hrauni.

Réttlæti (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 05:15

11 identicon

Þessi maður er með orðum sínum orðinn stórglæpamaður, libel er ekki smáglæpur, heldur skilgreint sem stórglæpur, næst á eftir morði og nauðgun, og ber að meðhöndla samkvæmt því. Fyrir þennan dóm er oftast nokkurra ára fangelsi hér á Íslandi, áratugi eða jafnvel lífstíðarfangelsi í mörgum löndum. Dómar hér fyrir þennan glæp eru líkleg og stuttir. Við getum ekki setið undir því að alþingismenn þykist geta leyft sér að vega að mannorði fólks þegar almenningur er settur í fangelsi fyrir slíkt. Geti maðurinn ekki komið með sannanir sem standast fyrir rétti, þá ber að setja hann sjálfan bak við lás og slá fyrir háalvarlegan glæp

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 06:58

12 identicon

Mútumörður kemur ekki fram með svona flugelda nema að hafa vandlega "plottað" það áður. Þessi umræða var sviðsett í þaula hjá þeim félögum Merði og Agli, Mörður er nefnilega ennþá í Alþýðubandalaginu.

Annars fannst mér annað merkilegt sem flaut úr brunni Marðar og það var sú skoðun hans að við hefðum betur samþykkt Icesave I sem Svavar (fyrrverandi formaður hans)lagði á borðið, þá værum við betur stödd í dag!! Síðan klykkti hann út með að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunar um Icesave mætti nú túlka á ýmsa vegu og hann væri nú ekki búinn að átta sig alveg á hvaða skilaboð fælust í henni. Er það nema furða að ekkert gangi né reki hér á landi með svona Stalíniskan hugsunargang í stýrishúsinu.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 11:03

13 identicon

Gallinn við gömlu lögin sem Hæstiréttur dæmdi eftir þá voru "mútur" mögulegar. Þetta eru ekki mútur í lagalegum skilningi en augljóslega í siðferðilegum skilningi. Að því leyti hefur Mörður rétt fyrir sér. Lagasetning hér á landi er óvönduð og losaraleg. Um það eru mýmörg dæmi. Af einhverjum ástæðum er Alþingi Íslendinga ekki fært um að semja vönduð lög. Það er alvarlegt og úr því verður að bæta. Ef lög eru illa samin og auðvelt að fara í kringum þau eða notfæra sér gloppurnar er það gert. Nægir að vísa til laga um fiskveiðistjórnun. Pétur H Blöndal telur gildandi lög um hlutafélög meingölluð og stórhættuleg. það ætti að vera þér umhugsunarefni Axel Jóhann.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 11:57

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hrafn, ekki veit ég hvers vegna álit Péturs Blöndal um meingölluð hlutafélagalög ætti að verða mér umhugsunarefni af þessu tilefni, en þú útskýrir það vonandi betur.

Í lögunum sem Hæstiréttur dæmdi eftir stóð ekki orð um það að öðrum en sveitarfélagi væri bannað að taka þátt í kostnaði vegna skipulags.  Það hefur verið regla í fjálsum lýðræðisríkjum, að það sem ekki er beinlínis bannað samkvæmt lögum er leyfilegt.  Til að forðast að athugasemdakerfið fyllist af innleggjum frá alls kyns rugludöllum, skal tekið fram að mér er fullkunnugt um alls kyns siðferðisleg efni sem geta komið til álita, en það á einfaldlega ekki við í þessu samhengi.

Svandís lagði sjálf fram frumvarp til laga um breytingar á eldri lögunum til að taka af öll tvímæi um þetta og í meðförum Alþingis kom inn klausa í lögin, sem tekur af allan vafa um heimild annarra en sveitarfélaganna til greiðslu skipulagskosntanðar.  Í því ljósi var alger óþarfi af Svandísi að áfrýja málinu til Hæstaréttar, enda voru allir aðrir en hún ein á þeirri skoðun að túlkun hennar á lögunum væri algerlega út í hött.

Ásakanir Marðar eru gífurlega alvarlegar einmitt vegna þess að hann er Alþingismaður.  Það verður að vera hægt að ætlast til þess að þeir séu ekki með svona alvarlegar ásakanir á fólk eingöngu í pólitískum tilgangi og í skjóli þinghelgi, þó óvíst sé að hún gildi um ummæli í sjónvarpi. 

Það ætti að vera þér verðugt umhugsunarefni, Hrafn Arnarson.

Axel Jóhann Axelsson, 14.2.2011 kl. 12:17

15 identicon

Gaman væri að fá skoðun Landsvirkjunar á þessum fullyrðingum þínum Hrafn. Þegar virkjanir fara af stað hafa sveitarfélög í nágrenni þeirra alltaf notið þess óbeint, í því að leggja verður vegi eða laga vegi sem fyrir eru til að auðvelda aðdrátt og margt margt fleira svo sem rafmagn, vatn og símasamband, reisa hús fyrir starfsmenn svo eitthvað sé nefnt. Það er beinlínis eðli þess að þar sem framkvæmdir hefjast þar fer blóði að streyma um hagkerfi staðarinns hversu lítið sem það er og atvinna og tekjur og allt aðgengi batnar. Þetta er það sem hrepparnir eru að sækjast eftir ekki mútupeningar í umslagi eða bætt GSM samband. Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli gera allt sem þau geta til að slökkva alla slíka neista og nota til þess hvaða meðul sem henntar.

Sem dæmi um framagreint má nefna að Skilmannahreppur þar sem Grundartangi og Járnblendiverksmiðjan er, er eða allavegana var ríkasti hreppur landsins og íbúarnir hafa notið ríkulega þeirra framkvæmda sem þar hafa verið reistar. En kannski eru það bara mútur og góð atvinna og lífsskilyrði sprottin af vafasömum lögum fyrri tíma.

Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 12:35

16 identicon

Ekki verð ég talinn aðdáandi Marðar en í þessu tilfelli sagði hann einfaldlega satt.  Þetta eru mútur að sjálfsögðu.

Brynjar (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:11

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir sem ekki skrifa undir fullu nafni eru ómerkir orða sinna og þau að engu hafandi.  Það á svo sannarlega við þetta algerlega óvandaða og órökstudda innlegg þessa svokallaða Brynjars.

Axel Jóhann Axelsson, 14.2.2011 kl. 13:25

18 identicon

Þetta er rétt hjá þér Sveinn. Svona heimskur maður gæti ekki hafa verið kosinn á þing. Hlýtur að vera til að afvegaleiða umræðuna frá http://www.kjosum.is , svo fólk vellti sér upp úr þessu í staðinn.

hmm (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:43

19 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef trú á því að þetta hafi átt að vera klæki til að dreifa athygli fólks í umræðunni. Nú er alþingi í kapphlaupi við þjóðina svo að þeyr geti samþykkt Icesafe kröfu Breta og hollendinga. Og vera búnir að samþykkja, áður en Undirskriftirnar verða það margar að Forsetinn verði að vísa því til þjóðarinnar!! Við borgum ekki Icesafe!!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.2.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband