12.2.2011 | 13:28
Lygar Bónusgengisins afhjúpaðar
Undanfarin ár hefur Bónusgegnið brugðist ókvæða við öllum fréttum um að afskrifa þurfi tugi eða hunduði milljarða króna vegna glæpsamlegs fyrirtækjareksturs gengisins á árunum fyrir bankahrun, sem þetta sama gegni átti stóran hlut í að valda, með öllum þeim skaða sem þjóðin hefur orðið fyrir í kjölfarið.
Jóhannes, andlit Bónusgengisins, brást illur við fréttum af hugsanlegum afskriftum og sagði allar slíkar fréttir lygar og áróður og t.d. sagði hann í viðtali þann 04/11 2009 að ekki yrði afskrifuð ein einasta króna vegna Haga hf. eða 1988 ehf., sem var eignarhaldsfélag Bónusgengisins. Það viðtal má sjá Hérna
Stuttu síðar, eða 13. nóvember 2009, tók Finnur Árnason, forstjóri Haga, undir lygar húsbænda sinna, en í frétt í Morgunblaðinu sagði hann m.a: "Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir, að engar skuldir félagsins hafi verið afskrifaðar og ekki standi til að afskrifa neinar skuldir á Haga. Hagar séu þvert á móti eina fyrirtæki landsins sem hafi á s.l. 18 mánuðum greitt upp að fullu með vöxtum skráðan skuldabréfaflokk, sem var meginhluti skulda félagsins. Hagar séu nú vel fjármagnað félag til langs tíma.
Nú sé unnið að lausn á skuldum eignarhaldsfélagsins 1998, eiganda Haga. Þar sé meginmarkmiðið að ekki komi til neinna afskrifta skulda, m.a. með því að erlendir fjárfestar leggi fram verulega fjármuni til félagsins í formi nýs hlutafjár. Umfjöllun eða fullyrðingar um annað séu einfaldlega rangar."
Fullyrðingunni um erlendu fjárfestana var haldið að fólki mánuðum og árum saman til blekkinga um raunveruleikann og alltaf var neitað að gefa upp hverjir þessir væntanlegu erlendu fjárfestar væru og hvað þeir ætluðu að leggja marga milljarðatugi í svikamylluna. Hins vegar var erfitt að draga þessa fullyrðingu í efa, enda byggðist öll framkoma Baugsgengisins á hroka og yfirlæti gagnvart öllum sem dirfðust að fjalla eitthvað um málefni sem tengdust genginu og svikamyllunni sem það rak.
Nú er komið endanlega í ljós að allar fullyrðingar Baugsgengisins undanfarin ár um fjárhagsstöðu Haga hf. og 1988 ehf. voru hreinar lygar og að afskirfa þurfi tuga milljarða króna vegna þessarar kjölfestustarfsemi klíkunnar.
Við bætast svo tugir og hudruð milljarðar, sem þarf að afskrifa vegna annarrar starfsemi þessarar stærsu svikamyllu Íslandssögunnar, bæði innanlands og utan.
35-40 milljarða afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og samt getur hann um frjálst höfuð strokið og keyrt um á óskoðuðum Range Rover af lúxus gerð á meðan Simbi sífulli situr inni fyrir að stela tveggja daga gömlum brauðhleif úr Bónus.
Það skal tekið fram að Simbi sífulli er ekki til, en til eru mörg dæmi um að fólk hafi verið dæmt til tugthúsvistar fyrir litlar sakir.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 14:04
Það er nú vandamálið að ekki er sama hver rænir hvern, eða hvernig það er gert. Smákrimmarnir eru dæmdir nokkuð hratt og örugglega en ganga samt lausir vegna plássleysis í fangelsunum.
Stóru krimmarnir ganga hins vegar lausir vegna dómaleysis.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 14:45
"Það er nú vandamálið að ekki er sama hver rænir hvern, eða hvernig það er gert" Hvað gerðu Björgólfarnir..by the way..Axel ?
hilmar jónsson, 12.2.2011 kl. 21:45
Hilmar, það er nú langur syndalistinn þeirra Bjögganna, eins og annarra banka- og útrásargangstera. Vonandi munu þeir þurfa að svara til saka fyrir dómstólunum áður en yfir lýkur og vonandi mun þá finnast einhversstaðar pláss í betrunarhúsunum fyrir þá og aðra gangstera.
Ef þú ert með eitthvað alveg sérstakt mál í huga, þá verður þú að snúa þér til réttra aðila með spurninguna, því ekki er ég sérfróður um einstakar gerðir þessa gengis, frekar en annarra gengja í aðdraganda hrunsins, umfram það sem maður les og heyrir í fjölmiðlunum.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 22:07
Nú segir Jón Ásgeir að hann hafi boðist til að borga allar þessar skuldir á sjö árum en vondu karlarnir í Arion banka hafi komið í veg fyrir það. Ég spyr: Er enginn takmörk hvað þessi maður heldur að Íslendingar séu heimskir og kann hann ekki að skammast sín?
Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2011 kl. 22:45
Þegar Baugsmálið var í algleymingi, þá sagði Þorvaldur nokkur Gylfason, að Jón Ásgeir hefði ekkert gert á hlut stjórnvalda, eða þá þjóðarinnar og það litla sem að stjórnvöld hafi gert fyrir hann, var að ganga í EES, svo hann gæti dreift viðskiptasnilld sinni víðar.
Áðurnefnd viðskiptasnilld JÁJ, skilur eftir sig skuldahala upp á 1000-1500 milljarða, eða nánast tvöfalda Icesavekröfu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 12.2.2011 kl. 22:56
Þakka þér Axel Jóhann. Skondin þessi gestur þinn með rana pirringinn, hilmar jónsson með litlum stöfum sem kann ekki að segja meðal annars, en ég tek undir með Kristinni Karli að háskóla prófessorinn hefði ekki einu sinni dugað í salt hér áður fyrr, hvað þá í dýrari pakkningar.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.2.2011 kl. 10:18
Alveg er það ótrúlegt að alltaf þegar fjallað er um Bónus þjófana, þá rísa vinstri menn upp á afturlappirnar og mótmæla s.b. Hilmar Jónsson hér að ofan. Dettur nokkrum í alvöru í hug að það hefði verið gert eitthvað frekar í málum útrásarglæframanna þó það hefði verið tær vinstri stjórn fyrir hrun.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.2.2011 kl. 12:16
Hárrétt Ragnar, það virðist sem Hilmar haldi að það sé hægt að réttlæta glæp með því að benda á annan glæp. Mér finnst glæpur JÁJ og hans glæpaklíku ekkert minni þótt önnur glæpaklíka hafi eða sé líka í gangi.
Björn (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 12:45
Skýringin á því að minna er fjallað í fjölmiðlum um Björgólfsfeðga heldur en Bónusgengið er líklega sú, að glæpir þeirra fyrrnefndu séu ekki eins augljósir og síðarnefndu klíkunnar, sem samanstóð ekki eingöngu af Bónusfeðgum, heldur Pálma í Iceland Express, Hannesi Smárasyni o.fl., ofl. Til viðbótar var Björgólfur eldri sá eini af öllum þessum hópi sem tók ábyrgð á gerðum sínum með því að skrifa uppá persónulegar ábyrgðir og var því lýstur gjaldþrota nánast strax eftir hrun og Björgólfur yngri hefur gert samninga við alla sína lánadrottna um endurgreiðslur þeirra lána sem hann tók og hefur lagt allar eigur undir til að það takist, þar á meða persónulegar eigur.
Hin klíkan hefur hælt sér af því að hafa haft það sem algert grundvallaratriði í öllu sínu braski að skrifa aldrei upp á neinar persónulegar skuldbindingar, félagar hennar hafa gert allt sem þeir hafa getað til að koma undan eignum, skilið eftir sig sviðna jörð vegna þúsunda milljarða taps, en lifa enn í sínu lúxuslífi í lúxusvillunum sínum vítt og breitt um heiminn.
Málefni þessara gengja beggja, ásamt fleiri gengja eins og t.d. Milestoneklíkunnar o.fl., eru hins vegar til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara og vonandi fæst botn í mál þeirra allra þar og gengjameðlimirnir fái sín maklegu málagjöld í réttarhöldum í framhaldi þeirra rannsókna.
Það er stórfurðulegt, sem Ragnar bendir á, að vinstri menn eins og hilmar jónsson skuli alltaf stökkva í vörn fyrir Bónusgengið og þeirra samverkamenn, í hvert skipti sem nýjar fréttir koma af skítverkum þeirra.
Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2011 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.